Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.01.1962, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.01.1962, Blaðsíða 1
VEBRATTAN 1962 MÁIVADABYFIRLIT SAMID A VEDUnSTOFlJIVNI Janúar TÍ6 var mjög umhleypingasöm, en ekki talin óhagstæð nema um norðvestanvert landið. Vegir norðan lands tepptust um þ. 20., en annars voru samgöngur sæmilega greiðar. Fyrstu fjóra dagana var hlýtt, hiti 4°—5° yfir meðallagi þ. 2.—4., en 6° yfir því þ. 1., og varð aldrei hlýrra að tiltölu í mánuðinum, en þ. 28. var hiti einnig 6° yfir meðallagi. Vindur var yfirleitt suðlægur og úrkoma sunnan lands og vestan, en þurrt að mestu norðaustan til á landinu. Lægðir voru á hreyfingu norðaustur á hóginn á Grænlandshafi og hafinu norðan Islands. Hvasst var þ. 4. Lægð var við Norður-Noreg þ. 5., og smálægð fór austur yfir suðurströnd Islands. Vindur var yfirleitt norðlægur og nokkur snjókoma eða slydda nema á Vesturlandi og Suðaustur- landi. Hiti lækkaði niður í 1° yfir meðallag. Þ. 6.—9. var hiti 2° yfir meðallagi og víðast úrkoma, en mest var hún á Suðausturlandi. Djúp lægð nálgaðist vestsuðvestan úr hafi þ. 6.—7. og þokaðist austur yfir Island þ. 8. Á Vestf jörðum var lengst af norðaustan hvassviðri með snjókomu, en annars staðar var vind- staðan breytilegri. Lægðin var yfir Austurlandi þ. 10.—11. og norðlæg átt ríkjandi. Þurrt var sunnan lands báða dagana og bjart þann síðari. Einnig var þurrt við Breiðafjörð, en á Norðurlandi snjó- aði víða mikið. Hiti var frá meðallagi að 1° undir því. Þ. 12. og 13. var lægðasvæði suðaustur í hafi, og þ. 14. var lægðadrag sunnan við land. Fyrsta daginn var úrkomulaust að mestu á Suðurlandi, en víða allmikil úrkoma og sums staðar hvasst norðan lands. Þ. 13. var austan og norðaustan hvassviðri með rigningu eða slyddu um allt land, en síðasta daginn dró víðast úr veðrinu, og vestan lands var úrkomu- laust að mestu. Hiti var 1°—3° yfir meðallagi. Mjög kröpp og djúp lægð var suður í hafi þ. 15. og 1G. og olli austan og norðaustan hvass- viðri um allt land. Um norðanvert landið snjóaði, og fyrri daginn einnig suðaustan lands. Hiti var frá meðallagi að 1° yfir því. Dagana 17.—19. var hæð yfir Grænlandi, en lægðasvæði yfir Bretlandi og Skandinaviu. Alla dagana var nokkur snjókoma norðan lands, og síðasta daginn allmikið úrfelli á Suður- landi af völdum lægðar, sem nálgaðist suðvestan úr hafi. Fyrsta daginn var allhvöss norð- austanátt og hiti 3° undir meðallagi., og varð það kaldasti dagur mánaðarins miðað við meðallag. Hina dagana var 2° kaldara en í meðalári. Lægð nálgaðist úr suðvestri þ. 20.—21., og þ. 22. eyddist hún sunnan við land, en þann dag var alldjúp lægð norður af Bretlandseyjum. Vindur var fyrst sunnanstæður, en gekk síðan í austur og norðaustur. Tvo fyrstu dagana var víðast einhver úrkoma, en mest á Austur- og Suðurlandi. Siðasta daginn voru él um norðanvert landið. Hiti var frá 1° yfir meðallagi að 1° undir því. Þ. 23.—24. var vindur hægur nema við suðvesturströndina. Hæð var yfir Norðaustur- Grænlandi, og síðari daginn náði hæðarhryggur suður yfir Austurland, en lægð var vestur af Skotlandi. Fyrri daginn var viðast úrkomulítið, og sunnan lands var bjart veður. Síðari daginn var töluverð úrkoma á Suður- og Vesturlandi. Hiti var frá 1° yfir meðallagi að 2° undir því. Síðustu viku mánaðarins var mjög úrkomusamt nema á Norðausturlandi, þar var þurrt að mestu nema þ. 29. Sunnan lands og vestan var víða mjög mikil rigning dagana 27.—29. Lægð fór norður Grænlandshaf þ. 25.—26. Vindur var hvass og vindátt milli suðausturs og vesturs. Þ. 27. var hæð yfir Bretlandi og hæðarhryggur náði norður til Islands, en síðan voru lægðir á Grænlandshafi og norðaustanvert við land fram til mánaðamóta, vindur oft hvass og lengst af milli suðurs og vesturs. Hiti var 5°—6° yfir meðallagi þ. 27.—29., en 1°—3° hina dagana. Loftvægi var 7.9 mb undir meðallagi, frá 6.9 mb á Galtarvita að 9.0 mb í Vestmanna- eyjum. Hæst stóð loftvog 1017.2 mb þ. 27. kl. 11 á Hólum í Hornafirði og Kirkjubæjar- klaustri, en lægst 954.0 mb i Fagradal þ. 10. kl. 17. Hiti var 1.8° yfir meðallagi. Á Norður- og Norðausturlandi og í uppsveitum vestan lands var víðast 2°—2% ° hlýrra en í meðalári, annars staðar á landinu var hitinn yfirleitt 1°—2° yfir meðallagi. Úrkoma var % umfram meðallag. Á Austfjörðum var hún í tæpu meðallagi, við Húna- flóa og innanverðan Breiðafjörð einnig innan við meðallag, en viðast annars staðar mældist úrkoma frá meðallagi að 50% umfram það. Á tveimur stöðvum var meira en tvöföld meðal- úrkoma, 210% á Akureyri og 230% á Hæli. Minnst mældist úrkoma að tiltölu í Stykkis- hólmi og á Dalatanga, 15% innan við meðallag. Úrkomudagar voru flestir að tiltölu norðan til á Vestfjörðum og á Norðausturlandi, 4—10 umfram meðallag, á Austur- og Suðurlandi (1)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.