Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.10.1962, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.10.1962, Blaðsíða 1
VEBRÁTTAN 1962 MÁXAHtAIlYMItLIT SAMIH A VEÐURSTOFU3VBÍI Október Tíöarfar var hagstætt austan til á landinu, en vestan lands var umhleypingasamt. Síðustu vikuna spilltist tíð um allt land, og samgöngur urðu víða erfiðar. Kornuppskera brást að mestu á Norður- og Austurlandi, og sunnan lands var hún fremur léleg. Kröpp lægð var sunnan við land þ. 1. og allhvöss austan átt sunnan lands og vestan. Lægðin grynnkaði daginn eftir og fór norður yfir land. önnur grynnri lægð nálgaðist þ. 3. og fór norðaustur yfir land þ. 4. Alla þessa daga rigndi víðast hvar, en mest var úr- koman austan lands og sunnan þ. 1. og 2. Hiti var 1°—3° yfir meðallagi. Vindátt var breytileg þ. 2.—4. og ekki hvasst. Þ. 5.—6. var vindur hægur og yfirleitt þurrt og bjart um sunnanvert land, en nokkur úrkoma norðan lands. Allkröpp lægð nálgaðist sunnan úr hafi þ. 6. og fór norður yfir land daginn eftir. Lægðinni fylgdi talsverð úrkoma, og víða var hvasst, einkum norðaustantil á landinu. Þ. 8. fór smálægð yfir norðvestanvert landið, og vindur var hægur. Norðaustan lands var úrkomulítið, en annars staðar rigndi nokkuð. Þessa fjóra daga (5.—8.) var hiti frá meðallagi að 1° yfir því. Dagana 9.—12. var hiti 1°—4° yfir meðallagi. Hæð var suður í hafi fyrsta daginn og þokaðist síðan til norðurs og austurs. Úrkomusvæði var milli Islands og Grænlands. Vindur var suðvestanstæður tvo fyrri dagana, en þ. 11. og 12. var hægviðri. Austan lands og norðaustan var úrkomulaust nema þ. 12. og sums staðar bjart, en vestan lands var skýjað. Aðfaranótt 10. var stórrigning á Vestf jörðum, en annars var úrkoma hvergi mikil. Hæðarhryggur var yfir Norðaustur-Grænlandi og suður yfir austanvert Island þ. 13. og þokaðist lengra austur á bóginn næsta dag. tJrkomusvæði, sem var sunnanvert við land þ. 13., barst norður yfir það þ. 14. Við suðurströndina var hvöss austanátt framan af, en undir kvöld þ. 14. hafði vindur snúizt þar til vesturs. Annars staðar var vindur hægari. Hiti var 1°—2° yfir meðallagi. Góðan hlýindakafla gerði dagana 15.—21. Einkum var hlýtt norðantil á landinu þ. 19.—21. Þá þrjá daga var hiti á Akureyri 10°—13° yfir meðallagi. Hitinn á öllu landinu var 8° yfir meðallagi þ. 20., og varð það hlýjasti dagur mánaðarins. Þ. 17. og 18. var 3" hlýrra en í meðalári, og aðra daga þessa tímabils var hitinn 5°—6° yfir meðallagi. Lægð var á hreyfingu norður Grænlandshaf þ. 15.—16., og sunnan- og síðar suðvestan- átt bar hlýja loftið inn yfir landið. Mikil rigning var sunnan lands, og úrkoman náði um mestallt landið, aðeins á Norðausturlandi var þurrt. Síðan var vestlæg og suðvestlæg átt ráðandi fram á þ. 20. með skúraveðri um vestanvert landið, en þurru veðri að mestu á Norðaustur- og Austurlandi. Háþrýstisvæði þokaðist vestur á bóginn frá meginlandi Evrópu og vestur yfir Bretlandseyjar. Þ. 20. voru lægðir suðvestan og vestan við land, og vindur snerist til suðurs með mjög mikilli rigningu sunnan lands og vestan. Daginn eftir gekk aftur til vestlægrar áttar, og dró mjög úr úrkomu. Þ. 22. fór smálægð austur yfir landið, vindur snerist til norðurs, og hiti fór niður í meðallag. Nokkur úrkoma var víðast hvar á landinu, slydda á stöku stað norðan lands. Næstu þrjá daga fór kólnandi og varð 2°—5° kaldara en í meðalári. Hæð var yfir Græn- landi, en lægð fór til austurs sunnan við land, og lægðadrag var yfir landinu sjálfu þ. 23. Þann dag var vindátt breytileg, en þ. 24. var hvöss austan- og norðaustan átt. Norðan lands var nokkur slydda eða snjókoma alla dagana, og sunnan lands voru sums staðar skúrir. Hæðarhryggur fór austur yfir land þ. 25., og var viða bjart þann dag, en undir kvöld var komin vestanátt með slydduéljum vestan lands. Kröpp lægð kom vestan úr hafi þ. 26. og fór austur með suðurströndinni þ. 27. Fyrri daginn gerði suðaustan hvassviðri með talsverðri snjókomu nema á Suðvesturlandi, þar rigndi, en þ. 27. snerist í hvassa norðanátt og birti á Suðurlandi, en annars staðar snjóaði. Þ. 28. lægði. Sunnan lands var þurrt að mestu, en norðan lands voru sums staðar él. Hiti var 6° undir meðallagi, og varð þetta kaldasti dagur mánaðarins miðað við meðallag. Þ. 26.-27. var 1°—2° kaldara en í meðalári. Aðfaranótt 29. gerði hvassa austanátt með mjög mikilli snjókomu, einkum þó sunnan lands. Lægð var að nálgast vestan úr hafi. Hún fór austur yfir Suðurland daginn eftir, og þ. 30. var komið norðan og norðaustan hvassviðri um allt land. Sunnan lands varð (73)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.