Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.07.1949, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.07.1949, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1949 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Júlí Tíðarfarið var óhagstætt um sunnan- og vestanvert landið sökum rigninga, en hagstætt á Norður- og Austurlandi. Sumir erfiðustu fjallvegir landsins urðu ekki færir fyrr en eftir miðjan mánuðinn. Grasspretta var víðast góð, nema þar sem kal var í túnum. Mestar voru kalskemmdirnar í Þingeyjarsýslum. Heyskapur gekk vel nyrðra þar til í síðustu viku mánaðarins, en hins vegar hröktust hey mjög á Suður- og Vesturlandi. Sfldveiði var mjög lítil, bátaafli rýr og tregur afli á togurum. Þ. 1.—11. voru stöðugar rigningar um sunnan og vestanvert landið, aðeins þ. 4. var þurrt veður að mestu, en þann dag var hæðarhryggur yfir landinu. Um norðan- vert landið var ekki sérlega úrkomusamt, og á Norðausturlandi var lengst af þurrt veður. Þessa daga voru lægðir á hreyfingu til norðurs og norðausturs vestanvert við landið. Þ. 6. og 7. var víðáttumikið hæðarsvæði sunnan við landið. Ðagana 1.—5. var hiti nálægt meðallagi og vindur víðast hægur. Þ. 6. barst hlýrra loft inn yfir landið. Dag- ana 6.—10. var hitinn um 3° yfir meðallagi um norðan- og austanvert landið, en um eða lítið eitt undir meðallagi á Suður- og Vesturlandi, nema þ. 7., sem var að tiltölu hlýj- asti dagur mánaðarins, en þá var hiti 6°—7° yfir meðallagi um norðan- og austan- vert landið, en 0°—2° yfir því sunnan lands og vestan. Þ. 11. var hitinn að jafnaði 1° undir meðallagi um allt land. Að kvöldi þess 7. hvessti af suðri og suðvestri um Vestfirði, og þ. 8. var víða hvasst. Aðra daga var vindur fremur hægur, en lengst af vestlægur eða suðlægur. Þ. 12.—21. var yfirleitt fremur þurrt veður, en sjaldan bjart, nema helzt á Norð- austurlandi. Þokur voru tíðar á Austur- og Suðausturlandi. Lengst af var hæð yfir landinu, vindur hægur og vindátt breytileg. Þ. 20. nálgaðist lægð úr suðvestri og hvessti þá af suðaustri við suðvesturströndina (þ. 21. Vm. E 10). Þ. 21. náði regnsvæði lægð- arinnar inn yfir Suðvesturland. Þ. 12.—18. var hitinn í Reykjavík um 2° undir með- allagi, en á öðrum stöðvum, sem dagsmeðaltöl hafa, var til jafnaðar tæplega 1° kaldara en venja er til. Þ. 13. var hitinn 0°—3° undir meðallagi á öllu landinu, og var sá dag- ur, ásamt þ. 4., kaldasti dagur mánaðarins, þegar miðað er við meðalhita. Þ. 19.—21. var tiltölulega hlýtt um allt land, hiti 1°—2° yfir meðallagi. JÞ. 22.—31. voru svo til stöðugar rigningar um allt land. Þ. 22. gekk þrumuveður yfir norðanvert landið. Hver lægðin á fætur annarri kom suðvestan úr hafi og fór til norðausturs yfir landið eða í nánd við það. Vindátt var mjög breytileg og vindin oftast fremur hægur. Hitinn var allbreytilegur. Þ. 22. var 0°—3° hlýrra en í meðal- lagi, síðan fór heldur kólnandi. Ðagshiti þeirra stöðva, sem dagsmeðaltöl hafa, var oftast í meðallagi eða 1°—2° hærri en meðalhitinn. Loftvœgið var 3.7 mb yfir meðallagi, frá 2.7 mb í Bolungarvík að 4.8 mb á Dalatanga. Hæst stóð loftvog í Vestmannaeyjum 1028.4 mb þ. 7. kl. 12—15, en lægst á Hólum 999.0 mb þ. 27. kl. 21. Hitinn var 0.4° yfir meðallagi. Að tiltölu var hlýjast á Norðausturlandi, en þar var hitinn á flestum stöðvum 1°—V-j2° yfir meðallagi. Á Norðurlandi og Vestfjörðum var víðast ^/g"—1° hlýrra en í meðalári. Um sunnanvert landið var hitinn víðast lítið eitt iiiidir meðallagi. Tiltölulega var kaldast á Reykjanesi, en þar var 1° kaldara en í meðalárferði. Sjávarhitinn var 0.2° undir meðallagi. Hlýjast var í sjó við Raufarhöfn, 1.8° yfir meðallagi, en kaldast við Grindavík, 1.8° undir meðallagi. Úrkoman var víðast meiri en í meðalári um sunnan- og vestanvert landið, en hins vegar var venju fremur þurrt um norðan- og austanvert landið. Miðað við meðal- lag mældiet mest úrkoma í Kvígindisdal eða tæplega þreföld meðalúrkoma, en minnst á Teigarhorni, tæplega ^/3 af meðalúrkomu. Á Suður- og Vesturlandi (frá Hólum að (25)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.