Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.08.1955, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.08.1955, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1955 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Ágúst TíSarfariÖ var mjög óhagstætt um sunnan- og vestanvert landið, en hagstætt norðan lands og austan. Til vandræða horfði vegna óþurrka á Suður- og Vesturlandi, en hey- skapur gekk vel á Norður- og Austurlandi. Gæftir voru stirðar og afli lítill. Fyrstu þrjá daga mánaðarins var vestlæg átt. Háþrýstisvæði var sunnan við land, en iægð norður i hafi. Um vestanvert landið var lítils háttar rigning þ. 2. og 3., en annars var yfirleitt þurrt. Dagana 4. og 5. fór lægð norður Grænlandshaf og siðan aust- ur með norðurströndinni. Þ. 4. var suðvestan- og sunnanátt og rigning um allt land, en daginn eftir snerist vindur til norðurs. Var þá litilsháttar rigning nyrðra, en bjart veður syðra. Þ. 6. fór háþrýstihryggur austur yfir landið. Vindátt var breytileg og víða létt- skýjað. Hiti var frá meðallagi að 1° yfir því þessa sex daga. Sifelldar úrkomur voru sunnan lands og vestan dagana 7.—15. Þó var úrkomulítið þar þ. 12. Stórrigningu gerði um miðbik Suðurlands þ. 10.—11. Á Norðaustur- og Aust- urlandi var að mestu þurrt nema þ. 8.—9. Á Norðurlandi var aftur á móti litils háttar úrkoma suma dagana. Lægðir voru á hreyfingu norður Grænlandshaf eða norður yfir landið og vindar milli suðausturs og suðvesturs lengst af ríkjandi. Vindur var oft hvass (þ. 8. Ghg. WSW 10; þ. 9. Hsd. S 10, Hlh. SSW 10; þ. 10. Gltv. SE 10, Krv. WSW 10, Sg. SSW 10). Þ. 7. var 3° hlýrra en í meðalári. Hiti komst aldrei hærra yfir meðallag í þessum mánuði, en jafnhlýtt var að tiltölu dagana 22. og 23. Aðra daga þessa tímabils var hiti frá meðallagi að 2° yfir því. Dagana 16. og 17. var víðast úrkomulítið á óþurrkasvæðinu og yfirleitt þurrt veður um miðbik Suðurlands. Á Austurlandi rigndi nokkuð báða dagana, en fyrri daginn var úrkomulaust að mestu á Norðurlandi. Vindur var hægur. Grunnar lægðir voru sunnan og norðaustan við land. Hiti var frá meðallagi að 1° yfir því. Djúp lægð kom suðvestan úr hafi þ. 18. og fór norður yfir land þ. 19. Lægðin olli hvassviðri og rigningu um allt land (þ. 18. Rh. NE 11, Lmbv. NE 10, Kvgd. ENE 10, E 10, Vm. E 13, Smst. vh. 10; þ. 19. Vm. SW 10, Smst. vh. 10; þ. 20. Smst. vh. 10). Önnur alldjúp lægð fór norður með vesturströndinni þ. 23. (þ. 23. Rvk. S 10, SSE 10, Krv. SSW 10, Hlh. SSE 10, Þrv. S 10; þ. 25. Vm. W 10). Stöðugar úrkomur voru sunnan lands og vestan fram til 25., en eftir þ. 19. var að mestu þurrt um norðaustan- og austanvert landið, og á Norðurlandi öllu mátti heita þurrt þ. 23. og 24. Þessa daga (18.—25.) var hiti frá meðallagi að 3° yfir því. Þ. 26. fór lægð norðaustur á bóginn norðan við land. Vindur var víða hvass (þ. 26. Hlh. SSW 10; þ. 27. Skrk. S 10), en veður að mestu þurrt um allt land. Þ. 28. tók enn að rigna á Suður- og Vesturlandi, og lítils háttar úrkoma var á öllu Norðurlandi. Þ. 29. var lægð vestan við landið. Daginn eftir fór lægðin austur yfir landið, og gerði þá hvassa norðanátt (þ. 30. Lmbv. N 11, Hval. N 10, Kvgd. NNW 10; þ. 31. Fgdl. WNW 10, Ghg. vh. 10, Dt. NW 10, Vm. W 10). Á Suðurlandi var úrkomulítið þ. 31., en annars var rigning á öllu landinu og sums staðar slydda niður undir sjó á Norðurlandi og Vestfjörðum þ. 30. og 31. Þ. 26.—29. var hiti frá meðallagi að 2° yfir því, en þ. 30. og 31. var 2° kaldara en í meðalári, og voru það köldustu dagar mánaðarins. LoftvægiS var 3.8 mb undir meöallagi, frá 1.2 mb á Hólum að 6.8 mb á Galtarvita. Hæst stóð loftvog á Dalatanga þ. 6. kl. 14, 1024.3 mb, en lægst í Vestmannaeyjum þ. 19. kl. 4—5, 965.9 mb. Hitinn var 1.3° yfir meðallagi á öllu landinu. Hlýjast var að tiltölu á Norðaustur- landi, en þar var yfirleitt 3°—4° hlýrra en i meðalári. Um suðvestanvert landið var yfirleitt heldur kaldara en í meðalári. Með ströndum fram vestan lands var hiti frá meðallagi að %° yfir því, en í öðrum landshlutum var víðast 1°—2%° hlýrra en í meðalári. Hvergi mældist frost nema á Barkarstöðum og í Möðrudal. Sjávarhitinn við strendur landsins var 0.1° undir meðallagi. Við suður- og vestur- ströndina var yfirleitt kaldara en venja er til, en við norður- og austurströndina var hlýrra en í meðalári. Kaldast var að tiltölu í sjó við Reykjavík, 1.3° undir meðallagi, en hlýjast við Fagradal, 2.1° yfir meðallagi. Sjávarhiti við Gróttu mældist 10.9° og við Grindavík 10.2°. (29)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.