Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1955, Blaðsíða 13

Veðráttan - 02.12.1955, Blaðsíða 13
1955 Veðráttan Ársyfirlit Veðurstöðvar árið' 1955. (Frh.). StöSvar Norður- breldd Vestur- lengd ByrJ- uðu árlð * Athugunarmenn (vlð árslok) ByrJ- uðu árið Teigarhorn 64° 41' 14° 21' 1874 Jón K. Lúðvíksson, bóndi 1921 Vestmannaeyjar (Stórhöfði) 63° 24' 20° 17' 1921 Sigurður V. Jónathansson, vltav. 1935 Viðlstaðir 64° 04' 21° 58' 1933 Bjarni Erlendsson 1933 Vik i Mýrdal 63° 25' 19° 01' 1925 Ólöf ólafsdóttir 1948 Þlngvelllr 64° 15' 21° 07' 1934 Jóhann Hannesson, þjóðgarðsvörður 1953 Þórustaðir1) 66° 01' 23° 28' 1927 Hólmgeir Jensson dýralæknir 1927 Þorvaldsstaðir 66° 02' 14° 59' 1951 Haraldur Guðmundsson, bóndi 1951 Æðey 66° 06' 22° 40' 1946 Ásgelr Guðmundsson, bóndl 1946 1) Athugað á Flateyrl 1939—1955. * Miðað er við, að athugað haíi verlð að mestu óslitið frá þvi ári, sem tilgreint er. 1 ársyflr- lltum áranna 1945 og 1953 eru nokkrar upplýsingar um eldri athuganir. Loftvogaleiðréttingar og meðalhiti. Allar tölur, sem birtar eru í Veðráttunni um loftþyngd, eru miðaðar við sjávarmál. Þarf þvi að leiðrétta sérhvern loftvogarálestur vegna hæðar loftvogarinnar yfir sjó. Þar sem loftvogir eru sjaldan nákvæmlega réttar, þarf einnig að gera leiðréttingu vegna skekkju hverrar loftvogar, og ennfremur þarf að taka tillit til hitastigs loftvog- arinnar sjálfrar og fráviks þyngdarafls á staðnum írá normalþyngd. 1 nóvember-des- ember 1955 voru reiknaðar nýjar leiðréttingartöflur fyrir allar loftvogir, sem eru í notkun á íslenzkum veðurstöðvum, og verða þær teknar í notkun í ársbyrjun 1956. Var þetta gert til að fá betra samræmi í töflunum, en áður hafði verið. Víða hafði ekki verið tekið nægilegt tillit til þess, að leiðréttingar eru breytilegar eftir loftvogarstöðu. Víð- tækar þyngdarmælingar á Islandi gáfu og tilefni til endurskoðunar, og auk þess hafði Alþjóðaveðurfræðistofnunin ákveðið nýtt gildi á þeirri normalþyngd, sem nota skal við þyngdarleiðréttingu. Reynt var eftir föngum að samræma niðurstöður hæðarmælinga á veðurstöðvunum og niðurstöður þeirra prófana, sem á undanförnum árum hafa verið gerðar á loftvogunum. 1 ársyfirliti Veðráttunnar 1951 er gerð grein fyrir þeim aðferðum, sem notaðar eru við reikning á meðalhita. Samkvæmt athugun, sem gerð hefur verið, eru sumar þessar aðferðir ekki fullnægjandi. T. d. eru þau gildi, sem fást með því að margfalda meðal- hita kl. 8 og 14 með tveimur, meðalhita kl. 21 með fimm, leggja síðan saman og deila með níu, 0.1°—0.4° of há mánuðina maí—ágúst. Leitazt var við að finna nýja aðferð, sem nota mætti á allflestum stöðvum. Niðurstaðan varð sú, að nota ætti meðaltal átta athugana á sólarhring, þar sem það er hægt, en á öðrum stöðvum skyldi nota meðaltal hitans kl. 8 og 20 (eða 21) að viðbættri leiðréttingu, sem er breytileg eftir árstíma og stað. Leiðrétting þessi, sem nefna má hitastuðul, er fundin með athugun á daglegri sveiflu hitans, þar sem athugað er átta sinnum á sólarhring. Leiðréttingarnar eru prentaðar í töflu á bls. 55, og verður þessi aðferð tekin í notkun við útreikning á meðalhita frá janúar 1956 að telja, þar sem því verður við komið. Þess ber að gæta, að meðallagshiti áranna 1901-—’30, sem vik hitans frá meðallagi er miðað við í Veðráttunni, er að verulegu leyti fundinn með aðferðum, sem gefa of há gildi að sumarlagi, þannig, að tölurnar um vik hitans frá meðallagi verða of lágar meðan ekki vinnst tími til að endurskoða sjálfan meðallagshitann. Skekkjan mun þó alltaf vera innan við 0.5°. (61)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.