Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1949, Blaðsíða 2

Veðráttan - 02.12.1949, Blaðsíða 2
Ársyfirlit Veðráttan 1949 Eftirtaldir veðurfrœðinemar störfuðu um stundarsakir í stofnuninni: Adda Bára Sigfúsdóttir, Ari Guðmundsson, Davíð Stefánsson, Flosi Hrafn Sigurðsson, Gunnar H. Sigurðsson, Ingólfur Aðalsteinsson, Ólafur E. Ólafsson og Sigurbjörn Árnason. Magnús Jensson, loftskeytamaður, vann nokkurn tíma vegna fjarveru Jóns Baldvinssonar, Ioftskeytamanns. Veðurspám var útvarpað fimm sinnum á dag og endurteknar á ensku tvisvar á dag eins og að undanförnu. Haldið var áfram útgáfu mánaðarblaðsins „Veðráttan" og voru prentuð á árinu mánaðablöðin ágúst 1944—júní 1945 og ársyfirlit fyrir árið 1944. I ársbyrjun gengu í gildi binar nýju reglur um veðurskeyti, sem samþykktar voru á ráðstefnu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar í Washington 1947. Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, var fulltrúi veðurstofunnar á fundi, sem haldinn var í Stokkhólmi í maímánuði á vegum Evrópudeildar Alþjóðavcðurfræðistofnunar- innar og fjallaði um veðurskeytasendingar. Veðurstofustjóri sat ráðstefnu Evrópu- deildarinnar í London í júlímánuði. Fyrir þessari ráðstefnu lágu tillögur Stokkhólms- fundarins og allmörg önnur fundarefni, flest þeirra varðandi nýju reglurnar um veður- skeyti. Voru gerðar 18 samþykktir og 25 tillögur á ráðstefnunni. Það hafði mjög háð flugveðurþjónustunni fyrir Reykjavíkurflugvöll, að veður- stofan var ekki staðsett á flugvellinum sjálfum. Vegna eindreginna óska flugráðs var fallizt á að flytja veðurathuganir, veðurspár og loftskeytaþjónustu til flugvallarins, þó að önnur starfsemi veðurstofunnar yrði áfram í Sjómannaskólanum, þar sem ekki var hægt að fá nægilegt húsrými fyrir alla starfsemi veðurstofunnar á flugvellinum. Húsnæði var fengið í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli, og var unnið að viðgerð þess á árrau 1949. Veðurstöðvar. 1 maí hætti ólafur Björnsson, bóndi, veðurathugunum í Núpsdalstungu. Möðru- dalur byrjaði að senda veðurskeyti í júlí 1948. Möðrudalur þótti heppilegri veður- skeytastöð en Svartárkot, bæði vegna legu sinnar og einnig vegna þess, að þar höfðu áður verið gerðar veðurathuganir um margra ára bil. Athugunarstöðin í Svartárkoti var því lögð niður í sparnaðarskyni þ. 30. sept. 1949. í nóvember flutti Gunnþóra Gísladóttir úr Papey, og þar sem jörðin fór í eyði, varð að leggja vcðurstöðina niður. Er mikil eftirsjá að þeirri stöð, m. a. vegna þess, að í Papey höfðu verið gerðar ágætar veðurathuganir um mjög langt árabil. A tímabilinu 4. apríl til 1. okt. voru send auka- skeyti vegna flugsamgangna kl. 6 frá eftirtöldum stöðvum: Síðumúla, Kjörvogi. Hrauni á Skaga, Nautabúi, Grímsstöðum, Fagurhólsmýri, Æðey, Haukatungu, Þór- oddsstöðum og Möðrudal. í september tók Edda Magnúsdóttir við gæzlu sólskinsmælis á Akureyri af Áskeli Jónssyni. Úrkomumælingar á fjöllum. Mælanna við Hvalvatn var vitjað þ. 15. sept. og 12. okt. í fyrri ferðinni voru mælarnir tæmdir og rúmmál vökvans mælt. Ekki varð því við komið að vega vökvann, en með þeirri aðferð verður niðurstaða nákvæmari. Árangur mælinganna varð: Staðsetning mælis Hœð yfir sjó Tímabil Úrkomumagn 390 m 380 m 470 m 12/10 1948—ls/9 1949 21/10 1948—16/fl 1949 »/, 1947—16/9 1949 1198 mm 1728 mm (óviss vegna leka) 3691 mm (50) Frh. á bls. 54.

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.