Veðráttan

Årgang

Veðráttan - 02.12.1955, Side 1

Veðráttan - 02.12.1955, Side 1
VEÐRÁTTAN 1955 ÁRSYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Tíðarfarsyfirlit. TíOarfariÖ var sæmilega hagstætt, nema í júlí og ágúst sunnan lands og vestan. LoftvœgiO var 3.0 mb yfir meðallagi, frá 2.4 mb í Vestmannaeyjum að 3.2 mb í Reykjavík og á Hólum. Lægsta loftvægi ársins mældist í Vestmannaeyjum 28. febrúar kl. 7, 948.2 mb, en hæsta á Keflavíkurflugvelli frá kl. 23 4. janúar til kl. 1 þ. 5., 1041.0 mb. MeGalhiti ársins reyndist 0.3° yfir meðallagi. Á nokkrum stöðvum sunnan lands og í Möðrudal var lítið eitt kaldara en i meðalári, en annars staðar var hiti frá meðallagi að 1° yfir því. 1 innsveitum á Norður- og Austurlandi var árssveifla hitans 16°—19°. Með ströndum fram var hún yfirleitt 11°—13°, en þó sums staðar meiri um norðaustan- vert landið. I uppsveitum sunnan lands og vestan var árssveiflan 13°-—15°. Sjávarliiti við strendur landsins var i meðallagi. Við Norður- og Norðausturland var yfirleitt hlýrra en í meðalári, en annars staðar var sjávarhiti lítið eitt undir meðallagi. Sjávarhiti við Gróttu mældist 5.5° og við Grindavík 7.5°. Úrkoman var y10 minni en í meðalári. Mest mældist hún að tiltölu á Hæli, um- fram meðallag, en minnst á Hellissandi, % af meðalúrkomu. Mesta sólarhringsúrkoma mældist í Vík í Mýrdal 20. júní, 91.9 mm, og 18 sinnum mældust meira en 50 mm á ýmsum stöðvum. Úrkomudagar voru yfirleitt fleiri en í meðalári, nema um suðaustan- vert landið. Úrkoman á Eyrarbakka mældist 1415 mm og í Grindavík 1124 mm. Stormar. Stormdagar voru lítið eitt færri en venja er til á flestum stöðvum, sem meðaltöl hafa, en í Vestmannaeyjum voru þeir 41 umfram meðallag. Sólskin mældist í 1128 klst. í Reykjavík, og er það 107 stundum skemur en í meðal- ári. Á Akureyri mældist sól 1126 klst., og er það 160 klst. umfram meðallag. Á Hall- ormsstað mældust 1203 sólskinsstundir. Veturinn (des. 1954 — marz 1955) var talinn sæmilega hagstæður, þar sem veður voru lengst af venju fremur iiæglát. Hiti var 0.7° undir meðallagi. Kaldara var að til- tölu í innsveitum en með sjó fram. Hiti var í meðallagi 13 daga, 29 daga var 1°—4° kaldara en i meðalári, og 22 daga var 5°—10° kaldara en venja er til. 1 57 daga var hitinn yfir meðallagi, 1°—7°. Úrkoma var innan við meðallag á öllu landinu. Til jafn- aðar mældist hún % af meðalúrkomu. Snjór var víða meiri en í meðalári. Hagar voru yfirleitt heldur lélegri en venja er til. Vorið (apríl—maí) var hagstætt framan af, en í maí fór gróðri litið fram, vegna þurrka. Hiti var 1.7° yfir meðallagi. Hlýjast var að tiltölu á Vesturlandi. Sex daga var hiti i meðallagi, 39 daga var 1°—7° hlýrra en venja er til, og 16 daga var 1°—7° kaldara en í meðalári. Heildarúrkoman varð í rösku meðallagi. Norðan lands var yfirleitt minni úrkoma en í meðalári, en um sunnanvert landið var hún meiri en venja er til. Sumarlð (júní—sept.) var mjög óhagstætt á Suður- og Vesturlandi vegna óþurrka, en hagstætt norðan lands og austan. Hiti var 0.9° yfir meðallagi. Hlýjast var að tiltölu á Norðausturlandi, en svalast á Suðurlandi. 1 40 daga var hiti í meðallagi, 27 daga var 1°—3° kaldara en venja er til, og 55 daga var 1°—4° hlýrra en í meðalári. Úrkoman var % meiri en í meðalári. Sunnan lands og vestan vax hún % umfram meðallag, en á Norður- og Austurlandi var úrkoma minni en i meðalári. Sólskin mældist 199 klst. skemur en venja er til í Reykjavík, en á Akureyri voru sólskinsstundir 66 umfram meðallag. Heyfengur var rýr á óþurrkasvæðinu, en með ágætum norðan lands og austan. Uppskera úr görðum var víða léleg. Haustið (okt,—nóv.) var hagstætt. Hiti var 0.9° yfir meðallagi. Um austanvert landið og á Vestfjörðum var vik hitans frá meðallagi innan við 1°, en í öðrum landshlutum var 1°—2° hlýrra en venja er til. Hiti var í meðallagi 10 daga, 23 daga var 1°—5° kaldara en í meðalári, 18 daga var hiti 1°—4° yfir meðallagi, og 10 daga var 5°—9° hlýrra en venja er til. Úrkoman mældist % af meðalúrkomu. Snjór var með minna móti og hagar venju fremur góðir. (49)

x

Veðráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.