Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.10.1949, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.10.1949, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1949 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Október Tíðarfarið var yfirleitt hagstætt til haustverka. Heyfengur og uppskera garð- ávaxta varð víða rýr. Bátar við Faxaílóa og suðurströndina öfluðu vel, en annars staðar á landinu var fremur sjaldan róið. Vegurinn milli Norður- og Austurlands varð ófær undir mánaðarlokin. Þ. 1. var hæg suðlæg átt og fremur hlýtt, en alldjúp lægð nálgaðist landið suð- vestan úr hafi. Þ. 2. fór lægðin yfir landið til austnorðausturs og olh veðrabrigðum. Víða var hvasst (Dt. N 10) og allmikil úrkoma um allt land. Snjókoma var víða norðan lands og vestan. Þ. 3.—8. stóð loftvog hátt. Hægviðri var og breytileg átt. Fyrstu þrjá dagana var fremur kalt, hiti 1—2° undir meðallagi, en síðan hlýnaði nokkuð, og varð hiti þá nálægt meðallagi. Þ. 9.—15. barst suðrænt loft að landinu, og var ldýtt um allt land, hiti að meðal- tali 2—5° yfir meðallagi. Tiltölulega hlýjasti dagur mánaðarins var þ. 11. (Rvk. 7° yfir meðallagi). Hægfara lægðir komu suðvestan úr hafi. Lengst af var vindur fremur hægur, en sums staðar varð þó hvasst (þ. 14. Vm. E 10). Þ. 16.—26. voru vindar tíðast á milli norðurs og austurs. Framan af var víðáttu- mikið lægðasvæði fyrir sunnan og austau land, en síðustu dagana var hæðarhryggur yfir landinu. Þ. 16.—19. var fremur kalt og víða snjókoma á norðan- og vestanverðu landinu, en lítið eitt hlýrra en í meðallagi sunnan lands og austan. Næstu tvo daga var hiti nokkuð yfir meðallagi um allt land. Þ. 21. kólnaði í veðri, og hélzt kalt til þ. 26. Flesta þessa daga var einhver snjókoma á Norðausturlandi. Köldustu dagar mánaðarins voru þ. 24. og 25. (Rvk. 7° til 8° undir meðallagi). Þ. 27.—31. voru lægðir fyrir suðvestan land. Barst suðrænt loft yfir landið, og fór hlýnandi. Síðustu fjóra daga mánaðarins var hiti 1-—3° yfir meðallagi. Sums staðar var hvasst (þ. 28. Vm. E 11, þ. 29. Vm. E 10, þ. 31. Vm. E 11 og SSE 10). Loftvœgið var 1.7 mb undir meðallagi, frá 1.0 mb í Bolungarvík að 2.2 mb í Vest- mannaeyjum og á Reykjanesi. Hæst stóð loftvog á Raufarhöfn 1026.4 mb þ. 5. kl. 8—10 og lægst á Reykjanesi 965.7 mb þ. 15. kl. 5. Hitinn var 0.5° yfir meðallagi. Hlýjast var að tiltölu um miðbik Vestur- og Norðurlands og við suðurströndina, en þar var hitinn um 1" yfir meðallagi. A Norð- austurlandi var hitinn víða um eða lítið eitt undir meðallagi. Kaldast var í Möðrudal. Þar var tæpri 1° kaldara en í meðalári. Sjávarhitinn var 0.6° yfir meðallagi. Hlýjast var í sjó við Fagradal, 2.5° yfir meðallagi, en kaldast við Kjörvog, 0.3° kaldara en venja er til. Urkoman mældist um 30% undir meðallagi. Urkoman var alls staðar minni en í meðalárferði, nema við norðurströndina, en þar var hún í rösku meðallagi. Miðað við meðallag mældist mest úrkoma á Húsavík, tæplega ^/^ umfram meðalúrkomu, en minnst á Akureyri og í Reykjavík 2/B af meðalúrkomu. Úrkomudagar voru færri en í meðallagi um allan vesturhluta landsins. Um austanvert landið var fjöldi þeirra (37)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.