Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1949, Síða 1

Veðráttan - 02.12.1949, Síða 1
VEÐRÁTTAN 1949 ÁRSYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Tíðarfarið var óhagstætt að haustmánuðunum undanskildum. Loftvœgið á öllu landinu var 0.6 mb undir meðallagi. Meðalliiti ársins var 0.1° undir meðallagi. Sjávarhitinn var 0.2° undir meðallagi. Hlýjast var að tiltölu í sjó við austur- ströndina. Úrkoman var í rúmu meðallagi um miðbik Suðurlands og á Vestfjörðum. Annars staðar á landinu var úrkoma minni en í meðalári. Úrkoinan á Hrauni á Skaga mældist 632.3 mm og á Seyðisfirði 1115.3 fnm. Mest ársúrkoma mældist í Vík 2526.2 mm eða */5 umfram meðallag, en minnst á Grímsstöðum 304.3 mm. Veturinn 1948—1949 (des.—marz) var óhagstæður. Lengst af var snjóþungt og samgönguerfiðleikar yfirleitt miklir. Úrkoma mældist í meðallagi og hitinn 0.1° hærri en í meðallagi. Vorið (apríl-—maí) var mjög óhagstætt. Snjóþyngsli voru með afbrigðum mikil og víða horfði til vandræða vegna hagleysis og heyskorts. Hiti var 2.5° undir meðal- lagi, og hcfur ekkert vor það sem af er öldinni verið jafn kalt og þetta. Úrkoman var rösklcga ^/jq umfram meðallag. Sumarið (júní—sept.) var fremur óhagstætt. Grasspretta var þó allgóð, nema þar scm kal var í túnum. Heyskapartíð var víða stirð og heyfengur varð í rýrara lagi bæði að vöxtum og nýtingu. Hiti var 0.8° yfir meðallagi á öllu landinu. Tiltölulega hlýjast var um norðaustanvert landið. Úrkoman var tæplega % umfram meðallag og var hún tiltölulega meiri sunnan lands en norðan. Sólskinið í Reykjavík mældist 173.6 stundum skcmur en meðaltal 20 sumra. Á Akureyri mældist sólskin 47.6 stundum lengur cn mcðaltal 15—17 sumra. Haustið (okt.—nóv.) var lcngst af hagstætt, en uppskera úr görðum var yfirleitt rýr. Hiti var 1.2° yfir meðallagi og úrkoma rösklega 3/s af meðalúrkomu. Snjólag var um meðallag og hagar góðir. Jarðskjálftar. í Reykjavík mældust 44 jarðhræringar á árinu, en liugsanlegt er, að 5—6 þessara hræringa liafi stafað af sprengingum. Af þessum jarðskjálftum áttu 19 upptök í minna en 50 km fjarlægð frá Reykjavík, 2 í um 300 kin fjarlægð, 3 í 400—1500 km fjarlægð og 20 jarðskjálftar áttu upptök í meiri fjarlægð frá Reykjavík en 1500 km. Aðeins tvisvar á árinu er þess getið, að jarðskjálftar liafi fundizt á landiuu; í Rcykjavík 15. descmher (styrkleiki II stig) og á Siglufirði og Sigluuesi uin kvöldið þann 15. dcseinbcr og aðfaranótt 16. desember. Síðan 1924, er veðurstofan tók að hirta heimildir um jarðskjálfta, hcfir þeirra aldrei orðið eins lítið vart á íslandi og árið 1949. Veðurstofan. í aprílmánuði lauk Páll Bergþórsson prófi í veðurfræði eftir tveggja ára nám hjá sænsku veðurstofunni og var hann ráðinn veðurfræðingur á veðurstofunni frá 1. maí. Eftirtaldir aðstoðarmenn voru ráðnir á árinu: Guðný Sigfúsdóttir (15. jan.), Jakob Jakobsson (27. jan.), Halldór Jóhannsson (2. ágúst) og Herdís Ásgeirsdóttir (14. okt.). Þessir aðstoðarmenn hættu á árinu: Ragnlieiður Árnadóttir, (jan.), Helga Magnús- dóttir (28. febr.) og Margrét Ólafsdóttir (30. sept.). Borghild Edwald var ráðin (29. jan.) til að annast símagæzlu í staðinn fyrir Sigur- björgu Snorradóttur, sem liætti 28. febrúar. (49)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.