Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.04.1949, Síða 1

Veðráttan - 01.04.1949, Síða 1
VEÐRÁTTAN 1949 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Apríl Tídarfarið. Mánuðurinn var snjóþungur um allt land, nema sums staðar í lág- sveitum á Norðausturlandi. Fádæma snjóþyngsli voru á Suður- og Suðvesturlandi. Samgöngur á landi voru óvenju erfiðar. Gróðurlaust mátti lieita allan mánuðinn. Gæftir og aflabrögð munu liafa verið nálægt meðallagi. Þ. 1.—2. Fyrri daginn var liæð yfir landinu og víðast stillt og bjart veður. Síð- ari daginn nálgaðist lægð úr suðri, vindur varð austlægur og víða livass. Nokkur snjó- koma var um land allt, nema á Suðvesturlandi. Hitinn var í meðallagi. Þ. 3.—7. var kalt um allt land, liiti 2°—5° undir meðallagi. Vindur var aust- lægur þ. 3. og víða hvass, cn snerist síðan til norðurs, jafnhliða því, sem lægðin þok- aðist norðaustur fyrir landið. Þ. 7. var stillt veður og hæðarhryggur yfir landinu. Flesta dagana snjóaði um norðanvert landið. Þ. 8.—17. var umhleypingasamt. Flesta dagana voru lægðir yfir landinu eða mjög nálægt því, allar voru þær grunnar, nema sú síðasta, er kom upp að suðurströnd- inni þ. 17. Vindur var breytilegur, en þó aldrei norðlægur. Hvasst var á nokkrum stöðvum þ. 10. Flesta dagana var úrkoma víðast livar á landinu, oftast snjór eða slydda. Hitinn var frá 2° undir meðallagi að 1° yfir mcðallagi. Þ. 18.—24. var óvenju kalt um allt land, hiti frá 4°—9° undir meðallagi. Þ. 18. fór djúp lægð til norðausturs yfir landið, varð síðan kyrrstæð norðaustur í hafi, og barst þá kalt loft inn yfir landið með hvassri norðanátt. Síðan voru lægðir í nánd við landið eða yfir því og vindur mjög breytilegur og stundum hvass. (Þ. 18. Ilvallátur N 10; þ. 19. Rvk. WSW, W og WNW 10, Vm. W 10, Vst. W 10 og Rkn. W 10; þ. 20. Vm. W 10; þ. 22. Vm. E 10). Mikil snjókoina var suma dagana. Þ. 25.—30. var nokkru lilýrra, liiti 1°—3° undir meðallagi. Veðrabrigðunum olli djúp lægð, sem kom suðvestan úr hafi þ. 25. Víða var livasst þ. 26. og 27. (þ. 26. Vm. SE 10). Vindur var austlægur eða norðlægur til 28., en varð þá hægur og breytilegur. Allmikil úrkoma mældist dagana 26.—28. Lojtvœgið var 8.3 mb undir meðallagi á öllu landinu frá 7.3 mb í Bolungarvík að 8.8 mb í Vestinannaeyjum. Hæst stóð loftvog á Hólum þ. 1. kl. 01, 1024.5 mb en lægst í Vestmannaeyjum 970.3 mb þ. 27. kl. 06. Hitinn var 2.5° undir meðallagi á öllu landinu. Kaldast var í innsveitum, liiti 3°—4° undir meðallagi, en mildast á Austfjörðum og Suðausturlandi, 1%°—2° undir meðallagi. Annars staðar var hitinn víðast 2°—2 %° undir meðallagi, nema á Vest- fjörðum, en á flestum stöðvum þar var T.y.f—3° kaldara en í meðallagi. Kaldast var þ. 21., liiti 7°—8° undir meðallagi um norðvestanvert landið, en 9°—10° undir meðallagi í öðrum landshlutum. Mildast var þ. 14., þá var hitinn í Reykjavík 1° undir meðallagi, en 1°—3° yfir meðallagi á öðrum stöðvum, sem dagsmeðaltöl liafa. Sjávarhitinn var alls staðar undir ineðallagi, frá 1.6° við vestur- og norðurströnd- ina að 0.4° við austur- og suðurströndina. Að tiltölu var kaldast við Grímsey og Suðureyri, 1.9° undir meðallagi, en hlýjast við Vestmannaeyjar, 0.1° undir meðallagi. Úrkoman var í mcðallagi á öllu landinu. IJrkomusamt var á Vestfjörðum og um miðbik Suðurlands, en víðast annars staðar mældist úrkoma minni en í meðallagi. Miðað við meðallag mældist mest úrkoma á Suðureyri eða 1 ýí, sinnum meðalúrkoma, en minnst á Teigarhorni, rösklega y3 af meðalúrkomu. Víðast livar á Vestfjörðum og á Norðurlandi voru úrkomudagar fleiri en í meðallagi. Á Austur- og Suðausturlandi var fjöldi úrkomudaga svipaður og venja er til. Umhverfis Breiðafjörð voru úrkomu- dagar færri en í meðallagi, en víðast hvar á Suðvesturlandi voru þeir fleiri en venja er til. Að tiltölu voru úrkomudagar flestir á Flateyri, 12 umfram mcðallag, en fæstir (13)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.