Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.02.1975, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.02.1975, Blaðsíða 1
VEÐRATTAN 197 5 MÁ\Ai>.\UYHttI.Ii SAMIB A VEiM BSTOI I NM Febrúar TÍÖarfariO var milt, en nokkuð umhleypingasamt og úrkomusamt sunnanlanda og vestan. Á Norður- og Austurlandi var góð tið, þó voru hagar léleglr vegna mikils harðfennls og svellataga. Færð á vegum var lengst af góð. Þ. 1. var vaxandi suðaustan og austan átt og stormur eða rok á vestanveröu landinu. Regn- svœði fór norðaustur yfir landið, og því íylgdi suðlæg átt og hlýlndi. Hlti var 2V4° yfir meðallagi, en þ. 2. var 6° hlýrra en 1 meðallagi, og var sá dagur ásamt þ. 6., 24. og 25. hlýjastur að tlltölu i mánuðinum. Þ. 2. varð vindur suðaustlægur i bill og nýtt regnsvæði fór norður yfir landið. Vindur varö aftur suðlægur, og aöfaranótt þ. 3. gerði sunnan og suðvestan storm með rigningu. Lægð fór þá norður yfir Vesturland. Aðfaranótt þ. 4. snerlst vindur aftur til suðlægrar áttar á vestanverðu landinu, og enn eitt úrkomusvæði fór norðaustur yfir landið. A eftir varð suðlæg og suövestlæg átt, en vlndur snerist til suðausturs með rigningu þ. 5. Dagana 3. og 4. var hlti 5° yflr meðallagi, en 3° fyrir ofan það þ. 5. Þ. 6. var vindur sunnan- og suðaustanstæður og hiti 6° yfir meðallagi. Næstu 3 daga var yfirleitt fremur hæg suðaustlæg og austlæg átt á Suður- og Suðvestur- landi en hægviðri í öðrum landshlutum. Orkoma var lítil sem engin. Þ. 10. fór að rigna með aust- lægri átt og hélst sú átt einnig þ. 11., en þá varð vindur norðaustlægarl og snjðaði norðanlands og austan. Hiti fór lækkandi, var 3%° yfir meðallagi þ. 7., 2Mj° yfir þvi þ. 8., 2° hærri en i meðallagi þ. 9. og 10., en 1° yfir því þ. 11. Alla þessa daga voru lægðir fyrir suðvestan eða sunnan land. Þ. 11. og næstu daga var hæð á Norður-Grænlandi. Vindur var austlægur og norðaustlægur og kólnaði i veðri. Hiti var 1° undir meðallagi þ. 12., en 4° fyrir neðan það þ. 13. og 14., og voru þesslr tveir dagar kaldastir í mánuðinum. Dálítið snjóaði með köfium þessa daga en vindur var yfirleltt mjög hægur. Þ. 15. hlýnaði mjög, hiti var þá 3° yfir meðallagi en 4° yflr þvi þ. 16. Fyrri daglnn var lægð suðvestur af landinu. Hvessti þá á suðaustan og regnsvæði fór norðaustur yfir landið. Þ. 16. lygndi I bili, en kröpp lægð fór norðaustur yfir landið. Vindur snerist til vestan- og norðvestan- áttar með úrkomu víöa um land og varð hvasst allvíða og sumsstaðar stormur. Um kvöldlð var lægðin komin norður fyrir land og fór þá að lægja. Þ. 17. var suðvestlæg átt um allt land og smé- skúrir eða él á sunnan- og vestanverðu landinu, en þ. 18. snerlst vindur meira tll suðurs með éljum og skúrum sunnanlands og vestan. Varð hvasst síðarlhluta dags. Orkomusvæði íór norðaustur yflr land þ. 19., og varð hvöss sunnan og suðvestanátt á vestanverðu landinu. Þessa 3 daga var hltl 2°—3Mj° fyrir ofan meðallag, en næstu 4 daga var hann 1° yflr þvi. Suðvestanattin hélst þ. 20. en síðarihluta dags þ. 21. var hægviðri eða hæg austlæg átt og allvíða rigning eða snjókoma um kvöldlð og nóttina. Lægð fór norður eða norðaustur yflr landið þ. 22. og olli breytilegri átt og snjókomu. Um hádegi var hún komln norður fyrir land en lægðardrag lá frá henni suðvestur yflr Breiðafjörö. Var þá