Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.05.1955, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.05.1955, Blaðsíða 1
VEÐRATTAN 1955 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ A VEÐURSTOFUNNI Maí VeÖrátta var köld og þurrviðrasöm fyrri hlutann, en heldur hlýnaði upp úr miðjum mánuði. Sauðburður gekk vel víðast hvar. Grasspretta var léleg vegna þurrka. Gæftir voru góðar framan af, en afli lélegur. Vertíð lauk víðast um miðjan mánuð. Fyrstu fimm dagana var austan- og síðar norðaustanátt rikjandi. Fyrir vestan Bret- landseyjar var lægð, sem hreyfðist norðaustur á bóginn til Noregs. Úrkoma var lítil nema á Austfjörðum. Þ. 6. og 7. var hæg breytileg átt hér á landi. Þ. 6. var víða lítils háttar rigning, en þurrt um vestan- og sunnanvert landið daginn eftir. Þessa sjö daga var hiti frá meðallagi að 2° yfir því. Eftir fyrstu viku mánaðarins fór veður kólnandi. Þ. 8.—11. var 1°—3° kaldara en í meðalári. Fyrir vestan Island og yfir hafinu milli Islands og Noregs voru lægðasvæði. Norðlægur vindur var ríkjandi (þ. 9. Ghg. NNW 10). Fyrstu dagana var yfirleitt þurrt, en þ. 11 voru nokkur él á Norðausturlandi. Dagana 12.—16. gerði harðan frosta- kafla. Hitinn var 7° lægri en i meðalári þ. 14., og var það kaldasti dagur mánaðarins að tiltölu. Aðra daga var 5°—6° kaldara en venja er til. Þessa daga var norðanátt (þ. 12. Rh. N 10, Ghg. NNE 10, Skrk. NW 10, Vm. N 10, NNE 13; þ. 13. Vm. NNE 10) og slydda eða snjókoma norðan lands. Yfir Grænlandi var háþrýstisvæði fram til þ. 20. Eftir þ. 16. var vindur hægari og vindátt breytileg. Hitinn var 2°—3° lægri en í meðal- ári þ. 17.—20. Yfirleitt var þurrt þessa fjóra daga. Eftir þ. 20. fór hlýnandi, þ. 26. var hitinn 5° yfir meðallagi, og var það hlýjasti dagur mánaðarins að tiltölu. Aðra daga fram að mánaðamótum var 1°—4° hlýrra en í meðalári. Þ. 21.—23. var háþrýstisvæði fyrir sunnan og austan land, víðast hvar úr- komulaust og hægviðri. En dagana 24.—28. var djúp lægð suðvestur og suður í hafi og hvöss austanátt við suðurströndina (Vm. þ. 26. ESE 10, E 11; þ. 27. E 10; þ. 28. E 10). Á Suðurlandi var lítilsháttar úrkoma þessa daga, en úrkomulaust og sums staðar létt- skýjað í öðrum landshlutum. Þ. 29. fór lægð norður Grænlandshaf og síðan austur á bóginn fyrir norðan land. Var tviátta hér á landi þá daga; norðvestlæg átt um vestan- vert landið, en sunnan- og suðaustanátt annars staðar (þ. 29. Vm. ESE 10, E 10, Vst. SE 10). Nokkur úrkoma var um sunnan- og vestanvert landið, einkum þ. 30. Loftvœgiö var 1.8 mb yfir meðallagi, frá 0.8 mb í Vestmannaeyjum að 2.6 mb á Galtarvita. Hæst stóð loftvog á Galtarvita þ. 13. kl. 23, 1030.0 mb, en lægst á Hólum þ. 4. kl. 13 og sama dag í Vestmannaeyjum kl. 8—14, 993.2 mb. Hitinn var 0.1° yfir meðallagi. Um vestanvert landið var hiti yfirleitt frá meðallagi að 1° yfir því, og á Norðurlandi var einnig viðast nokkru hlýrra en í meðalári. 1 öðr- um landshlutum var yfirleitt heldur kaldara en venja er til. Sjávarhitinn við strendur landsins var 0.3" undir meðallagi, frá 0.5° yfir meðallagi við Grímsey að 1.5° undir því við Kjörvog. Sjávarhiti við Gróttu var 6.9° og við Grindavik 7.5°. Úrkoman á öllu landinu var % af meðalúrkomu. Aðeins í Fagradal mældist meiri úrkoma en venja er til, 50% meiri en í meðalári. Víða á landinu var úrkoman innan við helming þess, sem venja er til. Minnst var hún að tiltölu á Teigarhorni, % af meðal- úrkomu. Úrkomudagar voru yfirleitt færri en i meðalári nema um norðaustanvert landið. Á þeim stöðvum, sem meðaltöl hafa, frá Teigarhorni suður og vestur um Iand til Flateyrar, töldust úrkomudagar 4—9 færri en í meðalári. Úrkoman í Stóra-Botni mældist 24.7 mm, á Eyrarbakka 60.0 mm og í Grindavík 36.7 mm. Þoka var yfirleitt venju fremur fátíð. Um þoku var getið fyrstu 8 daga mánaðarins og 10 síðustu dagana. Þ. 29. var þoka á 22 stöðvum, þ. 1., 28. og 30.-31. á 10—16 stöðvum, þ. 2.-8. á 1—5 stöðvum og þ. 22.-27. á 4—8 stöðvum. Vindar milli norðurs og norðausturs voru oftar en venja er til, en sunnan og suð- vestan átt var fátíðari en í meðalári. Logn var sjaldnar en venja er til og veðurhæð tæplega % stigi meiri en í meðallagi. Stormdagar voru yfirleitt fáir eins og venja er (17)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.