Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.12.1949, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.12.1949, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1949 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Desember Tíðarfarið var óhagstætt á Norðausturlandi, en fremur hagstætt víðast annars staðar á landinu.Vegir tepptust víða um stundarsakir eftir hríðarveður þ. 7. og 8. og aftur um þ. 20. Reknetjabátar í Faxaflóa öfluðu vel fyrstu daga mánaðarins, en voru flestir hættir vegna aflaleysis þ. 10. Yfirleitt mun bátaafli hafa verið fremur tregur. Þ. 1.—9. var kalt um allt land. Fyrstu 6 dagana var 1 °—4 ° kaldara en i meðalári. Þ. 7. kólnaði enn í veðri, og var hitimi 6°—9° undir meðallagi þ. 7.—9. Kaldasti dagur mánaðarins var þ. 8., þá var hiti á þeim stöðvum, sem meðaltöl hafa, 8°—11° undir meðallagi. Flesta dagana var nokkur snjókoma um allt land. Lægðasvæði var lengst af yfir liafinu milli Islands og Noregs, en auk þess voru lægðir á hreyfingu austur og suðaustur á bóginn sunnan við land. Vindátt var mjög breytileg. Hægviðri var þ. 3.—5. og þ. 9. Aðra daga var víða hvasst. (Þ. 1. Dt. NNW 10, Tgh. N 10, Hól. N 10; þ. 2. Vm. ESE 10; þ. 7. Rfh. NE 10, Hól. NNW 10, Vm. N 11; þ. 8. Kbkl. NNE 10, Vm. N 11). Þ. 10.—21. var lengst af tiltölulega stillt veður, þó var hvöss suðlæg átt um vestan- vert landið þ. 10., og hlýnaði þá í veðri (Hmd. SE 10, Vm. S 11). Þennan dag var kröpp lægð á Grænlandshafi. Næstu tvo daga hélzt suðlæg og suðvestlæg átt, en síðan var lægðasvæði yfir landinu til þ. 16. Eftir það vom lægðir sunnan og austan við land. Þ. 21. hvessti við suðvesturströndina (Vm. E 10). Lengst af var snjókoma um allt land. Hiti var svipaður og í mcðalári, frá 2° yfir meðallagi að 2° undir því. Þ. 22.—31. var hitinn frá meðallagi að 5° yfir því. Þ. 22. nálgaðist djúp lægð úr suðri, þ. 23. var hlýja loftið, sem fylgdi lægðinni, komið inn yfir landið, og var sá dagur ásamt þ. 31. tiltölulega hlýjasti dagur mánaðarins. Þessa tvo daga var hitinn 4°—7° yfir meðallagi á þeim stöðvum, sem dagsmeðaltöl hafa. Lægðir voru lengst af yfir land- inu eða sunnanvert við það, vindur var oft austlægur og stundum hvass. (Þ. 22. Vm. ESE 11 og Rkn. ESE 11; þ. 23. Skrl. E 10, Skv. ESE 10, Fgdl. SE 10, Hól. E 10, Vm. ESE 14, SSW 10 og SW 12; þ. 27. Krv. ENE 10; þ. 30. Vm. E 11.). Úrkomusamt var og snjókoma tíð. Loftvœgið var 1.5 mb undir meðallagi á öllu landinu, frá 0.7 mb í Bolungarvík að 2.5 mb á Hólum. Hæst stóð loftvog í Reykjavík þ. 9. kl. 9; 1029.8 mb, eu lægst í Vestmannaeyjum þ. 23. kl. 6; 964.3 mb. Hitinn var 0.8 ° undir meðallagi á öllu landinu. Kaldast var að tiltölu i innsveitum, þar var víðast 1 °—2 ° kaldara en í meðalári. Út við strendurnar var yfirleitt tiltölulega mildara, en þó kaldara en í meðallagi. Á nokkrum stöðvum á Vestfjörðum og við norðurströndina var hitinn um meðallag eða lítið eitt yfir því. Sjávarhitinn við strendur landsins var 0.3° yfir mcðallagi. Hlýjast var að tiltölu í sjó við Fagradal, 1.8° yfir meðallagi, en kaldast við Stykkishólm, 0.6° kaldara en venja er til. Urkoman mældist í rosku meðallagi við suðvesturströndina. Á flesturn þeim stöðvum í öðrum landshlutum, sem meðaltöl hafa, mældist úrkoman minni en í mcðal- ári. A Akureyri var úrkoman þó 2/3 umfram meðallag, og var hún hvergi meiri að tiltölu. Minnst var úrkoman miðað við meðallag á Tcigarhorni, tæplega J/3 af meðal- úrkomu. Verulegur hluti úrkomunnar féll scm snjór, en þá má búast við, að hún mælist illa, einkum ef snjóar í hvassviðri. Á Norðurlandi mun snjór hafa verið stærri hluti úrkomunnar en á Suðurlandi og því má gera ráð fyrir, að úrkoma nyrðra hafi mælzt verr en syðra. A þetta einkum við þær stöðvar, sem við ströndina liggja, en þar er jaiiiun stormasamara en í innsveitum. Um norðaustanvert landið voru úrkomu- dagar fleiri en í meðalári, en viðast annars staðar færri cn venja er til. Flestir voru úrkomudagar á Grímsstöðum, 8 umfram meðallag, en fæstir á Hæli, 10 færri en venja (45)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.