Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.07.1955, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.07.1955, Blaðsíða 1
VEÐRATTAN 1955 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Júlí Tíöarfarið var mjög óhagstætt á Suður- og Vesturlandi, en að sama skapi hagstætt á Norður- og Austurlandi. Um sunnan- og vestanvert landið var með afbrigðum óþurrka- samt, og víða náðist ekkert hey inn í hlöður nema vothey. Á Norðausturlandi og Aust- fjörðum gekk heyskapur mjög eftir óskum, en á vestanverðu Norðurlandi var heldur óþurrkasamt. Gæftir voru góðar á miðunum við Norðurland, en afli lítill. Þrjá fyrstu daga mánaðarins var norðaustlæg og austlæg átt hér á landi. Fyrir suð- austan land var lægð, sem hreyfðist austur á bóginn, en hæð fyrir norðaustan og síðan austan land. Um austanvert landið var lítils háttar rigning þessa daga, og þ. 1. gerði síðdegisskúrir á Suðvesturlandi. Hitinn var frá meðallagi að 1° yfir því. Að morgni þ. 4. var komin suðvestlæg átt hér á landi vegna lægðar á Grænlandshafí. Þ. 5. fór lægðin norður með vesturströndinni, og var hvöss sunnan- og suðvestanátt þann dag og daginn eftir (þ. 5. Gltv. SW 10). Þurrt veður var að mestu um austanvert landið, frá Eyjafirði til Austfjarða, en í öðrum landshlutum var rigning. Þessa þrjá daga var hiti frá meðallagi að 1° yfir því. Sama veðurlag hélzt dagana 7.—14., nema hvað vindur var yfirleitt hægari, þó var hvassviðri talið á 4—5 stöðvum þ. 8. og 14. Lægðir voru á hreyfingu norður Grænlands- haf og norðaustur fyrir land. Úrkoma var dag hvern á Suður- og Vesturlandi, einkum rigndi þar mikið 7.—8. og 12.—13. Þ. 11. var að mestu þurrt á Suðausturlandi. Á Norð- austur- og Austurlandi var yfirleitt þurrt og bjart, þó náði úrkoman til Austf jarða sunn- anverðra síðustu tvo dagana. Á Norðurlandi var einnig þurrt að mestu nema tvo síðustu dagana. Hiti á öllu landinu var frá meðallagi að 2° yfir því. Dagana 15.—18. var úrkoma um allt land. Þ. 15. og 16. voru lægðir norðan og norð- austan við landið, en síðari tvo dagana voru lægðir á Grænlandshafi. Þ. 15. og 16. var hiti á öllu landinu 1° undir meðallagi, og voru það köldustu dagar mánaðarins að til- tölu, ásamt þ. 30. Á Austfjörðum var þó hlýrra en í meðalári þessa daga, eins og flesta daga mánaðarins. Þ. 17. og 18. var hiti í meðallagi. Aftur brá til bjartviðris á Norðaustur- og Austurlandi dagana 19.—20., en rigningar héldust i öðrum landshlutum. Mest var úrkoman á sunnanverðum Vestf jörðum. Vindátt var yfirleitt suðlæg og suðvestlæg og víða allhvasst þ. 19. (Mðrd. WSW 10). Þ. 21. fór lægð austur með norðurströndinni, og þann dag rigndi töluvert um allt land, einkum á Suðausturlandi. Víða var hvasst (Hlh. SSE 10). Þessa þrjá daga var hiti 1°—2° yfir meðallagi. Dagana 22.—30. var vindur stöðugt milli suðausturs og suðvesturs, og stundum var hvasst (þ. 30. Ghg. WSW 10 og S 10). Lægðir voru á Grænlandshafi. Rigningar héldust áfram á Suður- og Vesturlandi, en norðan lands og austan var yfirleitt þurrt og oft bjart nema þ. 27. og 28. Þ. 24. var 4° hlýrra en í meðalári, og var það heitasti dagur mánaðarins. Aðra daga þessa tímabils var hitinn frá 1° undir meðallagi að 2° yfir því. Síðasta dag mánaðarins var hægviðri og úrkomulaust um allt land að heita mátti. Hiti var í meðallagi. LoftvægiÖ var 2.0 mb undir meðallagi, frá 0.2 mb yfir meðallagi á Hólum að 4.8 mb undir því á Galtarvita. Hæst stóð loftvog á Hólum þ. 24. kl. 20—24, 1022.3 mb, en lægst á Raufarhöfn þ. 13. kl. 22, 986.5 mb. Hitinn var til jafnaðar 0.9° yfir meðallagi. Vik hitans frá meðallagi var mjög breyti- legt eftir landshlutum. Hlýjast var að tiltölu um norðaustanvert landið, en þar var víð- ast 2°—3%° hlýrra en venja er til. Kaldast var eftir hætti um suðvestanvert landið, hiti frá meðallagi að 1° undir því. Sjávarhitinn við strendur landsins var 0.8° yfir meðallagi. Við norðan og norðaustan- vert landið var mun hlýrra en venja er til, en annars staðar var sjávarhiti minni en í meðalári eða nálægt meðallagi. Hlýjast var að tiltölu í sjó við Grímsey, 2.7° yfir meðal- lagi, en kaldast við Reykjavík, 1.1° undir meðallagi. Sjávarhiti við Gróttu mældist 11.6° og við Grindavík 11.2°. Úrkoman á öllu landinu var % umfram meðallag. Á S.uður- og Vesturlandi var úr- koman til jafnaðar 130% umfram meðallag, en á Norður- og Austurlandi var hún um (25)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.