Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.04.1949, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.04.1949, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1949 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Apríl Tíðarfarið. Mánuðurinn var snjóþungur urn allt land, nema sums staðar í lág- 8veitum á Norðausturlandi. Fádæma snjóþyngsli voru á Suður- og Suðvesturlandi. Samgöngur á landi voru óvenju erfiðar. Gróðurlaust mátti heita allan mánuðinn. Gæftir og aflabrögð munu hafa verið nálægt meðallagi. Þ. 1.—2. Fyrri daginn var hæð yfir landinu og víðast stillt og bjart veður. Síð- ari daginn nálgaðist lægð úr suðri, vindur varð austlægur og víða livass. Nokkur snjó- koma var um land allt, nema á Suðvesturlandi. Hitinn var í meðallagi. Þ. 3.—7. var kalt um allt land, hiti 2°—5° undir meðallagi. Vindur var aust- lægur þ. 3. og víða hvass, en snerist síðan til norðurs, jafnhliða því, sem lægðin þok- aðist norðaustur fyrir landið. Þ. 7. var stillt veður og hæðarhryggur yfir landinu. Flesta dagana snjóaði um norðanvert landið. Þ. 8.—17. var umhleypingasamt. Flesta dagana voru lægðir yfir landinu eða mjög nálægt því, allar voru þær grunnar, nema sú síðasta, er kom upp að suðurströnd- inni þ. 17. Vindur var breytilegur, en þó aldrei norðlægur. Hvasst var á nokkrum stöðvum þ. 10. Flesta dagana var úrkoma víðast hvar á landinu, oftast snjór eða slydda. Hitinn var frá 2° undir meðallagi að 1° yfir meðallagi. Þ. 18.—24. var óvenju kalt um allt land, hiti frá 4°—9° undir meðallagi. Þ. 18. fór djúp lægð til norðausturs yfir landið, varð síðan kyrrstæð norðaustur í hafi, og barst þá kalt loft inn yfir landið mcð hvassri norðanátt. Síðan voru lægðir í nánd við landið eða yfir því og vindur mjög breytilegur og stundum hvass. (Þ. 18. Hvallátur N 10; þ. 19. Rvk. WSW, W og WNW 10, Vm. W 10, Vst. W 10 og Rkn. W 10; þ. 20. Vm. W 10; þ. 22. Vm. E 10). Mikil snjókoma var suma dagana. Þ. 25.—30. var nokkru hlýrra, hiti 1°—3° undir meðallagi. Veðrabrigðunum olli djúp lægð, sem kom suðvestan úr hafi þ. 25. Víða var hvasst þ. 26. og 27. (þ. 26. Vm. SE 10). Vindur var austlægur eða norðlægur til 28., en varð þá hægur og breytilegur. Allmikil úrkoma mældist dagana 26.—28. Loftvœgið var 8.3 mb undir meðallagi á öllu landinu frá 7.3 mb í Bolungarvík að 8.8 mb í Vestmannaeyjum. Hæst stóð loftvog á Hólum þ. 1. kl. 01, 1024.5 mb en lægst í Vestinannaeyjum 970.3 mb þ. 27. kl. 06. Hitinn var 2.5° undir meðallagi á öllu landinu. Kaldast var í innsveitum, hiti 3°—4° undir meðallagi, en mildast á Austfjörðum og Suðausturlandi, 1%°—2° undir meðallagi. Annars staðar var hitinn víðast 2°—2%° undir meðallagi, nema á Vest- fjörðum, en á flestum stöðvum þar var 2%°—3° kaldara en í meðallagi. Kaldast var þ. 21., hiti 7°—8° undir mcðallagi um norðvestanvert landið, en 9°—10° undir meðallagi í öðrum landshlutum. Mildast var þ. 14., þá var hitinn í Reykjavík 1° undir meðallagi, en 1°—3° yfir meðallagi á öðrum stöðvum, sem dagsmcðaltöl hafa. Sjávarhitinn var alls staðar undir meðallagi, frá 1.6° við vestur- og norðurströnd- ina að 0.4° við austur- og suðurströndina. Að tiltölu var kaldast við Grímsey og Suðureyri, 1.9° undir meðallagi, en hlýjast við Vestmannaeyjar, 0.1° undir meðallagi. Úrkoman var í meðallagi á öllu landinu. TJrkomusamt var á Vestfjörðum og um miðbik Suðurlands, en víðast annars staðar mældist úrkoma minni en í meðallagi. Miðað við meðallag mældist mest úrkoma á Suðureyri eða 1% sinnum meðalúrkoma, en minnst á Teigarhorni, rösklega % af meðalúrkomu. Víðast hvar á Vestf jörðum og á Norðurlandi voru úrkomudagar fleiri en í meðallagi. A Austur- og Suðausturlandi var fjöldi úrkomudaga svipaður og venja er til. Umhverfis Breiðafjörð voru úrkomu- dagar færri en í meðallagi, en víðast hvar á Suðvesturlandi voru þeir fleiri en venja er til. Að tiltölu voru úrkomudagar flestir á Flateyri, 12 umfram meðallag, en fæstir (13)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.