Veðráttan

Ukioqatigiit

Veðráttan - 01.07.1962, Qupperneq 1

Veðráttan - 01.07.1962, Qupperneq 1
VEÐRÁTTAJÍ 1962 mAnAHARYFIRLIT SAMIO A VGÐI'RSTOFIIIVNI JÚlí Tíöarfariö var kalt um allt land. Víða á Norðaustur- og Austurlandi varð grasspretta mun minni en venjulega vegna kalskemmda í túnum. Sláttur hóíst yfirleitt seint. Norðan lands var góð heyskapartíð, en sunnan til á landinu voru skúrir til trafala. Fyrsta dag mánaðarins var vestan- og norðvestanátt með skúrum nema á suðaustan- verðu landinu, þar var þurrt. Fyrir norðan og norðaustan land var djúp lægð, sem þok- aðist norðaustur og olli hvassviðri norðan lands. Daginn eftir fór hæðarhryggur austur yfir landið. Var hægviðri og léttskýjað þann dag um meginhluta landsins, en síðari hluta dagsins þykknaði í lofti á Suðvesturlandi með suðvestanátt. Smálægð fór norðaustur Grænlandshaf þ. 3., en í kjölfar hennar þokaðist hæð yfir landið. Var suðvestanátt þ. 3., en daginn eftir var vindátt breytileg. Báða dagana var úrkomulaust að mestu um allt land og léttskýjað um norðaustanvert landið. Þ. 5.—7. fór smálægð norðaustur Græn- landshaf og síðan yfir landið. Fyrst var suðvestanátt um mestallt land, rigning og súld á Suðvesturlandi, en á miðunum fyrir norðan land var austankaldi og skýjað. Síðan sneri til norðanáttar með rigningu á Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi, og hélzt það veðurlag þ. 6. og 7. Þ. 6. voru einnig nokkrar síðdegisskúrir á Suðvesturlandi og við Faxa- flóa. Hiti var 2° undir meðallagi þ. 1. og 6.—7., og varð aldrei kaldara að tiltölu í mónuð- inum. Þ. 2.—5. var 1° kaldara en í meðalári. Þ. 8.—12. var hæg austlæg átt hér á landi. Víðáttumikil lægð var suðvestan við Irland þ. 8. og 9. og þokaðist síðan norðaustur, en austan og norðaustan við Island var háþrýsti- svæði. Á Suðausturlandi, Austfjörðum og Norðausturlandi var rigning þrjá fyrstu dagana, en þ. 11. og 12. var þurrt víðast hvar, en skýjað. Heldur var hlýrra í veðri þ. 8.—11., hiti um meðallag, en þ. 12. var 2° kaldara en í meðalári. Næstu 5 daga var háþrýstisvæði yfir Norðaustur-Grænlandi, og breiddist það smám saman yfir hafið norðan og austan íslands, en við suðvesturströndina var smálægð. Þessa daga var hæg austlæg og suðaustlæg átt. Þ. 13. var þykkt loft, en úrkomulítið víðast hvar, en hina dagana var nokkur úrkoma nema á Austurlandi, þar var lengst af þurrt að mestu. Síðasta daginn var þó yfirleitt ekki teljandi úrkoma nema á Suðvesturlandi. Hitinn var frá meðallagi að 1° undir því. Þ. 18.—21. þokaðist lægð, sem fyrst var vestur af Irlandi, norðaustur yfir Skotland, en háþrýstisvæði yfir Grænlandi breiddist suður á bóginn. Hér á landi var hæg austlæg og síðan norðaustlæg átt og lengst af léttskýjað. Sunnan lands voru þó skúrir suma dagana. Smálægð myndaðist yfir landinu þ. 22., og var hæg breytileg átt þann dag. Næstu tvo daga var hæð sunnan við land, og brá þá til vestanáttar. Voru skúrir suðvestan lands alla dagana og einnig fyrir norðan og austan þ. 23.—24. Á Suðvesturlandi gerði haglskúrir á stöku stað þ. 21. og 22. Hitastig þessa 7 daga (18.—24.) var frá meðallagi að 1° yfir þvi. Lofthiti var nokkru hærri næstu 5 daga. Voru 26. og 27. hlýjustu dagar mánaðarins, hiti 2° yfir meðallagi, en þ. 25. og 28.—29. var 1° hlýrra en í meðalári. Þ. 25. var víða bjart, en þó voru nokkrar síðdegisskúrir á Héraði, sums staðar á Austf jörðum og á Reykja- nesi. Hæðarhryggur fór austur á bóginn fyrir sunnan land þennan dag, en lægð var suð- vestur í hafi. Lægðin nálgaðist landið næstu daga og eyddist yfir þvi síðustu daga mánað- arins. Var suðvestanátt þ. 26.—28. og rigning sunnan og vestan lands frá Breiðafirði austur í Skaftafellssýslur, en á austanverðu Norðurlandi og suður á Hérað var léttskýjað og hlý- indi dag hvern. Þó komu nokkrar síðdegisskúrir þessa þrjá daga i Þingeyjarsýslum. Þ. 29.—31. var hæg, breytileg átt og skúrir víðast hvar síðdegis nema síðasta dag mánaðar- ins, en þá var austan kaldi á miðum og annesjum norðan lands og nokkur rigning fram eftir degi. Heldur kólnaði síðustu tvo dagana, og var hitinn þá um meðallag. (49)

x

Veðráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.