Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.06.1949, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.06.1949, Blaðsíða 1
YEÐRÁTTAN 1949 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTjOFUNNI Júní Tíðarfarid var óhagstætt fyrri hluta mánaðarins, vorverk töfðust víða allt að 3—4 vikur vegna kulda og snjóa. Þ. 15. brá til batnaðar um allt land, og var einmuna tíð síðari hluta mánaðarins. Gróðri fór óvenju skjótt fram. Vatnavextir voru víða miklir vegna bráðra leysinga. Flestir fjallvegir voru orðnir færir í byrjun mánaðarins. Bátaafli var misjafn og síldveiði lítil sem engin. Þ. 1.—í. var austlæg átt ríkjandi og lægð vestur af Bretlandi. Vindur var yíir- leitt fremur hægur. Allmikil úrkoma var víða um norðan- og austanvert landið. Á Norðurlandi og Vestfjörðum var sums staðar slydda. Þoka var víða norðan lands og austan. Hiti var um 2° undir meðallagi á Norðurlandi, en nálægt meðallagi annars staðar á landinu. Þ. 5.—8. var hiti víðast 2°—4° undir meðallagi nema við suðurströndina, en þar var hann um 1° ylir meðallagi. Miðað við meðallag var kaldasti dagur mánaðarins þ. 7., þá var hiti 2°—5° vmdir meðallagi á flestum stöðvum, sem dagsmeðaltöl hafa. í Vestmannaeyjum var þó lieldur hlýrra en í meðallagi. Nóttina eftir voru víða frost. Vindur var norðlægur og lægð austan við land. Víðast livar var fremur iirkomulítið, en þoka var víða á Norður- og Austurlandi þ. 5. Þ. 9.—11. nálgaðist lægð úr suðvestri, vindur var liægur og breytilegur framan af, en snerist síðan til suðaustanáttar með rigningu og varð allhvass við suðvestur- ströndina þ. 11. (Vm. SE 10). Hiti var nálægt meðallagi. Þ. 12.—14. var hiti á öllu landinu 2°—3° undir meðallagi. Þ. 12. fór lægð til norðausturs yfir austanvert Iandið, og fylgdi henni víða rigning, en slydda á Horn- ströndum. Vindur var norðlægur, nema síðasta daginn, og allhvass við austurströndina. Þ. 15.—30. var hlýtt um allt land, hiti að mcðaltali 2%° hærri en í meðalári. Hlýjast var dagana 20.—21., hiti var þá 2° yfir meðallagi við suðurströndina, en 4°—7° yfir meðallagi annars staðar á landinu. Fyrstu dagana var hægviðri og hæð yfir landinu. Þ. 17. og 18. fór lægð norður Grænlandshaf, og fylgdi henni rigning um allt land. Áttin var fyrst suðaustlæg og vindur livass við suðvesturströndina. (Þ. 17. Vm. ESE 10). Þ. 18. snerist vindur til suðurs og vesturs, og fór lygnandi. Þ. 19.—24. var hægviðri og úrkomulaust að mestu, eu þokur tíðar. Síðustu daga mánaðarins var suðlæg átt ríkjandi og stundum allhvasst (þ. 29. Rvk. SE 10). Lægðir komu þá sunnau úr hafi og fóru norður Grænlandshaf. Rigningasaint var um allt land nema á Norð- austurlandi. Loftvœgið var 4.3 mb yfir mcðallagi á öllu landinu, frá 3.0 mb á Reykjanesi að 5.3 mb á Dalatanga. Hæst stóð loftvog 1030.6 mb í Vestmannaeyjum þ. 14. kl. 08—11 og á Reykjanesi sama dag kl. 08, en lægst 991.1 mb á Djúpavogi þ. 12. kl. 10. Hitinn var 0.8° yfir meðallagi á öllu landinu. Aðeins á Kjörvogi og á Reykjanesi var meðalhiti mánaðarins undir meðallagi. Á fjórum stöðvum, Hamraendum, Skriðu- landi, Húsavík og Hallormsstað var hitiun meira en l1//0 hærri en í meðalári. í lág- sveitum á Norðausturlandi var hitinn um 1 %° vfir meðallagi, en víðast annars staðar 0°—1° yfir því. Sjávarhitinn var 1.1° undir meðallagi, frá 0.2° yfir meðallagi við Teigarhorn að 2.5° undir því við Stykkishólm. Að tiltölu var kaldast í sjó við Norður- og Vesturland. Urkoman á þeim stöðvum, sem meðaltal hafa, var til jafnaðar rösklega x/4 meiri en í meðallagi. Úrkomusamt var við suðurströndina, í Kvígindisdal og í útsveitum á Norðurlandi. Að tiltölu mældist mest úrkoma á Kjörvogi eða tæplega þreföld meðal- úrkoma, en minnst á Teigarhorni tæplega x/3 af meðalúrkoinu. Á Vesturlandi voru úrkomudagar 1—7 færri en í meðallagi. Á Norðurlandi var fjöldi þeirra yfirleitt (21)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.