Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.11.1949, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.11.1949, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1949 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Nóvember Tíðarfarið var lengst af hagstætt. Snjólétt var um allt land og samgöngur greiðar. Gæftir voru þó stundum tregar. Nokkur síldveiði var við Reykjanes, en annars staðar mun bátaafli hafa verið fremur tregur. Um miðjan mánuðinn var góður afli hjá togurum á Halamiðum. JÞ. 1.—4. var fremur hlýtt, hiti á öllu landinu að meðaltali 0°—3° hærri en í meðalárferði. Vindátt var breytileg, en þó aldrei norðlæg. Þ. 1. og 2. var víða hvasst á Suður- og Vesturlandi. Á fáeinum stöðvum norðan lands var snjókoma eða slydda, en víða á Suðurlandi var allstórfelld rigning. Lægðir komu suðvestan úr hafi og fóru til norðausturs yfir landið eða norðvestanvert við það. Þ. 5.—14. var lengst af tiltölulega kalt, hiti 0°—4° undir meðallagi. Þ. 13. var kaldasti dagur mánaðarins. Þá var 3°—7° kaldara en í meðalári á þeim stöðvum, sem dagsmeðaltöl hafa, að undanskildum Vestmannaeyjum, en þar var hiti 1 ° undir meðallagi. Lengst af var nokkur snjókoma um norðanvert landið, en þurrt syðra. Þ. 5.—8. var norðanátt ríkjandi og lægð milli íslands og Noregs. Þ. 9. var hæðar- hryggur yfir landinu, og þ. 10.—14. voru lægðir sunnan við land. Þ. 5. og 6. var víða hvasst, en annars var vindur yfirleitt fremur hægur. Þ. 15.—29. var hiti lengst af 3°—5° yfir meðallagi. Tiltölulega hlýjasti dagur mánaðarins var þ. 27. Þá var hiti á þeim stöðvum, sem dagsmeðaltöl hafa, 4°—7° yfir meðallagi. Þ. 15. nálgaðist djúp lægð landið úr suðvestri, og fylgdi henni hlýtt loft og mikil úrkoma víða um land. Síðan voru lægðir sunnan við land til þ. 24. Vindur var þá yfirleitt austlægur og stundum hvass (þ. 15. Lmbv. E 10; þ. 17. Hmd. SE 10, Vm. E 10, SE 10 og ESE 11; þ. 18. Vm. SSW 10). Fremur þurrt var um vesturhluta lands- ins, en flesta dagana var töluverð úrkoma um austanvert landið og stórrigning á Austfjörðum þ. 22.—23. Þ. 24.—27. var hæð norðan við land, loftþrýstingur allhár og vindur breytilegur, en tvo síðustu dagana fóru lægðir norður Grænlandshaf, og snerist þá vindur til suðurs og vesturs (þ. 28. Gr. WNW 11). Flesta dagana var nokkur úrkoma. Þ. 30. var lægð milli Islands og Noregs. Vindur varð norðlægur, og nokkuð kólnaði í veðri. Loftvœgið var 5.9 mb undir meðallagi á öllu landinu, frá 4.8 mb í Bolungarvík að 7.1 mb á Reykjanesi. Hæst stóð loftvog 1026.1 mb á Dalatanga þ. 27. kl. 20, en lægst 967.8 mb í Stykkishólmi þ. 3. kl. 10. Hitinn var yfir meðallagi á öllu landinu, að meðaltali 1.8°. Hlýjast var að tiltölu á Suðausturlandi. Sjúvarhitinn var 0.6° yfir meðallagi, frá 0.8° undir meðallagi við Kjörvog að 1.6° yfir því við Fagradal. Að tiltölu var hlýjast í sjó við norðaustur- og austurströndina. Við vesturströndina var sjávarhiti um meðallag. Vrkoman var tiltölulega lítil á öllum stöðvum, sem meðaltöl hafa, nema Vest- mannaeyjum, en þar var úrkoman tæplega x/6 meiri en í meðalári. Víða á Austf jörðum mældist þó mikil úrkoma, en meðaltöl til samanburðar eru ekki til frá beim stöðvum. (41)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.