Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.06.1962, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.06.1962, Blaðsíða 1
VEBRÁTTAN 1962 MANAMAIIYFIHI.it SAMIU A VEÐUBSTOFBJiIVI Júní Tíöarfariö var kalt og óhagstætt. Grasspretta var minni en venjulega og sláttur ekki hafinn í mánaðarlok nema á örfáum bæjum. Víða var kal það mikið í túnum, að til stór- skemmda horfði. Fyrstu sex daga mánaðarins var vindátt suðlæg hérlendis. Fyrir suðaustan land var háþrýstisvæði fyrstu 3 dagana, en þ. 4.—5. fór kröpp lægð norðaustur Grænlandshaf og yfir landið daginn eftir. Var hvasst af suðri og suðaustri þá þrjá daga. Fyrstu tvo dagana var þykkt loft og nokkur rigning suðvestan lands og einnig norðan og norðaustan lands þ. 1., en siðustu dagana fjóra rigndi á Vestur- og Suðurlandi allt austur í Hornafjörð. Þ. 5. og aðfaranótt þ. 6. rigndi reyndar víðast hvar og var úrkomumagnið sérlega mikið á Suð- austurlandi. Hitastigið þ. 2. og 4. var 3° hærra en i meðalári, og voru það hlýjustu dagar mánaðarins, en þ. 1., 3., 5. og 6. var 2° hlýrra en venja er til. Þ. 7. var lægðin komin norður fyrir land og kólnaði þá með norðaustlægri átt. Á norðan- verðum Vestfjörðum voru slydduél, en skúrir suðvestan lands. Næstu tvo daga var hæg, breytileg átt, skýjað en yfirleitt þurrt; var smáhæð yfir landinu þessa tvo síðasttöldu daga, en þ. 10. snerist vindur til suðausturs með þokusúld og siðar rigningu suðvestan lands. 1 öðrum landshlutum var skýjað, en yfirleitt þurrt, og hélzt þetta veðurlag daginn eftir. Hitastig þessa fimm daga var frá meðallagi að 1° undir því. Vindur snerist til austurs þ. 12. vegna lægðar, sem þokaðist austur á bóginn alllangt suður í hafi. Voru skúrir um allt land þ. 12. og 13., en síðan brá til hvassrar austnorðaustan- og norðaustanáttar með rigningu, og snjókomu á hálendi, um austan- og norðanvert landið. Var úrkomumagnið sérstaklega mikið á norðanverðum Vestfjörðum, Norðausturlandi og Austfjörðum þ. 14. og 15. Þessa daga hafði lægðin þokazt norðaustur með austurströndinni og farið dýpkandi. Heldur lægði daginn eftir, og úrkoman rénaði. Þokaðist lægðin norður og grynnkaði, og háþrýstisvæðið yfir Grænlandi breiddist suður yfir hafið norður af Is- landi. Norðan og austan lands var lítils háttar rigning þ. 16. og 17., en skúrir suðvestan lands. Hitastigið þessa 6 sólarhringa var 1°—2° undir meðallagi nema þ. 13., en þá var 3° kaldara en í meðalári. Var það kaldasti dagur mánaðarins miðað við meðallag, ásamt þ. 24. Þ. 18. var lægð vestur af Skotlandi, og þokaðist hún norðaustur á bóginn daginn eftir og dýpkaði. Fyrri daginn var hæg, austlæg átt með skúrum síðdegis á Suðurlandi, en skýjað í öðrum landshlutum, en seinni daginn hvessti af austri með rigningu meðfram suðurströndinni, á Austfjörðum og annesjum norðan iands. Daginn eftir brá til suðaustan- áttar vegna lægðar suður af Islandi. Rigndi þann dag á Suðvesturlandi, og þokaðist úr- komusvæðið norðaustur á bóginn og daginn eftir, þ. 21., rigndi um allt austanvert landið. Næstu daga var hægviðri og smáskúrir víðast hvar. Var smálægð yfir landinu báða þessa daga, en þ. 24. og 25. var yfirleitt bjart og þurrt veður. Þó voru nokkrar síðdegisskúrir fyrri daginn. Þá tvo daga fór hæðarhryggur austur yfir Island. Hitastig þ. 18.—25. var l°-2° undir meðallagi nema þ. 24., sem áður er minnzt á. Síðustu fimm dagana var nokkru hlýrra i veðri. Þ. 26. var suðvestanátt með rigningu um vestanvert landið vegna lægðar, sem þokaðist norðaustur á bóginn á Grænlandshafi, en daginn eftir birti til. Fór hæðarhryggur þá yfir landið. Næstu tvo daga var hæð fyrir sunnan land, en smálægð yfir Grænlandshafi. Var suðlæg átt, rigning og þykkt loft um allt land nema á Norðausturlandi og Austf jörðum þ. 28. og 29. Síðasta dag mánaðarins fór djúp lægð norðaustur Grænlandshaf, hvessti þá af suðaustri og síðan suðvestri með mikilli rigningu vestan og sunnan lands. Hiti þessa fimm daga var um eða aðeins undir meðallagi. Loftvægi var 2.8 mb undir meðallagi. Lægst að tiltölu var loftvægið á Stórhöfða í Vest- mannaeyjum, 3.8 mb undir meðallagi, en hæst á Galtarvita, 2.1 mb lægra en venja er í júni. Hæst stóð loftvog á Hólum í Hornafirði, 1027.2 mb þ. 8. kl. 11, en lægst á Kirkjubæjar- klaustri þ. 14. kl. 17—19, 976.2 mb. (41)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.