Veðráttan

Årgang

Veðráttan - 01.12.1962, Side 1

Veðráttan - 01.12.1962, Side 1
VEÐRÁTTAN 1962 MÁNAÐARYFIHLIT SAMHt A VERIIIISTOFIINNI Desember Tíöarfar var yfirleitt talið hagstætt austantil á landinu, en vestan lands var umhleyp- ingasamt fram að jólum. Samgöngur voru lengst af sæmilega greiðar. Fyrstu viku mánaðarins voru hlýindi. Þ. 1.—4. var hiti 4°—5° yfir meðallagi, og þ. 5.—7. var 2°—3° hlýrra en i meðalári. Hæð var yfir Norðaustur-Grænlandi og hafinu austur undan, en lægðir komu suðvestan úr hafi. Smálægð fór austur yfir land þ. 1. og önnur norður með vesturströndinni daginn eftir. Báða dagana varð allhvasst. Úrkoma var um allt land, og sunnan lands og vestan rigndi víða mikið. Þ. 3. og 4. var víðáttu- mikil lægð á Grænlandshafi, allhvöss suðaustan- og sunnanátt með talsverðri rigningu um vestanvert landið, en hægara og úrkomulítið norðan lands og austan. Lægðin fór austur með suðurströndinni þ. 5. og olli fyrst austanátt með rigningu austan lands og sunnan, en síðan brá til norðanáttar með talsverðri úrkomu norðan lands, og syðra stytti upp. Ný lægð kom úr suðvestri þ. 6. og var austan hvassviðri sunnan lands þann dag. Mikil rigning var sunnan lands og austan, og aðfaranótt þ. 7. breiddist úrkomu- svæðið norðvestur yfir landið. Lægðin kom inn yfir landið þ. 7. og gerði þá norðan og norðaustan storm með hríðarveðri norðvestan lands, en austan lands var suðlæg átt og rigning. Lægðin fór norðaustur í haf þ. 8., og síðdegis var komin hvöss norðanátt um allt land. Austan og norðaustan til á landinu varð dagurinn þó 3°—4° hlýrri en í meðalári, en ann- ars staðar var hiti 1°— 5° undir meðallagi. Sunnan lands var þurrt, en norðan til á landinu snjóaði. Dagana 9.—12. var kalt. Þ. 11. og 12. var 6° kaldara en í meðalári, og urðu það köld- ustu dagar mánaðarins, en þ. 9. og 10. var hitinn 3°—4° undir meðallagi. Norðanáttina lægði undir kvöld þ. 9., en daginn eftir olli lægð suðvestan við land suðaustan og austan hvassviðri á Suðurlandi. Lægðin hreyfðist hratt suðaustur, og þ. 11. gekk aftur í norðan- átt, en þ. 12. lægði. Norðan lands var dálítil snjókoma alla dagana, og þ. 10. var víða allmikil snjókoma sunnan lands, en annars var þar að mestu bjart. Lægð fór norður Grænlandshaf og norður fyrir land þ. 13. og olli fyrst sunnanátt með allmikilli úrkomu um allt sunnan- og vestanvert landið, en síðan gerði vestanátt með éljum. Hiti var 1° yfir meðallagi. Þ. 14. var lægðin komin austur fyrir land, kaldara loft barst á ný inn yfir landið, og varð 2°—5° kaldara en í meðalári dagana 14.—16. Allkröpp lægð kom suðvestan úr hafi og fór til austurs sunnan við land, en síðasta daginn var hæðarhryggur yfir landinu. Vind- átt var breytileg þessa þrjá daga, sums staðar voru él, en úrkoman var víðast lítil. Dagana 17.—24. var stormasamt en fremur hlýtt. Þ. 17.—19. voru lægðir suðvestan og vestan við land, vindur milli austurs og suðurs og hvasst um allt land. Víðast dró þó úr veðrinu í svip aðfaranótt 19. Á Suðausturlandi var mikil úrkoma og einnig sums staðar vestan til á landinu, en á Norður- og Norðausturlandi var úrkomulítið nema síð- asta daginn. Hiti var frá meðallagi að 2° yfir því þessa þrjá daga. Þ. 20. fór lægðadrag norðaustur yfir landið og brá til vestanáttar með éljum, en þ. 21. hvessti á ný af suðri, og daginn eftir bar sunnan stormur mjög hlýtt loft inn yfir landið. Hiti varð 8° yfir meðal- lagi og varð þetta hlýjasti dagur mánaðarins, en þ. 20. og 21. var 1°—2° hlýrra en í meðal- ári. Mikil úrkoma var þ. 21. og 22. alls staðar nema norðaustan til á landinu. Lægð var að dýpka vestan við land þ. 21. og 22., en hreyfðist síðan norðaustur á bóginn þ. 23.—24. Vaxandi hæð var sunnan við land. Tvo síðasttöldu dagana var vestanátt. Sunnan lands og vestan voru él þ. 23., en á aðfangadag birti til og kólnaði. Hiti var 4° yfir meðal- lagi þ. 23., en 1° yfir því þ. 24. Síðustu viku ársins var hæð yfir landinu og yfirleitt stillt veður. Á Austurlandi var úrkomulaust, og þ. 25.—26. mátti heita þurrt um allt land. Þá tvo daga var 2°—4° kaldara en í meðalári. Smálægð fór norður með Grænlandi þ. 27.—28. og bar loft úr suðvestri inn yfir landið og olli lítils háttar snjókomu sums staðar vestan og norðan til á landinu. Þ. 27. var allt að 4° hlýrra en i meðalári norðvestan til á landinu, en annars staðar var hiti frá meðallagi að 3° undir þvi. Þ. 28. var 4° hlýrra en venja er til á landinu öllu. Siðan var úrkomulaust að mestu og hægviðri til áramóta, en kaldara, hiti var frá 1° yfir meðallagi að 1° undir því. (89)

x

Veðráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.