Veðráttan

Volume

Veðráttan - 01.01.1964, Page 2

Veðráttan - 01.01.1964, Page 2
Janúar VEÐRÁTTAN 1964 allvíða nálægt helmingur af meðalúrkomu og á stöku stað (Þorvaldsstaðir, Fagridalur) um % þess, sem venja er. Úrkomudagar voru 4—9 fleiri en i meðalári sunnanlands, einnig voru þeir til- tölulega margir á Vestfjörðum. Á Norðaustur- landi töldust úrkomudagar allt að 4 færri en venjulega. Þoka. Fjöldi þokudaga í mánuðinum var við- ast hvar nálægt meðallagi, en á Stórhöfða í Vest- mannaeyjum var þokusamt, þokudagar 9 fleiri en venjulega. Um þoku var getið 20 daga mánaðar- ins, en oftast aðeins á 1—3 stöðvum hvern dag. Heiztu þokudagar voru 3., þoka á 6 stöðvum, flestum austanlands, 17.—18., þoka á 10 stöðvum austanlands og sunnan, 25., þoka á 6 stöðvum og 27., þoka á 15 stöðvum víðs vegar um landið. Vindur. Vindáttir milli suðausturs og vesturs voru tíðari en venjulega, einkum voru sunnan- vindar tíðir. Norðaustanátt var sjaldgæfust að tiltölu, en noiðan-, austan- og norðvestanvindar voru einnig fátíðir. Logn var fremur sjaldan. Meðalveðurhæð var í rúmu meðallagi á öllu land- inu. Sunnanlands var veðurhæð allt að einu vind- stigi meiri en venjul., en á Norðvestur-, Norður- og Austurlandi víðast lítið eitt undir meðallagi. Þrumur voru óvenjulega tíðar i þessum mán- uði. Þ. 1. voru þrumur á 5 stöðvum, en rosaljós sáust á einni stöð, öllum sunnanlands; þ. 2. voru þrumur á 11 stöðvum, en rosaljós á 2 stöðv- um á Suður- og Austurlandi; þ. 7. voru þrumur á 20 stöðvum um sunnanvert landið vestur og norður að Lambavatni og Hlaðhamri; þ. 8. á 5 stöðvum sunnanlands; þ. 9. á 4 stöðvum suð- vestanlands; þ. 12. á Sandi í Aðaldal; þ. 20. á 7 stöðvum sunnanlands; þ. 21. í Bjólu; þ. 25. i Æðey; þ. 29. á Keflavíkurflugvelli; þ. 30. á Rjúpnahæð og Egilsstöðum og þ. 31. í Vest- mannaeyjum. Snjúlag var að meðaltali 33%. Á 14 stöðvum, sem meðaltal hefur verið reiknað fyrir, var það 29% minna en venjulega. Einkum var snjólétt suðvestaniands. Snjódýpt var mæld á 46 stöðvum þá daga, sem jörð var alhvit. Á Siglunesi var meðalsnjódýpt 27 cm. Þar var alhvítt 7 daga. Mest snjódýpt mældist þar 45 cm þ. 1., og var það mesta snjódýpt, sem getið er um 1 mánuðinum. 1 Papey mældist meðalsnjódýpt 23 cm, en þar var alhvit jörð 2 daga. í Stardal, Hólum í Hjaltadal, Möðrudai og Sandhaugum var meðalsnjódýpt 10—16 cm, á 17 stöðvum 5—9 cm, en á 23 stöðvum taldist meðalsnjódýpt innan við 5 cm. Á 12 stöðvum varð jörð aldrei al- hvít á athugunartíma. Hagar voru að meðaltali 85%. Af 8 stöðvum, sem meðaltöl hafa, telja tvær, Þórustaðir og Vest- mannaeyjar lélega haga, en á sex stöðvum voru hagar 29% betri en í meðalári. Hafís. Þ. 17. er getið um hafísspöng um 30 sjómílur ANA af Horni, er lá austur þaðan. Daginn eftir var mikill ís á stóru svæði um 25 sjómílur NV af Horni. Þá lá aðalísbrúnin 34 sjómílur norður af Kögri og Horni, en tvær totur teygðu sig suður, önnur var næst landi 13 sjómílur N af Kögri, en hin 25 sjó- mílur NA af Geirólfsgnúpi. Þ. 25. geta 3 skip um ísspangir og smá jaka hættulega skipum um 20—25 sjóm. N og NV af Skaga. Þ. 29. var nokkuð stór ísjaki á siglingaleið 11 sjóm. NNA af Geirólfsgnúpi. SkaSar og hrakningar. Þ. 1. slitnaði vélbátur frá bryggju í Höfnum og mun hafa liðazt sundur og sokkið. Sjór flæddi yfir bryggjurnar í Keflavík, og skemmdust nokkrir bátar. Allvíða fuku þök af húsum, og bóndinn á Lælc í Holtum varð fyrir melðslum er skemma fauk. Aðfaranótt þ. 5. fauk bif- reið með 17 manns út af veginum á Fróðárheiði, og þak fauk af húsi í Ölafsvík. Næsta dag brotnuðu rúður í Bolungarvík vegna hvassviðris. Þ. 11. rak 3 vélbáta á land í Isafirði og skemmdust eitthvað, einnig skemmdist brezkur togari, sem var að láta úr höfn þar, en rak fyrir vindi. Á Hvallátrum á Breiðafirði slitnaði vélbátur upp og brotnaði. Þ. 22. fórst vb. Jón Garðar 16 sjómílur SV af Hjörleifs- höfða. Manbjörg varð. Aðfaranótt þ. 23. fauk járn af þökum á Reyðarfirði. Þ. 26. slitnaði vélbátur upp af legufærum í Þoriákshöfn, rak á land og gerónýttist. Þ. 31. missti vélbátur frá Grindavílc út afla og veiðarfæri. Einn af áhöfninni féll einnig útbyrðis, en bjargaðist fljótlega. Sama dag skemmd- ust tvö skip í Keflavík lítils háttar. Mikið var um árekstra i þessum mánuði vegna hálku á götum og vegum. Þ. 4. lentu 4 bílar i árekstri og skemmdust i Reykjavík. Sama dag fór bifreið út af Þingvallavegi, einn farþegi meiddist. Bifreið rann út af veginum í Oddsskarði nokkru síðar. Þ. 27. varð bifreiðaslys á Isafirði og þ. 28. nokkrir árekstrar i Reykjavik. Þ. 31. urðu 19 árekstrar í Reykjavík, einnig féllu menn á hálku og meiddust. Óvenju mörg umferðarslys, þar af 4 dauðaslys i Reykjavík og eitt á Akureyri, urðu í Þessum mánuði. — 1 þrumuveðrinu, sem gekk yfir landið sunnanvert þ. 7. urðu miklar síma- og raf- magnsbilanir í Árnessýslu. Eldingar slitu rafmagnslínur og tættu símastaura, svo að síma- og raf- magnslaust varð í 6 sveitum. — Þ. 27. er þess getið, að tveir vélbátar frá Skagaströnd hafi lagt línur í norðurkanti Strandagrunns, lentu þeir Þar í rekís, annar skemmdi skrúfuna, en hinn missti línu. Taisverð brögð voru að þvi, að bátar frá Isafirðl misstu lóðir sinar undir ís um þetta leyti. Framhald í febrúarblaðinu. (Sjá bls. 10). Bjart sólskin (klst.). Duration of bright sunshine (hours). (2)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.