Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.09.1962, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.09.1962, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1962 MÁNADARYFIULIT SAMID A VEIMJItSTOFUNNI September TíÖarfar var talið sæmilega hagstætt. Heyskap var yfirleitt lokið laust eftir miðjan mánuð. Hey voru með minna móti og uppskera úr görðum víðast léleg. Nokkrir fjall- vegir tepptust síðast í mánuðinum. Hiti var 1°—2° yfir meðallagi fyrstu fimm dagana. Hæð var norðanvert við land, en alldjúp lægð fór suðaustur á bóginn sunnan við landið. Vindur var austanstæður þ. 1.—4., en þ. 5. var breytileg átt. Hvassviðri var við suðurströndina þ. 1. og 2. og rigning á Suður- og Austurlandi þ. 1.—3., en langmest rigndi í Mýrdal þ. 1. Vestan lands og norðan var ekki teljandi úrkoma, og þ. 4. og 5. var úrkomulítið víðast hvar. Þ. 6. var breytileg vindátt og sums staðar dálítil úrkoma. Daginn eftir var norðan- átt framan af, en síðan þokaðist hæðarhryggur austur yfir landið, og vindur varð breyti- legur. Sunnan lands var bjart, en norðaustan lands var dálítil úrkoma, og sums staðar snjóaði í fjöll. Lægðasvæði var yfir Bretlandi og Skandínavíu. Hiti var um meðallag þessa tvo daga. Þ. 8. fór smálægð austur með suðurströndinni, og gekk þá i allhvassa norðanátt með slyddu eða snjókomu á fjöllum norðan lands og austan, en rigningu á láglendi. Norðan- áttin hélzt fram á þ. 10., en þá þokaðist hæðarhryggur inn yfir landið úr vestri, og var stillt og þurrt veður um allt land daginn eftir. Um sunnanvert landið var einnig þurrt þ. 9. og 10., en rigning þ. 8. Hiti var í tæpu meðallagi þ. 8. og 11., en þ. 9. og 10. var 2° kaldara en í meðalári. Smálægð var nálægt vesturströndinni þ. 12. og 13. og vindur suðlægur, en þ. 14. fór lægðin suðaustur yfir landið, og vindátt var breytileg. Rigning var sunnan lands og vestan, en á Norðausturlandi var þurrt veður að mestu. Hiti var frá meðallagi að 1° yfir því. Alldjúp lægð var í nánd við Færeyjar þ. 15. og 16., en hæðarhryggur lá frá Grænlandi og suður í haf vestan við land. Eindregin norðanátt var báða dagana og stormur um austanvert landið og Suðurland vestur undir Eyjafjöll. Norðan lands voru víða slydduél, en sunnan lands yfirleitt bjart. Hiti var 1° undir meðallagi þ. 15., en 5° undir því þ. 16., og var það kaldasti dagur mánaðarins. Dagana 17.—22. voru lægðir á Grænlandshafi, en hæð yfir hafinu sunnan við land tvo fyrstu dagana, og þokaðist hún síðan suðaustur yfir Bretland. Vindur var yfirleitt suð- lægur eða suðvestlægur. Norðan lands og austan voru hlýindi og góðviðri, en yfir Suður- og Vesturland fór hvert úrkomusvæðið á fætur öðru. Langmest rigndi þ. 18. og aðfara- nótt þ. 19. um suðvestanvert landið, og náði þá úrkoman einnig til Norður- og Austur- lands. Hiti var 3° yfir meðallagi þ. 21., og var það hlýjasti dagur mánaðarins miðað við meðallag. Þ. 17. var hiti í meðallagi, en þ. 18.—20. og 22. var 2° hlýrra en í meðalári. Að kvöldi þ. 22. gekk í hvassa suðaustanátt suðvestan lands vegna djúprar lægðar, sem nálgaðist suðvestan úr hafi og fór norðaustur yfir landið daginn eftir. Gekk þá í suðvestan storm með skúrum um meginhluta landsins, en á Vestfjörðum var norðan- hvassviðri með rigningu framan af, en síðar slyddu. Vestan lands og vestan til á Norður- landi var úrkoman víða mikil. Hiti var áfram 2° yfir meðallagi. Lægðin var komin norðaustur fyrir land þ. 24., og hvöss norðanátt bar kalt loft inn yfir landið. Sunnan lands hélzt þó vestlæg átt. Norðanáttin gekk niður er á daginn leið, og grunn lægð kom inn yfir Suðurland úr vestri. Lægðin fór austur yfir land þ. 25., og önnur smálægð fylgdi í kjölfarið aðfaranótt þ. 26. Snjókoma eða slydda var norðan lands þ. 24., en úrkoma mældist yfirleitt ekki mikil. Sunnan lands voru skúrir. Þ. 25. var víðast talsverð úrkoma, en sunnan til á landinu birti til með norðanátt þ. 26. Hiti var 2° undir meðallagi þessa þrjá daga. Alldjúp lægð nálgaðist hægt suðvestan úr hafi þ. 27. og 28. Vindur var suðaustlægur og austlægur og hvass við suðurströndina. Regnsvæði lægðarinnar var komið inn yfir (65)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.