Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.10.1955, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.10.1955, Blaðsíða 1
VEÐRATTAN 1955 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Október Tíðarfariö var talið hagstætt um allt land, þó að fremur kalt væri í veðri lengst af. Snjókoma var mjög litil á Suður- og Vesturlandi, og þar var kúm sums staðar beitt allan mánuðinn. Samgöngur voru greiðar. Gæftir voru góðar. Afli togara var mjög góður framan af, en heldur tregari er á leið. Allgóður bátaafli var við Austfirði, og síldarafli við Suður- og Vesturland var yfirleitt sæmilegur. Fyrsta dag mánaðarins fór lægð austur á bóginn fyrir sunnan land, og var þá austanátt með rigningu sunnan lands og á Austfjörðum. Daginn eftir var breytileg átt og léttskýjað, nema suðaustan lands. Þann dag þokaðist háþrýstisvæði austur yfir landið. Þ. 3. var suðaustanátt vegna lægðar á Grænlandshafi. Lægðin fór norður yfir Vestfirði daginn eftir. Var sunnan- og suðvestanátt þ. 4. og 5., en þ. 6. var hæg, breyti- leg átt um allt land. Um sunnan- og vestanvert landið var nokkur úrkoma dag hvern þ. 3.—6., en annars staðar var þurrt, nema þ. 4. Hiti var frá meðallagi að 2° undir því. Dagana 7.—13. var vindáttin milli norðurs og austurs (Rh. þ. 12. NE 10, ENE 10; þ. 13. NE 10). Þetta tímabil fóru lægðir austur með suðurströndinni og siðan norð- austur á bóginn. Þ. 10. fór grunn lægð norðaustur yfir landið, og olli hún suðvestan- átt á Suðausturlandi og Austfjörðum þann dag. Alla þessa daga var skýjað og viða rigning. Tvo síðustu dagana var snjókoma í útsveitum nyrðra. Hitinn var frá 2° undir meðallagi að 1° yfir því. Hæð var yfir Grænlandshafi dagana 14.—17., og þokaðist hún smám saman suður á bóginn. Var fyrst norðanátt með snjókomu nyrðra, en síðan vestan- og suðvestanátt og yfirleitt þurrt veður. Þ. 18. hreyfðist djúp lægð hratt suðaustur á bóginn fyrir sunnan land, og olli hún austan- og norðaustanátt með rigningu eða snjókomu víðast hvar, en tvo næstu daga var hægviðri og þurrt veður. Hitinn var 4° lægri en venja er til þ. 14., og var það kaldasti dagur mánaðarins miðað við meðallag, en þ. 15.—20. var hitinn frá meðallagi að 3° undir því. Þ. 21. tók hlýtt loft að berast inn yfir landið með suðvestlægri átt (þ. 23. Vm. SW 10). Þ. 21. og 22. var hitinn 4° yfir meðallagi, og voru það hlýjustu dagar mán- aðarins miðað við meðallag, en þ. 23. og 24. var 2°—3° hlýrra en í meðalári. Þessa daga fór lægð norður Grænlandshaf, og var úrkomusamt sunnan lands og vestan. Einkum rigndi mikið á Suðurlandi þ. 21. Dagana 25.—28. hreyfðist háþrýstisvæði suður Grænlandshaf, var norðanátt fyrst í stað, en síðan snerist vindur til vesturs. Þessa daga var lítils háttar rigning vestan lands. Þrjá síðustu daga mánaðarins var austanátt rikjandi. Lægð hreyfðist hægt aust- ur á bóginn suður í hafi og dýpkaði. Rigning var um sunnan- og vestanvert landið. Hitinn var frá meðallagi að 2° undir þvi þ. 25.—27., þ. 28. var 2° hlýrra en i meðalári, en síðustu þrjá dagana var hitinn í meðallagi. Loftvœgið var 5.1 mb yfir meðallagi, frá 4.5 mb á Dalatanga að 5.6 mb í Reykjavík og á Reykjanesi. Hæst stóð loftvog í Reykjavík þ. 15. kl. 1, 1033.0 mb, en lægst í Vest- mannaeyjum þ. 8. kl. 14—15, 984.9 mb. Hitinn var 0.7° undir meðallagi á öllu landinu. Um austanvert landið var yfirleitt 1°—2° kaldara en i meðalári, þó var sums staðar heldur mildara með ströndum fram. Um vestanvert landið var hiti yfirleitt nálægt meðallagi, en víðast heldur kaldara en venja er til. Sjávarhitinn við strendur landsins var 0.4° undir meðallagi. Kaldast var að tiltölu við Grindavík, 1.6" undir meðallagi, en hlýjast við Fagradal, 1.1° yfir því. Sjáyarhiti við Grindavík mældist 6.4°. (37)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.