Veðráttan

Volume

Veðráttan - 02.12.1932, Page 2

Veðráttan - 02.12.1932, Page 2
Ársyfirlit Veðráttan 1932 koman 20 °/o fyrir neðan meðallag. Vorgróður byrjaði 25 dögum síðar en meðaltal 5 ára. Gemlingum beitt fyrst frá 24. jan. til 16. apr., að meðaltali 2. marz (14 stöðvar). Hætt að gefa þeim frá 21. febr. til 19. maí, að meðaltali 30. apríl (24 stöðvar), 11 dögum síðar en 5 ára meðaltal sömu stöðva. Qemlingum sleppt frá 13. marz til 20. maí, að meðaltali 2. maí (24 stöðvar), 9 dögum síðar en 5 ára meðaltal sömu stöðva. Gemlingar rúnir 15. júní (7 stöðvar). Ám beitt fyrst frá 24. jan. til 15. marz, að meðaltali 7. febr. (10 stöðv- ar). Hætt að gefa þeim frá 15. marz til 29. maí, að meðaltali 5. maí (26 stöðvar), 11 dögum síðar en 5 ára meðaltal sömu stöðva. Ám sleppt frá 15. marz til 29. maí, að meðaltali 6. maí (26 stöðvar), 8 dögum síðar en 5 ára meðaltal sömu stöðva. Ær rúnar frá 8. júní til 6. júlí, að meðaltali 23. júní (10 stöðvar). Frá því byrjað var að vinna á túnum til túna-sláttar liðu 73h viku, 2 vikum skemur en 5 ára meðaltal. Jörð varð síðast alhvít 23. apríl (meðaltal 36 stöðva), 3 dögum fyrr en 5 ára meðaltal. Jörð varð fyrst alauð að staðaldri 10. maí (meðaltal 36 stöðva), degi síðar en 5 ára meðaltal. Snjór úr lofti kom síðast 25. maí (meðaltal 39 stöðva), 5 dögum síðar en 5 ára meðaltal. Frost síðast 28. maí (meðaltal 24 stöðva), 4 dögum síðar en 5 ára meðaltal. Sumarið (júní—sept.) má yfirleitt kallast gott. Hitinn var 0.7 yfir meðallag, og úrkoman 20 °/o umfram meðallag. Sólskinið í Reykjavík var 14 slundum skemur en meðaltal 9 undanfarinna sumra. Oþurkar voru norðan- lands í júlí og sunnanlands og vestan í ágúst, og hröktust hey nokkuð sum- staðar, en víðast varð þó nýting góð. Grasvöxtur var góður, og heyfengur því mikill. Frostlaust var samfleytt 163/7 viku, degi skemur en 5 ára meðaltal, lengst í Vm. 265/7 v., skemmst á Grst. 74h v. Snjór kom ekki úr lofti í samfleyttar 19 vikur, 4 dögum lengur en 5 ára meðaltal, lengst á Fghm. 323/7 v., en skemmst á Þst. 72h v. Frá því síðast var alhvítt að vori þar til fyrst varð alhvítt að hausti liðu 266/7 vikur, 13 dögum lengur en 5 ára meðaltal. Lengst leið milli þess sem var alsnjóa í Vík 39^7 v., en skemmst á Grst. 93/7 v. Kýr. Beitartíminn var 195/7 vikur (meðaltal 23 stöðva), degi lengur en 5 ára meðaltal sömu stöðva. Lengstur beitartími var 232/7 v. á Glettinganesi, en skemmstur 153/7 v. á Hvn. Kýr voru gjafarlausar í 16!/7 v. (meðaltal 22 stöðva), 3 dögum skemur en 5 ára meðaltal sömu stöðva. Ær lágu úti 29J/7 vikur (meðaltal 22 stöðva), 6 dögum skemur en 5 ára meðaltal sömu stöðva. Sláttur stóð yfir 106/7 v. (meðaltal 12 stöðva), 4 dögum Iengur en 5 ára meðaltal sömu stöðva. Heyskapartíminn var 115/7 v. (meðaltal 14 stöðva). 2 dögum lengur en 5 ára meðaltal sömu stöðva. (50)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.