Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.03.1975, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.03.1975, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1975 MÁNADAUYFIRLIT samið A VEDURSTOFUSíNI Mars TiOarfariÖ var frekar óstöðugt, þó yar það vlðast talið sæmilegt eöa gott sunnanlands, en erfitt á norðanverðu landinu. Þar voru allmikil svell og slæmir hagar. Færð á vegum var yfirleitt góð. Lægð suðvestur af landinu olli suðaustlægrl og austlægri átt með rigningu 1 ílestum landshlut- um þ. 1. Þ. 2. var lægðardrag yíir landinu og norðaustur af þvi. Þá var norðaustlæg og norðlæg átt með rigningu eða slyddu á norðanverðu landinu, en hægviðri sunnanlands og austan. Þ. 3. var viðast hæg austlæg átt og nokkur úrkoma, en hægviðri eystra. Hiti var 3%° yfir meðallagl þ. 1. og 2° fyrir ofan það þ. 2., en aðeins ofan við meðallag þ. 3. Þ. 4. lá lægðardrag frá Jan Mayen og suðvestur fyrir austan land. Vindur var þá norðlægur um allt land með snjókomu nyrðra. Hitl var 6°—6%° fyrir neðan meðallag þ. 4. og 5. Þ. 5. snerist vlndur til norðausturs og austurs. Hvessti við suður- ströndina og gerði rok suðaustanlands, og snjóaði um allt land. Um kvöldið lægði sunnanlands, en hvessti aítur allviða þ. 6. með snjókomu eða rigningu. Þ. 7. var djúp lægð fyrir suðaustan land og hvöss norðaustanátt og stórhríð á norðan- og austanverðu landinu, en hægara og viða úrkomulaust syðra. Næsta dag lægði, og þ. 9. og 10. var yindur hægur um allt land og frekar Htil úrkoma. Hiti var 1° undir meðallagi þ. 6.—8., 2° fyrir neðan Það þ. 9. og þ. 10. var 3° kaldara en I meðalári. Þann dag gekk vindur til suðurs og suðausturs, enda nálgaðist lægð landið suðvestan að. Þ. 11. hvessti allvíða með rigningu og gerði rok og ofsaveður á Vestfjörðum og Norðurlandi. Lægðin fór norðaustur fyrir vestan land, en önnur lægð var fyrir norðan land þ. 12., og vindur snerist þá til suðvesturs og vesturs með skúra- og éljaveðri. Hiti var 5° yfir meðallagi þ. 11. og var sá dagur ásamt þ. 19. og 20. hlýjastur að tiltölu I mánuðlnum. Þ. 12. var hiti 2%° fyrlr ofan meðallag. Þ. 13. var hæg suðvestanátt með éljaveðri á Suður- og Vesturlandi og hiti 2°—3° undir meðallagi vestan- lands, en annars viðast dálítið ofan við meðallag. Þ. 14. fór lægð austur fyrlr norðan land, og vindur snerist til norðvesturs og norðurs. Hæðarhryggur fór austur fyrlr landið þ. 14. og 15. og vindur snerist til austurs og suðausturs þ. 15. með skúrum eða éljum á stöku stað. Þessa tvo daga var hiti 4%° og 4° fyrir neðan meðallag. Næstu 6 daga var hlýtt 1 veðri, hiti 3° yfir meðallagi þ. 16. og 17., 4° yfir þvl þ. 18. og 21., en 5° hærri en I meðalárl þ. 19. og 20. Þ. 16. var lægð vestur af landinu, og vindur var suðlægur um allt land og sums staðar hvass. Úrkomusvæðl fðr austur yfir landið. Þ. 17. snerist vindur til suðvesturs með skúra- og éljaveðri a Suður- og Vesturlandi. Þ. 18.