Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.04.1962, Blaðsíða 2

Veðráttan - 01.04.1962, Blaðsíða 2
Apríl VEÐRÁTTAN 1962 Hiti var 2.1° yfir meðallagi. Á an- nesjum norðan og norðaustan lands var meira en 3° hlýrra en í meðalári, en kaldast var að tiltölu á Reykja- nesi, strandlengjunni austur fyrir Mýrdalsjökul og sunnanverðum Aust- fjörðum, eða 1°—1%° hlýrra en í meðalári. Úrkoman á öllu landinu var %0 meiri en venjulega. Mest mældist hún um vestan- og sunnanvert land- ið frá Barðaströnd austur í öræfi. Var hún mest í Stykkishólmi eða ríflega tvöföld mánaðarúrkoma, og annars staðar á þessu svæði var hún yfir meðallag. Innan við meðalúr- komu mældist á norðanverðum Vest- fjörðum, Norður- og Norðaustur- landi. Var Dalatangi úrkomuminnst- ur af þeim athugunarstöðvum, sem meðaltal hafa. Mældist þar tæplega helmingur þess, sem venja er til í þessum mánuði. Úrkomudagar voru til jafnaðar 2 fleiri en venjulega um sunnan- og austanvert landið, en í öðrum landshlutum voru þeir rétt um meðallag. Þoka. Á annesjum vestan lands var fjöldi þokudaga í tæpu meðal- lagi, en í öðrum landshlutum var nokkru tíðari þoka en venja er. Um þoku var getið 16 daga, þ. 21. og 25.— 30. á 10—21 stöð og 9 daga á 1—8 stöðvum. Vindar. Suðaustanátt var langtið- ust að tiltölu, en norðan- og norð- austanátt fátíðust. Einnig var sunn- an-, suðvestan- og vestanátt nokkru sjaldgæfari en venja er. Logn var meira en í meðal- lagi og veðurhæð tæplega hálfu vindstigi minni en í meðalári. Snjólag var 43%. Á stöðvum þeim á Vestfjörðum og annesjum norðan og norðaustan lands, sem meðallag hafa, var snjólag minna en venja er, en yfirleitt meiri snjóalög en í meðalári í öðrum landshlutum. Snjódýpt var mæld á 53 stöðvum þá daga, sem jörð var alhvít. Á Vöglum, Sandhaug- um, Egilsstöðum og Grímsárvirkjun var meðalsnjódýpt 63—85 cm. Á Suðureyri, Hólum í Hjaltadal, Sandi og Staðarhóli í Aðaldal, Grímsstöðum, Raufarhöfn, Þorvaldsstöðum, Fagradal og Hallormsstað var meðalsnjódýptin 21—52 cm og á 40 stöðvum allt upp í 20 cm. Mesta snjódýpt mældist á Egilsstöðum þ. 12., 117 cm, og á Vöglum mældist allt upp í 1 m snjódýpt þ. 1. Hagar voru 67%. Þeir voru lélegri en venja er nema á einni stöð á Suðurlandi. SkaOar. Þ. 3. rann bíll út af veginum við Hólmsá við Reykjavík. Kona, sem í bílnum var, slasaðist og bifreiðin skemmdist mikið. Hálka var á veginum. Þ. 13. urðu skemmdir á rafmagnslínum frá Ölafsvík til Grundarfjarðar vegna hvassviðris. Á Búlandshöfðaveg féllu skriður, og tepptist hann af þeim sökum. Um miðjan mánuð urðu viða flóð i ám vegna asahláku. Skemmdir urðu víða miklar á vegum og öðrum mannvirkjum. Lækur flæddi inn í fjárhús á Egilsstöðum í Vopnafirði, og fórust 130 kindur. Túnið á Steinum undir Eyjafjöllum eyðilagðist að miklu leyti vegna aurskriðu. Bjart sólskin (ldst.). Duration of bright aunahine (hours). Reykja Reyk- Akur- Höskuld- Hallorms - Hólar, Dags. vík hólar eyrl arnes staður Hornaf. 1. 3.9 6.2 7.1 2.3 11.0 2. 10.2 6.1 9.6 3.5 9.9 5.9 3. 2.0 3.8 1.1 2.5 4. 11.8 11.1 , , 5. 9.7 7.1 0.5 , , 3.3 6. 10.8 12.1 10.6 7. 9.7 11.2 2.1 1.8 4.1 8. 1.5 3.1 5.9 4.7 5.1 9. 4.8 8.8 11.3 , , 4.8 10. 11.4 8.1 11. 12.8 9.0 1.7 0.7 1.2 7.8 12. 2.8 5.1 7.8 8.3 4.2 9.1 13. ,, ,, ,, ,, , , ,, 14. ,, , , 3.8 0.3 0.8 , , 15. 0.5 ,, , , , , 0.2 , , 16. 7.4 8.3 6.8 11.1 9.3 6.6 17. 1.0 , , 5.5 12.1 6.5 2.9 18. 2.2 2.4 8.6 10.8 9.9 2.0 19. 1.4 9.8 14.3 11.9 20. 0.4 , , 7.1 10.4 0.6 21. 0.8 2.0 ,, ,, 22. 7.6 10.4 8.6 10.7 8.9 10.8 23. 2.9 1.0 0.4 2.9 3.1 3.7 24. 2.6 3.4 8.3 8.7 3.1 ,, 25. 8.3 13.5 12.1 7.2 7.4 7.5 26. 2.4 4.7 4.3 2.6 27. 1.2 1.6 1.9 0.8 2.1 7.2 28. ,, 3.3 9.8 8.6 6.1 29. 5.5 7.5 „ ,, 4.5 4.0 30. 1.8 2.2 12.3 6.7 3.3 0.2 Alls 1 Sum J 133.0 148.7 137.7 129.4 105.5 109.1 Vik frá meðallagi. Deviation from normal. Klst. 0.6 29.2 — % 0 — 27 — — — (26)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.