Veðráttan

Årgang

Veðráttan - 01.11.1962, Side 1

Veðráttan - 01.11.1962, Side 1
VEÐRÁTTAN 1962 MÁKAUAllYFIBLIT SAMIB A VEIHIRSTOFUKNI Nóvember Tíöarfar var yfirleitt talið hagstætt, einkum austan lands. Vegir voru greiðfærir nema fyrstu daga mánaðarins. Fyrstu fjóra daga mánaðarins mátti heita úrkomulaust á Suðurlandi og á Vesturlandi norður til Breiðafjarðar, en norðantil á landinu og á Austfjörðum var nokkur snjókoma. Vindur var austlægur. Lægðir voru sunnan við land, og þ. 1. og 2. var grunn lægð að eyðast milli íslands og Noregs. Hæð þokaðist austur á bóginn norðan við land. Hiti var 2°—4° undir meðallagi þ. 1.—3., en náði meðallagi þ. 4. Hlýindakafla gerði dagana 5.—12., hiti var 6° yfir meðallagi þ. 10., og varð það hlýjasti dagur mánaðarins miðað við meðallag. Þ. 7. var 5° hlýrra en í meðalári, en aðra daga þessa tímabils var hiti 2°—4° yfir meðallagi. Lægðasvæði var vestur af Bretlandi þ. 5.—6., vindur austanstæður og sums staðar nokkur úrkoma, en hvergi mikil nema á Austfjörðum og Suðausturlandi. Þ. 7. snerist vindur til suðausturs vegna lægðar á Grænlandshafi. Orkomusvæði lægðarinnar fór norðaustur yfir landið daginn eftir, og gerði þá vestanátt með éljum. Kröpp lægð, sem fór norður Grænlandshaf þ. 9.—10., olli sunnan hvassviðri og mikilli úrkomu vestan lands og sunnan, en norðaustantil á landinu var víðast úrkomulítið. Þ. 11. og 12. grynnkaði lægðin og þokaðist norður og norðaustur fyrir landið. Vindur var hægari, og áttin snerist frá suðri til vesturs. Austan lands var þurrt og einnig á Norðurlandi fyrri daginn, en annars voru skúrir eða slydduél þessa tvo daga. Hiti fór 1° niður fyrir meðallag þ. 13., og næstu fjórir dagar urðu köldustu dagar mánaðarins. Þ. 15. var 5° kaldara en i meðalári, en þ. 14., 16. og 17. var hitinn 6° undir meðallagi. Lægð hreyfðist frá Jan Mayen og norður fyrir Noreg þ. 13., og þ. 14.—17. var lægðasvæði yfir Skandinavíu. Þ. 13. og fram eftir degi þ. 14. var norðanátt og talsverð snjókoma nema á Suðurlandi. Síðdegis þokaðist hæð inn yfir landið úr vestri, og vindur varð hægur. Hæðin fór austur yfir landið þ. 15., en lægð á sunnanverðu Grænlandshafi olli austanátt á Suðvesturlandi. Lægðin hreyfðist suðaustur í haf, og næstu tvo daga var hæð yfir landinu og vestanvert við það. Sums staðar voru snjóél, en víðast var úr- koman óveruleg. Hæðin þokaðist suður á bóginn þ. 18. og 19. Hægri suðlægri átt brá fyrir, og heldur hlýnaði i veðri. Þ. 18. var 2° kaldara en í meðalári, en þ. 19. var hiti 1° yfir meðallagi. Veður var þurrt að mestu nema á Vesturlandi. Þ. 20.—21. voru grunnar lægðir á Grænlandshafi. Vindur var yfirleitt hægur, suðlæg átt með dálítilli úrkomu vestan til á landinu, en annars breytileg átt og þurrt veður. Hiti var 1°—3° yfir meðallagi. Kröpp lægð fór norður Grænlandshaf þ. 22. og olli allhvassri sunnanátt með talsverðri úrkomu suðvestan og vestan lands, en annars staðar var hún minni. Lægðin fór hratt norðaustur, og eftir henni fylgdi hæðarhryggur. Úrkoma var yfirleitt lítil þ. 23., vindur norðanstæður fram eftir degi, og hiti fór 1° niður fyrir meðallag, en þ. 22. var 5° hlýrra en í meðalári. Önnur kröpp lægð fór norðaustur Grænlandshaf þ. 24.—25., og þ. 26. lá lægðadrag til vesturs frá Norður-Noregi, og smálægð var milli Vestfjarða og Grænlands. Fyrsta daginn var hvöss sunnanátt, en síðan snerist vindur til vesturs, og veðrið herti að mun. Norðan lands snjóaði alla dagana. Um allt sunnanvert landið rigndi allmikið fyrsta daginn, en tvo síðari dagana var úrkomulítið á Suðausturlandi. Á Austurlandi var þurrt að mestu alla dagana. Hiti var 2°—4° yfir meðallagi þ. 24.—25., en fór niður í með- allag þ. 26. Dagana 27.—29. var 1°—2° kaldara en í meðalári. Hæðarhryggur fór austur yfir land þ. 27. Vindur var hægur, en áttin norðlæg framan af. Næstu tvo daga var lægð á hreyfingu austur á bóginn sunnan við land. Hún olli austan hvassviðri við suðurströnd- ina þ. 28. og slyddu eða rigningu um allt land. Daginn eftir var breytileg átt og víða dálítil él. (81)

x

Veðráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.