Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.04.1962, Síða 1

Veðráttan - 01.04.1962, Síða 1
VEÐRÁTTAN 1962 mAna»aryfiiilit SAMIO A veovrstofunni Apríl TíÖarfar þessa mánaðar má í heild kallast hagstætt, einkum þó um vestanvert landið. I mánaðarlok var alls staðar alautt á láglendi, og víða byrjað að votta fyrir gróðri. Þó var ennþá mikill klaki í jörðu. Viða urðu vegir illfærir seinni hluta mánaðarins vegna aurbleytu og vatnselgs. Fyrstu þrjá daga mánaðarins var hiti 1°—2° undir meðallagi. Sérstaklega var þó kalt þ. 2. um norðaustan- og austanvert landið, eða 6°—9° kaldara en í meðalári. Þ. 1. var norðaustanátt, slydda og snjókoma fyiri hluta dagsins á Norðausturlandi, en þurrt veður í öðrum landshlutum. Yfir Norðaustur-Grænlandi var háþrýstisvæði, en fyrir sunnan land þokaðist lægð austur á bóginn. Snerist vindur til suðausturs suðvestan lands þ. 2., og rigndi nokkuð á Reykjanesi um nóttina, en norðan lands og austan var hægviðri og bjart. Daginn eftir fór smálægð suðaustur yfir Isiand. Var þvi tvíátta þann dag, vestlæg átt sunnan fjalla, en austan- og norðaustanátt með hríðarhraglanda norðan lands. Þ. 4. kólnaði í veðri með norðaustanátt um allt land. Var sá dagur, ásamt þ. 5., kald- asti dagur mánaðarins, eða 5° undir meðallagi á öllu landinu. Var stórhríð norðan og austan lands og á Vestfjörðum, en léttskýjað suðvestan lands, en seinni daginn lægði og birti til vestan lands vegna hæðarhryggs yfir Grænlandshafi. Fór hann austur yfir landið daginn eftir, og var vindur hægur og yfirleitt þurrt veður þann dag. Þ. 7. var lægð norðaustur af Hvarfi og hæð fyrir norðan land. Vindur var austlægur, stinningskaldi og él við norður- og suðurströndina og á Austfjörðum, en hægari og þurrt annars staðar. Næstu tvo daga var smálægð yfir Grænlandshafi skammt vestur af Islandi, og þokaðist hún suðaustur á bóginn þ. 10. og 11., en í kjölfar hennar fór hæðarhryggur. Vindur var af suðaustri og austri og rigning víðast hvar þ. 8. og einnig þ. 9. nema í innsveitum norðan og vestan lands, en seinni dagana tvo snerist vindur meira til norðausturs, og létti þá til suðvestan lands. Á norðanverðum Vestfjörðum, Norður- og Norðausturlandi var stórhríð þ. 10. og fram eftir degi þ. 11., en síðan lægði og birti til nema á Austfjörðum og Héraði. Hitastig þessa 6 síðasttöldu daga var um eða aðeins undir meðallagi. Að kvöldi þ. 12. nálguðust hitaskil suðvestan úr hafi, hafði verið þurrt og stillt veður hérlendis þann dag, en hvessti þá af suðaustri með slyddu og síðar rigningu á Suðvestur- landi. Orkomusvæðið þokaðist norðaustur yfir landið daginn eftir, og voru hitaskiiin komin yfir Island um miðnætti. Rigndi mikið um allt vestan- og sunnanvert iandið austur fyrir Hornafjörð, en þó sérstaklega á Siðu og í öræfum. Norðan iands rigndi nokkuð á annesjum, en litið sem ekkert í innsveitum norðan og norðaustan lands. 1 kjölfar hita- skilanna brá til hlýrrar, stundum allhvassrar, suðlægrar áttar, sem héizt fram til þ. 15., og rigndi þá töluvert vestan og sunnan lands. Hitastig var í meðallagi þ. 12., daginn eftir var 4° hlýrra en í meðalári, og þ. 14. og 15. var hiti 6° hærri en venja er til. Voru það hiýjustu dagar mánaðarins miðað við meðallag ásamt þ. 19. Fram til mánaðamóta voru stöðug hlýindi. Fyrstu 10 dagana, þ. 16.—25., var háþrýsti- svæði yfir Eystrasalti og Norður-Rússlandi, en lágur loftþrýstingur fyrir suðvestan land. Fóru smálægðir norðaustur á bóginn yfir Grænlandshaf eða yfir landið, og í kjölfar þeirra fóru hæðarhryggir sömu leið. Vindur var suðvestan til suðaustan og yfirleitt hægur nema suðvestan lands þ. 19. Þykkt loft og nokkur rigning var flesta daga vestan lands og sunnan, en þurrt og oft bjart annars staðar. Þó var einnig bjartviðri víðast hvar á Suður- og Vesturlandi þ. 16., 22. og 25. Litils háttar úrkomu varð víðast vart á Norð- austurlandi þ. 20. og 21., og á miðum og annesjum var þokusamt um það leyti. Síðustu fimm daga mánaðarins var hæg suðvestan- og sunnanátt ríkjandi og þykkt loft víðast hvar. Á annesjum austan lands og sunnan voru þokur tíðar. Yfir Bretlandseyjum hafði myndazt staðbundið háþrýstisvæði, sem hélzt út mánuðinn. Hitastig þ. 16.—30. var 4°—5° hærra en venja er á þessum árstíma nema þ. 19., sem áður er getið, og þ. 22. og 25., en þá var aðeins 2°—3° hlýrra en í meðalári. LoftvægiO var að meðaltali 1.4 mb hærra en venjulega í þessum mánuði. Lægst var það að tiltölu á Galtarvita, eða 0.4 mb lægra en meðaltalið, en hæst á Hólum í Horna- firði, 3.5 mb hærra en í meðalári. Hæst mældist loftvægi á Dalatanga þ. 12. kl. 20, 1032.5 mb, en lægst 978.8 mb í Vestmannaeyjum þ. 4. kl. 4—6. (25)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.