Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.02.1955, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.02.1955, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1955 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Febrúar TÍÖarfariÖ var lengst af hæglátt mi8að við árstima, snjór var allmikill og kalt í veðri. Gæftir voru mjög góðar, en afli æði misjafn. Togarar öfluðu vel framan af, en minna undir lok mánaðarins. Fyrstu þrjá dagana var lægðasvæði suður og suðaustur í hafi og allhvöss norð- austlæg átt (þ. 1. Rh. NE 11, Lmbv. NE 10, Æð. NNE 10, NE 10, Skrk. NE 10, Lf. NE 10; þ. 2. Rh. NE 11, Lmbv. vh. 10, Hbv. NE 10, Vm. E 10, Lf. ENE 10) með snjó- eða slydduéljum norðan lands og austan. Hitinn var frá 1° yfir meðallagi að 2° undir því. Þ. 4. varð vindátt norðlæg (Ghg. NNW 10), og barst þá kalt heimskautaloft inn yfir landið. Var það háþrýstisvæði yfir Grænlandi, sem olli breytingunni, og hélzt kulda- kafli þessi fram til þ. 9. Hitinn þ. 5. og 7. var 7° undir meðallagi, og voru það köld- ustu dagar mánaðarins að tiltölu. Aðra daga þessa tímabils var 5°—6° kaldara en venja er til. Eftir þ. 9. þokaðist háþrýstisvæði suður fyrir landið. Var yfirleitt hæg breytileg átt fram til þ. 16., nema helzt þ. 13. og 14. (Þ. 13. Gr. W 10; þ. 14. Hbv. W 10). Hitinn var frá 3° yfir meðallagi að 3° undir því. Var 15. ásamt þ. 28. mildasti dagur mánaðarins að tiltölu. Dagana 17.—21. færðist lægð austur yfir landið. Var norðanátt ríkjandi þ. 17., (Ghg. N 11, Dt. N 10, Skrk. N 10), en annars hægviðri. Hitinn var 3°—5° lægri en í meðalári þessa fimm daga. Um allt sunnanvert landið var yfirleitt þurrt þ. 4.—21., en norðan Jands var lítils háttar snjókoma þ. 4.—9. og þ. 17.—18. Dag- ana 22.—28. var hitinn frá 1° undir meðallagi að 3° yfir þvi. Þ. 22. var lægð fyrir vestan land og sunnanátt hér á landi. Daginn eftir var breytileg átt, en þann dag færðist hæð austur á bóginn fyrir norðan landið. Þ. 24. kom lægð suðvestan úr hafi upp að Reykjanesi og fór norður yfir Vestfirði daginn eftir. Síðasta dag mánaðarins fór djúp lægð norður yfir landið. Þ. 24.—28. var vindátt mjög breytileg, þó voru austan- og vestanáttir tíðastar. (Þ. 24. Vm. E 10; þ. 25. Gltv. NE 10, Hbv. NE 10; þ. 27. Vm. E 11, ESE 13, SSE 10; þ. 28. Lmbv. NE 10, Gltv. NE 10, Hbv. NNE 10, Vm. WSW 10, W 10). Dagana 22.—28. var nokkur úrkoma víðast hvar, einkum rigndi þ. 27. á Austfjörðum og Suðausturlandi. LoftvægiÖ var 13.4 mb yfir meðallagi, frá 11.6 mb á Hólum að 15.3 mb á Galtarvita. Hæst stóð loftvog á Galtarvita þ. 14. kl. 1, 1039.4 mb, en lægst í Vestmannaeyjum þ. 28. kl. 7, 948.2 mb. Hitinn var 2.1° undir meðallagi á öllu landinu. Er þetta óvenju kaldur mánuður, og hefur ekki orðið jafnkalt í febrúar síðan árin 1931 og 1935. Kaldast var að tiltölu í innsveitum, en mildara með ströndum fram. Sjávarhitinn við strendur landsins var 0.8° undir meðallagi, frá 0.8° yfir meðailagi við Kjörvog að 1.8° undir þvi við Reykjavík. Sjávarhiti við Gróttu mældist -0.2° og við Grindavík 4.7°. Úrkoman á öllu landinu var ekki nema tæpur helmingur af meðalúrkomu. Á Aust- fjörðum og Suðausturlandi mældist úrkoman 50—80% af meðalúrkomu, en í öðrum iandshlutum var hún yfirleitt innan við helming þess, sem venja er til. Mest mældist úrkoman að tiltölu á Djúpavogi, % af meðalúrkomu, en minnst í Fagradal, rösklega Vio af meðalúrkomu. Úrkoman í Stóra-Botni mældist 22.5 mm, á Eyrarbakka 53.6 mm og í Grindavík 39.5 mm. Úrkomudagar voru alls staðar færri en i meðalári nema á Norðausturlandi. Sunnan lands voru úrkomudagar víðast 8—10 færri en venja er til. Þoka var fátíðari en i meðalári á flestum stöðvum, sem meðaltöl hafa. Þ. 15. og 16. (5)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.