Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1955, Blaðsíða 15

Veðráttan - 02.12.1955, Blaðsíða 15
1955 Veðráttan Ársyfirlit Veðurstöðvar. Flugveðurathugunum var hætt á Þóroddsstöðum í ársbyrjun. Kolbeinn Kristinsson, búfræðingur, flutti frá Skriðulandi í september, og fór jörðin þá í eyði. Kolbeinn hafði gert veðurathuganir í 21 ár. Skýrslur hans voru alltaf mjög greinar- góðar og traustar og frágangur þeirra með ágætum. Ný veðurstöð tók til starfa á bún- aðarskólanum á Hólum í Hjaltadal í nóvember. Athugunarmaður er Friðbjörn Traustason, kennari. Athuganir eru gerðar kl. 8,14 og 21 og mánaðarskýrslur sendar Veðurstofunni. Ágúst Bjarnason, vitavörður, fór frá Hornbjargsvita í júní, og tók þá Halldór Víg- lundsson, vitavörður, við veðurathugunum þar. Vilhjálmur Helgason, vitavörður, hætti veðurathugunum á Dalatanga í júlí. Hann hafði gegnt starfinu í 15 ár af sérstakri reglusemi og samvizkusemi. Sonur hans, Helgi Vilhjálmsson, vitavörður, tók við af honum. 1 marzmánuði 1953 var byrjað að gera hita- og úrkomumælingar á vegum islenzku veðurstofunnar á Keflavikurflugvelli. Mælarnir voru staðsettir hjá flugvallarhótelinu, en þar var bandaríska veðurstofan, sem sér að mestu um aðrar veðurathuganir á vell- inum, til húsa. 1 maí 1955 fluttu Bandaríkjamenn veðurstöð sína út í norðvesturhorn vallarins, en mælitæki íslenzku veðurstofunnar eru enn á sama stað. Veðurstöðin á Flateyri var flutt að Þórustöðum í júnímánuði, en þar höfðu úrkomu- mælingar verið gerðar frá þvi í september 1952 og niðurstöður birtar I Veðráttunni með athugunum frá Flateyri. Hólmgeir Jensson er áfram athugunarmaður. Eftirlitsferöir. Eftirtaldar stöðvar voru heimsóttar á árinu: Akureyri, Arnarstapi, Dalatangi, Flatey, Haukatunga, Hellissandur, Hornbjargsviti, Ljósafoss, Nautabú, Raf- magnsstöðin við Andakílsá, Reykjanes, Sauðárkrókur, Siglunes, Skriðuland, Stykkis- hólmur og Þingvellir. Ný mœlasUýli voru reist á fimm stöðvum: Arnarstapa í október, Flatey I september, Hólum í Hjaltadal i nóvember, Ljósafossi í nóvember og Nautabúi í júní. Úrkomumœlar meö hlíf voru settir upp á þremur stöðvum: Arnarstapa og Flatey í september og Ljósafossi í desember. Athugunartimar á veöurstöövum. Athugunartímar voru óbreyttir frá þvi sem tilgreint er í ársyfirliti 1954, að öðru leyti en því, að athuganir kl. 5 féllu niður á Blönduósi frá 1. janúar og á Siglunesi frá 18. október. Alþjóðasamstarf. önnur allsherjarráðstefna Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar var haldin i Genf 14. apríl til 13. maí. Mættu þar um 200 fulltrúar frá 83 meðlimalöndum stofnunarinnar, og auk þess voru áheyrnarfulltrúar frá nokkrum löndum, sem hafa ekki gerzt meðlimir, svo og frá Sameinuðu þjóðunum og ýmsum öðrum alþjóðastofnunum. Á ráðstefnunni voru gerðar 44 samþykktir. Nokkrar þeirra fjalia um tæknireglugerð stofnunarinnar, sem var samin og samþykkt í þeim tilgangi að samræma starfsemi veðurstofa um allan heim. Einn kafli þessarar reglugerðar, sem fjallar um flugveðurþjónustu, er samhljóða reglum, sem Alþjóðaflugmálastofnunin hefur gefið út um þetta atriði. Þá var einnig samþykkt, að Alþjóðaveðurfræðistofnunin skyldi gefa út leiðarvísa, til þess að gera veðurstofum sem auðveldast að fara eftir ákvæðum tæknireglugerðarinnar. Ein sam- þykkt fjallaði um menntun veðurfræðinga og aðstoðarmanna við flugveðurþjónustu, og var skorað á meðlimalönd samtakanna að taka tillit til þess, hve háar kröfur verður að gera til þessara manna um menntun og æfingu í starfi. Framlögum hinna ýmsu meðlimalanda til stofnunarinnar var talsvert breytt frá því, sem verið hafði fyrsta fjárhagstímabilið 1951—1955. Breytingin var aðallega í því fólgin, að meira tillit er nú tekið til framlaga ríkjanna til S. Þ. við ákvörðun tillagsins til Al- þjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Tillög stærstu ríkjanna hækkuðu talsvert, en tillög margra smáríkja lækkuðu. Framlag Islands lækkaði um þriðjung hlutfallslega. Framkvæmdaráð stofnunarinnar hafði áður ákveðið, að hún skyldi taka þátt í starí- semi hins alþjóðlega jarðeðlisfræðiárs, sem ráðgert var að hefjast skyldi árið 1957. Var nú samþykkt, að stofnunin skyldi annast söfnun gagna um veðurathuganir, og ennfrem- (63)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.