Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.11.1955, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.11.1955, Blaðsíða 1
VEÐRATTAN 1955 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Nóvember TíGarfariÖ var hagstætt. Mánuðurinn var óvenju hlýr. Snjór var litill, hagar góðir og samgöngur greiðar. Sauðfé gekk víðast sjálfala. Afli var yfirleitt góður, en nokkuð misjafn. Gæftir voru fremur stirðar lengst af. Fyrstu 10 daga mánaðarins var stöðug austan- og norðaustanátt. Suður í hafi var djúpt lægðasvæði, sem hreyfðist hægt norðaustur á bóginn austur fyrir landið. Fyrstu fjóra dagana var hvassviðri, en síðan lægði, (þ. 1. Arn. NE 10, Hsd. NE 10, Rh. NE 10, NNE 10, Lmbv. vh. 10, Kvgd. ENE 10, Vm. E 14, Smst. E 10, NE 12; þ. 2. Hsd. NE 10, ENE 12, Rh. NE 11, Lmbv. NE 11, Kvgd. ENE 10, Hbv. ENE 10, Krv. E 12, Sg. ENE 10, NE 10, Rfh. ENE 10, Fghm. ENE 10, Vm. E 12, Smst. NE 10, Hæll ENE 10; þ. 3. Hsd. ENE 10, Rh. NE 11; þ. 4. Vm. E 10; þ. 8. Rh. NE 10). Suðvestan lands var yfirleitt þurrt, en annars staðar var rigning eða snjókoma dag hvern. Þ. 4. gerði stórrigningu á Austfjörðum. Hitinn var 1° undir meðallagi þ. 1., en hina dagana var hann frá meðal- lagi að 3° yfir því. Þ. 11. og 12. var norðan hvassviðri (þ. 11. Gr. N 10, Rfh. NW 10; þ. 12. Sg. NW 10, Rfh. NW 12, Skv. WNW 10, Ghg. vh. 10) og snjókoma nyrðra. Þ. 11. varð 5° kaldara en í meðalári, og var sá dagur ásamt þ. 27. kaldasti dagur mánaðarins, miðað við meðal- lag. Þ. 12. var 3° kaldara en í meðalári. Þ. 13. hófst hlýindatið, sem stóð til þ. 25. Hitinn var 3°—8° yfir meðallagi nema þ. 20., en þá var 9° hlýrra en í meðalári, og var það hlýjasti dagur mánaðarins miðað við meðallag. Yfir Skotlandi var háþrýstisvæði, sem hreyfðist hægt vestur á bóginn, en lægðir voru á hreyfingu norður Grænlandshaf. Vindátt var milli suðausturs og vesturs og talsverð rigning sunnan lands og vestan. (Þ. 16. Sðkr. WSW 11; þ. 17. Sg. WSW 10, Gr. NW 10, Sd. W 10, Rfh. W 10, Ggh. vh. 10; þ. 21. Sðr. vh. 10, Krv. WSW 10, Sg. W 10; þ. 22. Rfh. W 11, WNW 10, Skrk. SSW 11, Vm. W 10; þ. 24. Ghg. vh. 10; þ. 25. Sg. WSW 10). Dagana 26.—29. var austan- og norðaustanátt rikjandi hér á landi (þ. 26. Skrk. vh. 10; þ. 28. Vm. E 10). Fyrir norðan land var háþrýstisvæði, en lægð fyrir suðvestan land, sem þokaðist upp að landinu og fór austur yfir það þ. 30. Var komin norðanátt að kvöldi þ. 30. Alla þessa daga var snjókoma nyrðra, en nokkur rigning sunnan lands. Þó var þurrt suðvestan lands þ. 26. og 27. Hitinn var 4°—5° undir meðallagi þ. 27. og 28., en aðra daga var hann frá 1° undir meðallagi að 1° yfir því. Loftvægiö var 8.4 mb yfir meðallagi, frá 7.6 mb á Hólum og Dalatanga að 9.1 mb á Galtarvita. Hæst stóð loftvog á Kirkjubæjarklaustri þ. 23. kl. 22 og í Reykjavík þ. 19. kl. 24, 1032.2 mb, en lægst i Vestmannaeyjum þ. 1. kl. 16, 980.0 mb. Hitinn var 2.6° yfir meðallagi. Hlýjast var að tiltölu á Suðurlandi og sunnanverðu Vesturlandi, einkum þó í innsveitum. 1 innsveitum á Norðausturlandi var einnig óvenju milt. 1 öllum þessum héruðum var hiti meira en 3° yfir meðallagi. Kaldast var að til- tölu á Vestfjörðum, en þar var 1°—2° hlýrra en í meðalári. Sjávarhitinn var 0.2° yfir meðallagi, frá 0.2° undir meðallagi við Kjörvog að 1.2° yfir því við Fagradal. Sjávarhiti við Gróttu mældist 4.0° og við Grindavik 6.7°. Úrkoman á öllu landinu var %0 af meðalúrkomu. Á Norðausturlandi og Vestf jörðum mældist meiri úrkoma en í meðalári, en í öðrum landshlutum var úrkomumagnið innan við meðallag. 1 Fagradal mældist þreföld meðalúrkoma, og var úrkoma hvergi jafn- mikil. Minnst var úrkoman eftir hætti á Rafmagnsstöðinni við Elliðaár, % af meðal- úrkomu. Úrkomudagar voru færri en í meðalári um suðvestanvert landið, en annars staðar á landinu voru þeir yfirleitt heldur fleiri en í meðalári. Flestir voru þeir að til- tölu á Norðausturlandi. Úrkoman á Eyrarbakka mældist 87.0 mm og í Grindavík 74.9 mm. Þoka var viðast talin heldur tíðari en venja er til. Um þoku var getið 23 daga. Þ. 7.-8. og 23. var þoka á 12—14 stöðvum, þ. 9—10., 14., 16.-17., 19.-20., 24.-25. og 30. á 5—8 stöðvum, og 10 daga var þoka talin á 1—4 stöðvum. Vindar. Suðaustan- og sunnanátt var fátíðari en í meðalári, en vindar milli norðausturs og austurs, ennfremur milli vesturs og norðvesturs, voru heldur tíðari en venja er til. Logn var sjaldnar en í meðalári og veðurhæð % stigi yfir meðallagi. Stormdagar voru (41)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.