Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.01.1949, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.01.1949, Blaðsíða 1
YEÐRÁTTAN 1949 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Janúar Tíðarfarið var óhagstœtt um allt land. Kalt var og víðast snjóþungt. Samgöngur voru mjög erfiðar. Gæftir voru tregar, en afli góður, þegar á sjó gaf. Þ. 1.—7. var kalt um allt land, oft snjókoma norðan lands en bjart syðra. Vind- ur var yfirleitt norðlægur og lægðir austan og norðaustan við landið nema þ. 5., en þann dag kom lægð sunnan úr liafi. Suma dagana var hvasst. (Þ. 1. Vm. NNE 10; þ. 2. Dt. N. 10, Tgh. N 10, Pap. N 10 og Vm. N 10; þ. 3. Dt. N 10; þ. 5. Blds. NE 10, Rfh. E 10 og N 10, Hof vcðurliæð 10. Vm. E 10.) Þ. 8.—9. var hiti um og yfir meðallagi og allmikil rigning um allt land. Lægðir voru á Grænlandshafi, vindátt milli suðurs og vesturs og víða hvasst. (Þ. 9. Hmd. SW 11, Sðr. W 10, Bol. W 10 og SW 10, Krv. SSW 10 og WSW 11, Hlh. veðurhæð 10, Hrn. S 11, Sd. WSW 11, Grst. SW 10, Hvk. SSW 10, Fghm. veðurhæð 10, Hof veðurhæð 11, Mðrd. WSW 11, Hlst. veðurhæð 10, Dt. WSW 11 og W 12, Hól. SW 10, Vm. WSW 10 og W 10.) Þ. 10.—20. var veður nokkuð umhleypingasamt, en þó oftast kalt. Lægðir fóru ineð stuttu millibili yfir landið eða austanvert við það frá suðvestri til norðausturs. Þeirn fylgdu oft hvassviðri. (Þ. 10. Rvk. SW 10 og W 10, Hof veðurhæð 11, Dt. WSW 10, Vm. W 10; þ. 13. Rvk. WSW 10, Vm. W 11, Rkn. W 10; þ. 14. Vm. veður- hæð 14; þ. 15. Rvk. ESE 10 og SE 10, Sm. SE 10, Sðr. veðurhæð 12, Dt. SSE 10, Vm. W 12, WSW 10 og SW 10, Smst. veðurhæð 10, Rkn. SE 10, Vst. SE 10; þ. 16. Rvk. WSW 10 og W10, Ghg. veðurhæð 10, Vm. W 14, Smst. veðurhæð 10; þ. 17. Dt. NNE 10 og NW 10, Vm. W 17, Rkn. WNW 11; þ. 18. Vm. SW 11; þ. 19. Ghg. veðurhæð 10, Vm. W 10, Rkn. S 10; þ. 20. Sd. NW 10, Hlst. veðurhæð 10, Dt. NW 11 og NNW 10, Tgh. N 10, Vík NW 10, Vm. NNW 10.) Þ. 21.—30. var liiti oftast nálægt meðallagi. Lægðir voru á Grænlandshafi til 29., en þann dag myndaðist hæð yfir landinu. Vindur var oft vestlægur og víða hvasst. (Þ. 21. Hof veðurhæð 11; þ. 22. Mðrd. WSW 12; þ. 23. Vm. W 10; þ. 24. Hvallátur SSE 10, Vm. S 12 og SSW 10; þ. 25. Hlst. SE 10, Dt. S 10 og NW 10, Tgh. NW 12, Pap. veðurhæð 11, Ghg. veðurhæð 10; þ. 26. Hlst. veðurhæð 10, Dt. W 10, Pap. WSW 10, Hól. S 11.) Þ. 24.—25. fór kröpp lægð yfir landið, og fylgdi henni mikil úrkoma um allt land. Snjókoma var norðan lands, en rigning syðra. Þ. 31. nálgaðist lægð úr suðvestri. Vindur var suðaustlægur og sums staðar hvass, (Hlh. veðurhæð 10.) Vcður fór hlýnandi. Loftvœgið var 0.5 mb. undir meðallagi á öllu landinu, frá 2.8 mb. undir meðal- lagi á Dt. að 1.1 mb. yfir meðallagi í Rvk. og á Rkn. Hæst stóð loftvog á Dt. 1035.7 mb. þ. 30. kl. 20 og 23, en lægst á Dt, 941.2 mb. þ. 25. kl. 16. Hitinn var 1.6° undir meðallagi á öllu landinu. Tiltölulega var kaldast á Suð- austur- og Suðurlandi, þar var hiti frá 2.0° til 2.5° undir meðallagi, en inildast á Norð- urlandi, liiti víðast 1° undir meðallagi. Kaldast var þ. 2. og þ. 11., þá var hiti 10° undir meðallagi. Hlýjast var þ. 9., en þá var hiti 5° yfir meðallagi. Sjávarhitinn við strendur landsins var 0.5° undir meðallagi. Að tiltölu var hlýj- ast í sjó við Krv., Pap. og Grvk., þar var sjávarhiti í meðallagi, en kaldast við Vm., 1.9° undir meðallagi. Urkoman var 10% undir meðallagi. Hún var meiri en venja er til á Vestfjörðum og um miðbik Suðurlands, en annars staðar undir meðallagi. Miðað við meðaltal mældist úrkoma minnst á Blds., 37% af meðalúrkomu, en mest í Kvgd., 65% um- fram meðalúrkomu. Úrkomudagar voru nokkru færri en venja er til á flestum stöðv- um á Suðausturlandi en fleiri en venjulega á flestum öðrum stöðvum á landinu. Að tiltölu voru úrkomudagar flestir á Flt. eða 8 umfram meðallag, en fæstir í Vík, 5 færri (1)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.