Veðráttan

Ukioqatigiit

Veðráttan - 01.06.1955, Qupperneq 1

Veðráttan - 01.06.1955, Qupperneq 1
VEÐRÁTTAN 1955 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Júní Grasspretta var léleg framan af vegna þurrka, en það vel rættist úr, að í mánaðar- lok var víðast fullsprottið. Aflabrögð togara voru yfirleitt góð, en smærri fiskiskip voru að búa sig út á síldveiðar. Fyrstu sex dagana var austlæg átt ríkjandi (þ. 2. Vm. E 10). Yfirleitt var þurrt þessa daga og stundum léttskýjað. Suður í hafi var lægð, en háþrýstisvæði fyrir norðan og austan land. Þ. 7.—9. var smálægð kyrrstæð yfir landinu, hægviðri og víða lítils- háttar rigning. Hlýjustu dagar mánaðarins að tiltölu voru 2. og 3., þá var 4° hlýrra en í meðalári, en aðra daga fram til þ. 9. var hiti frá 1° undir meðallagi að 3° yfir þvi. Norðlæg og austlæg átt var rikjandi dagana 10.—13. Nokkur rigning var um norðan- og austanvert landið, og þ. 12. snjóaði í fjöll norðan lands. Að kvöldi þ. 13. var allhvöss suðaustanátt og töluverð rigning við suðurströndina, en dagana 14.—16. var hæg breytileg átt og yfirleitt þurrt veður um allt land. Kaldast í mánuðinum að tiltölu var þ. 13., en þá var 3° kaldara en í meðalári. Aðra daga milli 10. og 16. var hiti frá meðallagi að 2° undir því. Lægðir voru fyrir sunnan og suðaustan land dag- ana 10.—14., en þ. 15. og 16. fór háþrýstihryggur suðaustur yfir landið. Lægð fór austur á bóginn fyrir sunnan land þ. 17.—21. Var suðaustan- og austan- átt (þ. 19. Vm. E 10) og rigningar syðra, en hægviðri og þokusúld nyrðra. Gerði stórrigningu á Suðausturlandi þ. 19. Þessa fimm daga var hitinn frá meðallagi að 2° yfir þvi. Dagana 22.—24. fór lægðin norður á bóginn milli Islands og Noregs. Kólnaði þá í veðri með norðan- og norðaustanátt og rigningu, einkum norðan lands og austan. Hitinn var 1°—2° lægri en i meðalári. Næstu tvo daga, þ. 25. og 26., var sunnan og suðaustan átt og rigning á Suður- landi, en bjart veður nyrðra. Þ. 27. og 28. var lægð yfir landinu, og þ. 29. fór lægð vestur yfir landið. Þessar lægðir ollu breytilegri átt og rigningu um allt land. Eink- um rigndi þ. 28. og 29. á Norðausturlandi og Austfjörðum. Hitinn var 1° yfir meðal- lagi þ. 25. og 26., en þ. 27.—30. frá meðallagi að 2° undir þvi. LoftvægiO á öllu landinu var 0.3 mb undir meðallagi, frá 0.7 mb yfir meðallagi á Dalatanga að 1.4 mb undir því í Vestmannaeyjum. Hæst stóð loftvog á Dalatanga þ. 6. kl. 20—22, 1029.9 mb, en lægst á sama stað þ. 29. kl. 5, 987.3 mb. Hitinn á öllu landinu var til jafnaðar 0.7° yfir meðallagi. Hlýjast var að tiltölu í innsveitum á Suðvesturlandi og á Vestur- og Norðausturlandi eða yfirleitt 1°—2° hlýrra en í meðalári. Kaldast var að tiltölu með ströndum fram á Austur- og Suður- landi, en þar var hitinn viða lítið eitt undir meðallagi. Vægt frost mældist nokkrum sinnum í mánuðinum. Þ. 3. mældist frost á Dalatanga; þ. 7. í Möðrudal og Gunnhildar- gerði; þ. 8. á Hofi og Hallormsstað; þ. 13. í Möðrudal; þ. 14. á Grímsstöðum; þ. 16. á Barkarstöðum, Grimsstöðum, Hofi, Möðrudal, Gunnhildargerði, Egilsstöðum og Þing- völlum; þ. 24. á Barkarstöðum og þ. 25. í Möðrudal. Sjávarhitinn við strendur landsins var 0.6° yfir meðallagi. Hlýjast var að tiltölu við Grindavik, hiti 2.1° yfir meðallagi, en kaldast við Vestmannaeyjar, 0.1° kaidara en í meðalári. Sjávarhiti við Gróttu mældist 9.8° og við Grindavik 11.6°. Úrkoman á öllu landinu mældist í meðallagi. Um norðvestanvert landið og á Aust- urlandi var hún minni en í meðalári, en annars staðar á landinu var yfirleitt meiri (21)

x

Veðráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.