Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.08.1949, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.08.1949, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1949 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Ágúst. Tíðarfarið var lengst af fremur óhagstætt bæði til lands og sjávar. Þó voru góðir þurrkar framan af mánuðinum um vestanvert landið. Nokkrar skemmdir uðru í görðum vegna frosta, einkum norðau lands. Síldveiði var mjög lítil, nema nokkra daga um miðjan mánuðiim. Víða er getið um góðan bátaaíla, en gæftir voru fremur tregar. Lengst af öfluðu togarar vel. Þ. 1.—10. var þurrt veður um allan vesturhluta landsins. Um austanvert landið voru stöðugir óþurrkar, og á nokkrum stöðvum var allstórfelld rigning suma dagana. Á flestum þeim stöðvum, sem dagsmeðaltöl hafa, var hiti lengst af 1 °—2 ° undir með- allagi. Kaldast var á Norður- og Norðausturlandi. (Akureyri 1°—4° undir meðallagi) og snjóaði þar nokkrum sinnum í fjöll. Á fáeinum stöðvum voru næturfrost aðfara- nótt þ. 9., en 8. var að tiltölu kaldasti dagur mánaðarins. Hiti var þá 2°—4° undir meðallagi víðast hvar á landinu. I Vestmannaeyjum var þó hiti um meðallag. Vindur var yfirleitt norðlægur eða austlægur. Hvasst var víða um land dagana 5.—7. Alla dagana voru lægðir á hreyfingu til austurs sunnan við landið, en hæð yfir Græn- landi. Þ. 11.—17. var veður óstöðugt. Dagana 11.—15. voru lægðir yfir landinu eða í nánd við það, en þ. 16. og 17. var hæðarhryggur yfir landinu. Vindur var hvass við suðvesturströndina þ. 11. (Vm. E 10 og SE 10). Aðra daga var vindur fremur hægur og áttin breytileg. Um suðvestanvert landið var hitinn yfirleitt um meðallag. Annars staðar á landinu var um 2° hlýrra en í meðallagi dagana 11.—13., 1°—2° kaldara en í meðallagi þ. 14.—16., og um meðallag þ. 17. Fram til 14. var nokkur úrkoma um allt land, en þ. 15.—17. var víða þurrt veður. Þ. 18.—31. voru stöðugar rigningar um allt land, nema á Norðaustur- og Aust- urlandi. Þar var að mestu þurrt til 27. Lengst af var um 2° hlýrra en í meðalárferði til jafnaðar á öllu landinu. Dagana 21. og 22. var hitinn þó ekki nema rétt um meðal- lag og síðustu þrjá dagana um 1° yfir meðallagi. Þ. 24. var hitinn 3°—5° yfir meðal- lagi um Vestfirði, Norðurland og Austurland. Sunnan lands og suðvestan var hitinn um 1° yfir meðallagi. Þessi dagur var tiltölulega hlýjasti dagur mánaðarins. Vindáttin var oftast suðlæg eða vestlæg, til 27., síðan breytileg, en þó oftast norðlæg eða austlæg. Suma dagana var hvasst (þ. 28. Vm. E 10). Loftvœgið var 0.3 mb undir meðallagi, frá 0.4 yfir meðallagi á Hólum og Dala- tanga að 0.8 mb undir því á Reykjanesi. Hæst stóð loftvog í Vestmannaeyjum 1025.8 mb þ. 10. kl. 22 og lægst á sama stað þ. 29. kl. 04, 992.6 mb. Hitinn var 0.3° yfir meðallagi. Víðast hvar á landinu var vik hitans frá meðal- lagi innan við %°. Á Austurlandi var þó víða %°—1° hlýrra en í meðalári, og sama máli gegndi um nokkrar stöðvar á Vestfjörðum og Norðurlandi. Frekar svalt var allvíða suðvestan lands. Sjávarhitinn var í meðallagi. Kaldast var við Stykkishólm, 1.2° undir meðal- lagi, en hlýjast við Teigarhorn og Fagradal, 0.7° yfir meðallagi. Urkoman var meiri en í meðalári við alla suður- og vesturströndina. Að jafnaði var úrkoman á þessum stöðum um 80% umfram meðalúrkomu. Annars staðar á landinu var úrkoman heldur minni en í meðalári, nema á Norðausturlandi, þar var hún nálægt mcðallagi. Miðað við meðallag mældist mest úrkoma í Vestmannaeyjum, en þar var hún tæplega 2% sinnum meiri en í meðalári. Minnst var úrkoman að til- tölu á Teigarhorni, eða rúmlega % af meðalúrkomu. Úrkomudagar voru 1—7 færri en venja er til um vesturhluta landsins. A Norðausturlandi og um miðbik Suðurlands voru þeir 1—7 fleiri eii í meðalári og lítið eitt færri en venja er til á Suðausturlandi. Flestir voru úrkomudagar að tiltölu á Raufarhöfn og Grímsstöðum, 7 umfram með- (29)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.