Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.05.1962, Blaðsíða 2

Veðráttan - 01.05.1962, Blaðsíða 2
Maí VEÐRÁTTAN 1962 því sem venja er. Mest að tiltölu, eða % yfir meðallagi, reyndist úrkoman aftur á móti í Fagradal. Úrkomudag- ar voru alls staðar færri en í meðal- ári nema á Norðausturlandi. Að með- altali voru þeir 3 færri en venja er. Þoka var alls staðar fátiðari en venja er. Um þoku var getið 16 daga mánaðarins, þ. 1.—3., 17., 26.—27. og 31. á 4—7 stöðvum og 9 daga á 1—3 stöðvum. Vindar. Norðanátt var langtíðust að tiltölu, en einnig voru norðaustan-, vestan- og norðvestanáttir nokkru al- gengari en í meðalári. Suðaustanátt var fátíðust, en austan- og sunnanátt- ir voru nokkru sjaldgæfari en að til- tölu. Logn var fátíðara en venja er, en veðurhæð var í réttu meðallagi. Á Hvallátrum var norðnorðaustan- og norðanstormur þ. 1., á Reykhólum var stormur þ. 4. og á Hlaðhamri þ. 13. Voru þetta einu stöðvarnar, sem mældu 9 vindstig eða meira í mán- uðinum. Snjólag var 5%. Á þeim stöðvum, sem meðaltal hafa, var það minna en venja er nema á Grímsstöðum og Teigarhorni. Snjódýpt var mæld á 48 stöðvum, þegar alhvítt var. Á 37 stöðvum var enginn dagur alhvítur, í Gunnhildar- gerði var snjódýpt 16 cm einn dag, á Hrauni, Siglunesi, Staðarhóli, Sand- haugum og Egilsstöðum mældist 3-6 cm í 1-3 daga, á Mýri í Bárðardal 4 cm að meðaltali í 4 daga og á Gríms- stfiðum 6 cm í |5 daga. Á 3 stöðvum var allt upp í 2 cm einn dag. Hagar voru 100%. Þeir voru alls staðar taldir betri en venja er. SkaÖar. Aðfaranótt þ. 4. sökk trillubátur milli Gerða og Keflavíkur og með honum fór- ust 3 menn. Sömu nótt sökk enskur togari út af Snæfellsnesi, og seinna um daginn sökk vélbátur á Faxaflóa. 1 bæði skiptin varð mannbjörg. Að kvöldi þ. 26. féll skriða úr Laugar- dalsfjalli í Árnessýslu, og urðu skemmdir á vegi og trjágróðri. Farfuglar fyrst séöir: Stokkönd 14/3 á Skriðuklaustri, smyrill 21/3 á Teigarhorni, lóa 22/3 á Seltjarnarnesi, tjaldur 27/3 á Þorvaldsstöðum, stelkur 7/4 á Lambavatni, grágæs 14/4 á Akureyri, Gunnhildargerði og Teigarhorni, rauðhöfðaönd 14/4 og álft 15/4 á Þor- valdsstöðum, hrossagaukur 15/4 á Teigarhorni, hettumáfur 16/4 á Þorvaldsstöðum, óðins- hani 16/4 á Hamraendum, þúfutittlingur 20/4 á Þorvaldsstöðum, keldusvín 23/4 á Vöglum, maríuerla 23/4 á Reykhólum, Skriðuklaustri og Teigarhorni, grænhöfðaönd 25/4 í Gunn- hildargerði, sandlóa 25/4 á Þorvaldsstöðum, spói 26/4 á Hamraendum, helsingi 28/4 á Hól- um í Hjaltadal, kjói 28/4 á Teigarhorni, lóuþræll 28/4 á Þorvaldsstöðum, steindepill 29/4 í Vík í Mýrdal, skúfönd 2/5, lómur og skúmur 3/5 á Þorvaldsstöðum, kría 5/5 í Gunnhildar- gerði og urtönd 10/5 á Þorvaldsstöðum. Bjart sólskin (klst.). Duration of bright sunshine (hours). Reykja Reyk- Akur- Höskuld- Hallorms- Hólar, Dags. vík hólar eyri arnes staður Hornaf. 1. 8.8 2.8 7.6 8.0 8.1 2. 12.2 1.3 5.9 3. 1.4 1.2 7.7 1.5 4. 14.7 12.6 1.2 1.8 1.9 12.0 5. 3.3 4.5 7.1 0.3 11.9 9.3 6. 5.7 8.3 9.1 6.9 4.1 3.5 7. 3.2 7.6 1.4 2.9 .0.6 ,, 8. 2.3 , , , , 1.6 9. 1.4 , , , , ,, 4.2 10. 13.3 2.3 1.3 4.2 1.7 2.6 11. 2.2 6.2 8.3 15.3 14.2 6.8 12. 2.1 1.3 7.4 7.2 2.6 1.3 13. 0.2 0.5 6.2 5.6 2.4 0.9 14. 7.5 2.7 7.3 10.2 9.5 14.1 15. 10.1 2.9 9.0 8.2 6.4 14.3 16. 12.6 4.4 7.2 5.1 0.2 14.6 17. 7.2 1.3 0.9 0.8 , , 6.0 18. 14.1 9.3 1.4 0.2 , . 19. 10.0 4.3 ,, 0.3 4.2 20. 16.3 , , ,, ,, 7.3 21. 7.5 10.7 12. 1.1 1.3 2.7 22. 8.3 12.2 8.3 9.0 3.9 23. 15.2 12.0 13.4 16.6 10.4 7.9 24. 13.8 11.4 13.2 14.9 13.2 16.1 25. 5.1 7.8 13.8 13.4 26. 1.6 ,, 3.6 6.3 6.6 27. 3.1 2.9 3.4 13.9 5.3 7.8 28. 7.4 8.2 9.7 8.3 1.6 2.5 29. 12.6 7.7 9.1 10.0 7.1 7.3 30. 13.0 12.9 9.9 14.1 7.3 13.9 31. •• • • 0.3 3.9 4.4 3.6 AIls 1 Sum J 213.6 154.3 172.2 174.4 152.0 194.1 Vik frá meðallagi. Deviation frorn normal. Klst. 25.7 — -0.9 — — — % 14 — -1 — — — (34)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.