norðaustan átt a Vestfjörðum en suðvestlæg víðast 1 öðrum landshlutum. Lægðardraglð þokaðist suður og um kvöldið var komin norðlæg átt víða á Norður- og Austurlandi. Þ. 23. lá hæðarhryggur yfir landinu írá norðri tll suðurs. Vindur var hægur suðlægur vestan við hann en norðvestlægur á austanverðu landinu. Slðarihluta dagsins varð suðlæg átt um allt land og viða úrkoma en þa var lægð suðvestur I hafi á norðurleið. Þ. 24. gerðl suðaustan storm eða rok með rigningu viða um land, hitl varð 6° yfir meðallagi þann dag og þ. 25. Um nóttina lægði og þ. 25. var fremur hæg suðlæg átt og sums staðar nokkur rigning. Þ. 26. og 27. var hægur vindur og viða rigning, en 28. var suðaustlæg átt með rigningu suðvestanlands, en hægvlðri í öðrum landshlutum og allvíða úrkoma. Hiti var 4°—5° fyrir ofan meðallag þessa þrjá daga. LoftvœgiO var 1.7 mb undir meðailagi, fra 1.8 mb fyrir ofan meðallag a Höfn að 4.0 mb neðan við það a Galtarvita og Hornbjargsvita. Hæst stóð loftvog 1030.7 mb á Höfn þ. 6. kl. 21—24, en lægst 956.1 mb í Grímsey þ. 16. kl. 21. Hiti var 2.9° íyrir ofan meðallag. Svalast var viö strendur norðanlands og norðaustan. Þar var hiti nálægt 2° fyrir ofan meðallag og á stöku stað aðeins 1.5° yfir meöallagi. Sums staðar suð- vestanlands og i innsveitum á vestanverðu landinu var um og rúmlega 4° hlýrra en i meðalárl. Úrlcoma var 32% umfram meðallag. A Suður og Vesturlandi og vestan til a Norðuriandi var tiltölulega mikil úrkoma. Mest um tvöföld meðalúrkoma sums staðar á Suðvestur- og Suðaustur- landi. A norðaustanverðu landinu, frá Skagafirði að Héraði var úrkoman yfirleitt minni en venju- lega og minnst að tiltölu um þriðjung meðalúrkomu. Orkomudagar voru allt að 8 fleiri en venjulega á sunnanverðu landinu, en á norðanveröum Vestfjöróum, Norður- og Norðausturlandi og norðan til á Austfjörðum voru þeir viðast færri en í meðalári. Þoka var fremur fátlð suðvestanlands og einnig á Austfjörðum, en annars staðar voru þoku- dagar fleiri en venjulega, einkum þó sums staðar syðst á landinu (Vestmannaeyjar og Klrkjubæjar- klaustur). Um þoku var getið 24 daga í mánuðinum. Þ. 28. telja 28 stöSvar þoku, 1S stöðvar þ. 10.. 15 stöðvar þ. 26. og 27., 14 stöðvar þ. 25. og 10 stöðvar þ. 9. Þ. 6., 11. og 24. var þoka a 7—8 stöðvum, en 15 daga á 1—4 stöðvum hvern dag. Þrumur. Þ. 1. voru þrumur á Hólmi, Mosíelli, Meðalfelli, Siðuniúla, HJarðarfeUi, Arnarstapa, Stykkishólmi, Hamraendum, Búðardal, Máskeldu og Reykhólum, en rosaljós sáust á Þverholti og Þórustöðum. Þ. 2. heyrðust þrumur í Straumsvik, á RJúpnahæð, í Vestmannaeyjum, á Hœli og Kefla- vlkurflugvelli. Þ. 4. voru þrumur á Gufuskálum. Eyrarbakka, Vegatungu, Austurey og Keflavikur- flugvelli. Þ. 6. heyrðust þrumur í Búð, og þ. 15. í Austurey. Þ. 16. sáust rosaljós á Skógum og Leirubakka. Þ. 17. heyrðust þrumur á Skógum og 1 Vestmannaeyjum og rosaljós sáust á Leiru- bakka. Þ. 18. voru þrumur á Skógum og þ. 19. á RJúpnahæð, HJarðarfelll og Gufuskálum, en rosaljós saust þann dag á Hamraendum og Leirubakka. Þ. 20. heyrðust þrumur á RJúpnahœð, Hvanneyri, HJarðarfelli, Gufuskalum, Hólum í Hornafirðl og Fagurhólsmýri, en rosaljós sáust a Hamraendum og Teigarhorni. Þ. 21. heyrðust þrumur á Hvanneyri og Hólum i Hornaflrðl og þ. (9)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.