—21. nálgaðist ný lægð Hvarf og fór norðaustur og var komin norðvestur af landinu þ. 21. Þessa daga var vindur suðlægur og suðaustlægur með úrkomu á sunnan- og vestanverðu landinu, og var þar hvasst allviða, einkum um kvöldið þ. 20. og fram á kvöld þ. 21., en þá var komin hæg vestlæg átt. Þ. 22. var hvöss vestanátt við suðurströndina, en fremur hæg norðlæg og norðaustlæg átt með snjókomu á norðanverðu landinu og kólnaði I veðri, einkum vestanlands. Hiti var I tæpu meðallagi á landinu I heild. Næstu 4 daga var mjög kalt, hiti 8° undir meðallagi þ. 23. og 26., en 10°—11° fyrir neðan meðallag þ. 24. og 25. Var einna kaldast þ. 24., en þa var kaldast að tiltölu I mánuðin- um. Þ. 27. og 28. var 4° kaldara en I meðalárl. Þessa daga voru lægðir fyrir austan eða norðaustan land, en hæö á Grænlandi eða Grænlandshafl. Þ. 23.—25. var norðlæg eða norðvestlæg átt um allt land og snjókoma eöa él á norðanverðu landinu en oftast þurrt sunnanlands. Þ. 26. var hæð yfir landinu, vindur hægur og breytllegur og víðast þurrt, en daginn eftir var hæðin fyrir suðvestan landið. Fyrst var vestlæg átt með éljum eða dálltilli snjókomu á norðanverðu landinu, en brátt snerist vindur til norðurs eöa norðvesturs með éljaveðri norðanlands og austan. Þ. 28.—29. var hæð yfir landinu og hæg breytlleg átt. Rigning var á vestanverðu landlnu, en norðanlands voru sums staðar él. Hiti hækkaði og var i rúmu meðallagi þ. 29., en þ. 30. var talsvert frost norðanlands, en milt á sunnan- og vestanverðu landinu. Á landinu I heild var 2° kaldara en 1 meðalárl þennan dag, en þ. 31. var hiti 2° fyrir ofan meðallag. Þ. 30. var lægð suðaustur af landinu og vlndur gekk snöggvast tll norðurs austanlands. A sunnan- og vestanverðu landinu var breytileg átt eða hægviðri, og um kvöldið og næsta dag var lengst af hæg vestlæg átt með rlgningu, en norðanlands var hæg austlæg átt. Loftvœgi var 1.2 mb fyrir ofan meðallag, frá 2.6 mb yflr meðallagi á Reykjanesvlta að 0.5 mb undir þvi á Dalatanga. Hæst stóð loftvog, 1034.7 mb á Vopnafirði þ. 15. kl. 09, en lægst, 968.0 mb a Höfn i Hornafirði þ. 7. kl. 06. Hiti var 1.0° fyrir neðan meðallag. Mildast var að tiltölu sunnanlands og vestan, norður að Snæfellsnesi. Þar var hiti vlða um %° fyrir neðan meðallag, en á stöku stað var hann jafnvel aðeins ofan við meðallag. Kaldast var við norðurströndina og á norðanverðum Vestfjörðum, hlti viða 1%°—2° lægri en I meðalári. Úrkoma var 9% innan við meðallag. Minnst að tiltölu, um eða rúmlega \í af meðalúrkomu, var hún suðaustanlands, allviða á Suðvestur-, Norður- og Austurlandi var hún innan við meðallag. 1 innsveltum norðanlands, á Norðausturlandi og sums staðar á Vestfíörðum var tlltölulega mikil úrkoma. Úrkomudagar voru færri en venjulega & Austf jörðum og Suðausturlandl, en i öðrum lands- hlutum voru þeir yíirleitt fleiri en I meðallagi, einkum þó á Vestfjörðum og Norðurlandi. Þoka var sjaldnar en venjulega austanlands, en annars staðar var þoka viðast hvar fremur tið, en þó sums staðar sjaldnar en venjulega. Um þoku var getið 28 daga I mánuðinum. Þ. 1. töldu 36 stöðvar þoku, en 21 stöð þ. 2. og 11 þ. 31. Þ. 3., 7., 29. og 30. var þoka á 5—6 stöðvum, en 21 dag á 1—3 stöövum hvern dag. Þrumur heyrðust á Gufuskálum þ. 15. og I Stardal og á Meðalfelli þ. 16. (17)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.