Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.04.1955, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.04.1955, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1955 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Apríl VeÖráttan var hagstæð fram yfir miðjan mánuð, en versnaði seinni hlutann. Gæftir voru allmisjafnar en afli í góðu meðallagi. Yfirleitt voru fjallvegir greiðfærir miðað við árstíma. Fyrstu 18 daga mánaðarins var hitinn 3°—7° hærri en í meðalári nema þ. 15., en þann dag var aðeins 2° hlýrra en venja er til. Miðað við meðallag var hlýjast í mán- uðinum þ. 14., 16. og 17. Fyrstu 8 daga þessa tímabils var lengst af suðaustan- og austanátt (Vm. þ. 5. E 10; þ. 7. E 11; þ. 8. ESE 12) og lægðasvæði fyrir sunnan og suðvestan land. Nokkur úrkoma var víða þessa daga, einkum á Suðurlandi og Aust- fjörðum. Þ. 9. fór lægð norður yfir landið, og fram til þ. 18. fóru tvær aðrar lægðir norður Grænlandshaf, en alla þessa daga var háþrýstisvæði fyrir austan land. Vind- áttin var mjög breytileg, en þó oftast milli suðausturs og vesturs (þ. 11. Vm. SW 10, Vst. SSE 10, SSW 10; þ. 12. Rvk. W 10, Skrk. S 11, Vm. SW 12, WSW 11, W 10, Vst. SSE 10; þ. 14. Gltv. SW 10, Hbv. SW 10; þ. 16. Vm. ESE 10). Úrkoma var töluverð um vestan- og sunnanvert landið alla dagana en hverfandi litil á Norðausturlandi. Sér- staklega rigndi mikið á Vestur- og Norðurlandi þ. 18. Dagana 19.—22. var hitinn frá meðallagi að 2° undir því. Miðað við meðallag var kaldast í mánuðinum þ. 20. Yfir landinu var háþrýstisvæði, en síðasta daginn var grunn lægð skammt suðvestur af Reykjanesi. Var hæg, breytileg átt og úrkomulítið þessa daga. Þó var nokkur úrkoma þ. 22. víðast hvar. Frá þ. 23. og fram að mánaðamótum var þrálát austanátt og oft allhvasst. (Þ. 23. Vm. E 10; þ. 24. Vm. E 11; þ. 25. Vm. ESE 10, E 11, SE 10, Kvk. ESE 10, Vst. SE 11; þ. 28. Rh. ENE 10, NE 10, Lmbv. NE 10, vh. 11, Æð. NNE 10, Ls. E 10, Vm. E 12; þ. 29. Rh. ENE 10, NE 10, Vm. E 10; þ. 30. Vm. E 10). Lægðasvæði var suður i hafi þessa daga. Var úrkomusamt allsstaðar á landinu, þó var úrkomumagnið lítið um vest- anvert landið. Stórrigningu gerði á Suðausturlandi þ. 24. og á Austfjörðum daginn eftir. Hitinn var 1° undir meðallagi þ. 23. og daginn eftir i réttu meðallagi, en frá þ. 25. til þ. 30. var 1°-—4° hlýrra en venja er til. Loftvægiö var 2.0 mb undir meðallagi á öllu landinu, frá 0.7 mb yfir meðallagi á Dalatanga að 4.0 mb undir því á Reykjanesi. Hæst stóð loftvog á Dalatanga frá 15. kl. 22 til 16. kl. 1, 1035.0 mb, en lægst á Reykjanesi þ. 9. kl. 6, 977.7 mb. Hitinn var 3.3° yfir meðallagi, og hefur ekki orðið jafn hlýtt í aprílmánuði síðan árið 1938. Víðast hvar með ströndum fram var hitinn 2°—3° yfir meðallagi, þó var hlýrra við vesturströndina. 1 innsveitum var yfirleitt 3°—4° hlýrra en venja er til. Sjávarhitinn við strendur landsins var 0.6° yfir meðallagi, frá meðallagshita við Teigarhorn að 1.2° yfir meðallagi við Raufarhöfn. Sjávarhitinn við Gróttu við Sel- tjarnarnes var 4.8° og við Grindavík 6.2°. Úrkoman á öllu landinu var % umfram meðallag. Um norðaustanvert landið var minni úrkoma en í meðalári, en í öðrum landshlutum mældist meiri úrkoma en venja er til. Mest mældist úrkoman að tiltölu á Hólum, 230% af meðalúrkomu, en minnst á Húsavík, % af því, sem venja er til. Úrkomudagar voru fleiri en í meðalári á Austur- og Suðurlandi, en á Vestur- og Norðurlandi voru víða færri úrkomudagar en venja er til. Úrkoman í Stóra-Botni mældist 73.3 mm, á Eyrarbakka 123.5 mm og í Grinda- vík 145.2 mm. Þoka var venju fremur tíð, einkum um austanvert landið. Um þoku var getið alla daga nema þ. 20.—24. Þ. 3.—5. var þoka á 16—20 stöðvum, þ. 2., 9. og 16,—17, á (13)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.