Veðráttan

Volume

Veðráttan - 01.12.1955, Page 1

Veðráttan - 01.12.1955, Page 1
VEÐRÁTTAN 1955 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐUR STOFUNNI Desember Tíðarfariö var yfirleitt talið óhagstætt. Víðast var óvenju snjóþungt. Hagar voru lélegir, einkum seinni hluta mánaðarins, og samgöngur voru oft mjög erfiðar. Afli var yfirleitt góður, en gæftir mjög stopular. Fyrstu tvo daga mánaðarins var austlæg átt (þ. 1. Vm. ESE 11) vegna lægðar, sem hreyfðist norðaustur á bóginn upp að suðurströndinni og síðan norðaustur fyrir land. Var snjókoma eða rigning um allt land þ. 1., en úrkomulítið daginn eftir nema á Suður- landi. Að kvöldi þ. 3. var komin vestanátt, og hélzt hún fram til þ. 6. (þ. 4. Vm. WSW 11; þ. 6. Vm. W 11). Um vestanvert landið og með ströndum fram nyrðra var élja- gangur þessa daga, en þurrt í öðrum landshlutum. Hitinn var 1° yfir meðallagi þ. 4., en aðra daga var hann frá meðallagi að 2° undir því. Dagana 7.—11. var háþrýstisvæði yfir Grænlandi, og bar norðaustlæg átt kalt loft inn yfir landið. Hitinn var 4°—5° undir meðallagi þessa daga, nema þ. 8., en þá var 6° kaldara en í meðalári. Var það kaldasti dagur mánaðarins, miðað við meðallag. Alla þessa daga var snjókoma um norðanvert landið. Næstu fjóra daga, 12.—15., var víðáttumikil lægð fyrir sunnan land og austan og suðaustanátt (þ. 12. Vm. SE 11, ESE 12; þ. 13. Vm. ESE 13, E 13; þ. 14. Vík E 10, Ls. ESE 10, E 10, Vm. E 13; þ. 15. Vm. E 11) með snjókomu á Norðausturlandi og Austfjörðum, en rigningu sunnan lands. Hitinn var um meðallag þ. 12. og 15., en þ. 13. og 14. var 3° hlýrra en í meðalári. Voru það hlýjustu dagar mánaðarins miðað við meðallag. Þ. 16. og 17. var hægviðri og víðast hvar þurrt, en dagana 18.—25. var norðaustlæg og austlæg átt um allt land. (Þ. 21. Vm. E 11; þ. 22. Rh. NE 10, Gltv. NE 10, Hvk. vh. 10, Vík vh. 10, Ls. E 10, Vm. E 11, ENE 10; þ. 23. Hmd. NNE 10, NE 10, Rh. NE 11, Blds. NNE 11, Gr. E 10, Ghg. NE 10, Tgh. NNE 11, Hól. NNE 10; þ. 25. Vík NE 10, Vm. E 12). Þessa daga var djúp lægð suður í hafi, og hreyfðist hún hægt austur fyrir landið. Var áttin orðin norðlæg þ. 26., og hélzt sú átt fram til þ. 29. (Þ. 26. Rh. NE 10, NNE 11, N 11, Hval. N 10, NNE 10, Gltv. NE 10, Æð. N 10, Blds. N 10, Hraun NNE 10, Sðkr. NNE 10, Gr. ENE 11, NNE 10, Sd. NNW 11, Rfh. N 10, Skrk. SW 10; þ. 27. Rh. N 10, NE 10, Sd. NNW 11, Skrk. SW 11, Vm. N 10). Þ. 30. var vestlæg átt vegna lægðar fyrir norðan land, en síðasta dag mánaðarins hreyfðist alldjúp lægð upp að suðvestur- ströndinni og olli suðaustlægri átt um allt land (þ. 30. Vik NW 10, Vm. WNW 10; þ. 31. Vm. ESE 10, E 12). Þ. 19. byrjaði að snjóa á Suðurlandi. Færðist snjókoman smám saman norður yfir landið, og varð stórhríð nyrðra þ. 22. og 23. Dagana 25.—28. var snjókoma um norðan- og norðaustanvert landið, einkum snjóaði þar mikið þ. 26. Að kvöldi þ. 31. gerði stórhríð sunnan lands, sem færðist norður yfir landið um nóttina. Þ. 16.—21. var 2°—5° kaldara en í meðalári, og þ. 22.—23. var hiti frá 2° undir meðal- lagi að 1° yfir því, nema þ. 27., en þann dag var 4° kaldara en venja er til. LoftvœgiS var 3.2 mb yfir meðallagi, frá 1.1 mb í Vestmannaeyjum að 5.6 mb á Galtarvita. Hæst stóð loftvog á Galtarvita þ. 8. kl. 20—22, 1032.8 mb, en lægst á Dala- tanga þ. 26. kl. 14—20, 959.9 mb. Hitinn var 2.0° undir meðallagi. Á annesjum norðan lands og með ströndum fram í öðrum landshlutum var yfirleitt 1°—2° kaldara en í meðalári, en annars staðar á landinu var hitinn 2°—3° undir meðallagi. Sjávarhitinn við strendur landsins var 0.4° undir meðallagi, frá 1.6° yfir meðallagi við Fagradal að 1.2° undir því við Reykjavík. Sjávarhiti við Grindavík mældist 4.8°. Úrkoman á öllu landinu var % af meðalúrkomu. Á Norður- og Norðausturlandi mældist meiri úrkoma en í meðalári, en í öðrum landshlutum var hún minni en venja (45)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.