Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.03.1962, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.03.1962, Blaðsíða 1
VEBRATTAN 1962 MÁXAB\infIltI,IT SAMID Á VEBURSTOFEBÍNI Marz Tíö var óvenju staðviðrasöm og köld í þessum mánuði og mjög þurrt sunnan lands og vestan. Á Norðausturlandi var tíðarfar talið óhagstætt, en annars staðar á landinu sæmi- legt. Vegir tepptust öðru hverju norðan til á landinu. Allan fyrri hluta mánaðarins var vindur milli norðurs og austurs, þurrt veður og oft heiðskírt á öllu Suðurlandi og við Faxaflóa. Við Breiðafjörð og á Vestfjörðum var einnig oft bjart þ. 7.—15., og þ. 14. og 15. var bjartviðri um allt land. Hiti var undir meðallagi alla dagana. Kaldast var að tiltölu þ. 5. og 13.—14., hiti 6° undir meðallagi, og urðu það köld- ustu dagar mánaðarins, en dagana 27. og 28. var hiti jafnmikið undir meðallagi. Aðra daga frá 1. til 15. var 3°—5° kaldara en venja er til nema þ. 7., þá var hiti 2° undir meðallagi. Fyrstu sex daga mánaðarins var hæð yfir Grænlandi og norðlæg eða norðaustlæg átt ríkjandi. Norðvestan lands var ekki teljandi úrkoma nema þ. 5.—6., en um norðaustanvert landið var éljagangur alla dagana. Yfirleitt var úrkoma lítil nema þ. 4.—6. Þ. 7.—11. var hæðin yfir Norðaustur-Grænlandi, en lægðir suður og suðvestur í hafi. Vindur varð austanstæðari og hvass við suðurströndina þ. 7. og 8. Nokkur él voru norð- austan og austan lands og norðan til á Vestfjörðum. Hæðarhryggur lá frá Norðaustur-Grænlandi suðaustur yfir ísland dagana 12.—15., og vindur var hægur um allt land. Tvo fyrri dagana voru sums staðar él norðan lands, en ann- ars var þurrt veður. Mikil næturfrost voru um norðaustanvert landið þ. 14. og 15. Þ. 16. og 17. hlýnaði með suðaustan- og austanátt sunnan lands og vestan. Hiti var þar um 1° yfir meðallagi fyrri daginn, en 2°-4° yfir því síðari daginn. Á Norður- og Austur- landi var hins vegar hæg, breytileg átt og frost báða dagana. Á Akureyri var 8° kaldara en i meðalári þ. 16. og 4° kaldara en venja er til þ. 17. Fyrri daginn var að mestu þurrt, en síðari daginn var víða úrkoma sunnan iands og vestan, en þó yfirleitt mjög lítil á Suð- vesturlandi. Viðáttumikil lægð var suður af Grænlandi, en hæðarhryggur austan við land. Næstu fjórir dagar urðu hlýjustu dagar mánaðarins. Hiti var 5° yfir meðallagi þ. 18. og 19., en 4° yfir því þ. 20. og 21. Hæð þokaðist vestur yfir landið, og veður var stillt nema norðan til á Vestfjörðum þ. 20.—21., en þá var smálægð norður i hafi. Víða var þoka þ. 19. og 20., en úrkoma yfirleitt lítil. Hiti var 2° yfir meðallagi þ. 22.-24., en fór niður í meðallag þ. 25. Dagana 22. og 23. var hægviðri, lítils háttar úrkoma sunnan lands og víða þoka fyrri daginn. Þ. 24. til 25. kom lægð suðvestan úr hafi og fór austur á bóginn sunnan við land. Vindur var fyrst suð- austan- og síðar austanstæður og þurrt að mestu vestan til á landinu. Vindur snerist til norðausturs og norðurs þ. 26., og hélzt norðlæg átt til mánaðamóta. Þ. 31. var hvasst. Hiti var 3°—6° undir meðallagi. Engin úrkoma var sunnan lands og yfir- leitt ekki teljandi á Vesturlandi nema nyrzt á Vestfjörðum, en norðan lands og suður á Austfirði snjóaði alla dagana. Hæð var yfir Grænlandi, en lægðir í nánd við Bretlandseyjar. Loftvægi var 19.5 mb yfir meðallagi, frá 16.7 mb á Hólum í Hornafirði að 22.0 mb á Galtarvita. Meðalloftvægi hefur aldrei verið jafnhátt í marzmánuði, og ekki verið jafn- hátt 5 neinum mánuði síðan í febrúar 1947. Hæst stóð loftvog 1048.5 mb á Galtarvita þ. 1. kl. 11—12, en lægst 987.2 mb á Hólum í Hornafirði þ. 31. kl. 11—12. Hiti var 2.5° undir meðallagi, og hefur ekki verið jafnkalt í marzmánuði síðan 1951. Að- faranótt þ. 15. mældist 33.2° frost í Möðrudal, og er það mesta frost, sem mælzt hefur eftir 1918, en i janúar 1958 fór frost þar níður í -32.0°. Kaldast var að tiltólu í innsveitum norð- austan lands, 4°—5% ° kaldara en venja er til. Á Suðurlandi, Austfjörðum, með ströndum fram norðaustan lands, og í innsveitum á Norður- og Vesturlandi var yfirleitt 2°—3° kald- ara en í meðalári, en við norður- og norðvesturströndina var hiti 1°—2° undir meðallagi. Urkoma var mjög lítil, aðeins 13% af meðalúrkomu á þeim stöðvum, sem meðaltöl hafa. A sunnan- og vestanverðu landinu, frá Teigarhorni að Kvígindisdal, var hún innan við 5% (17)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.