Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.04.1975, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.04.1975, Blaðsíða 1
VEBRÁTTAN 1975 MÁIVARARYFIHLIT SAMIll Á VERURSTOFUNiVI Apríl TíSarfariÖ var fremur óstöðugt og stormasamt og kalt með köflum. Gróður var skammt á veg kominn í lok mánaðarins og talsverður snjór norðanlands. Færð var lengst af góð. Þ. 1. þokaðist lægðardrag austur yfir landið. Vindur var vestlægur með rigningu sunnanlands og vestan. Á norðan- og austanverðu landinu var austlæg átt og snjókoma, en snerist brátt til vestlægrar áttar. Var vestlæg og norðvestlæg átt og nokkur úrkoma 2 næstu daga, en þá var háþrýstisvæði fyrir sunnan land. Hiti var nálægt meðallagi þ. 1. og 2. en 6° yfir þvi þ. 3., og var sá dagur hlýjastur að tiltölu í mánuðinum. Þ. 4. var hæg norðlæg eða austlæg átt á austan- og sunnanverðu landinu, en vestlæg og suðvestlæg átt vestanlands og víða rigning og þoka. Næsta dag þokaðist lægðardrag suður yfir landið og vindur varð austlægur með snjókomu nyrðra. Hiti var 3°—4° yfir meðallagi þessa tvo daga. Næstu 8 daga var kalt í veðri, hiti 3° undir meðallagi þ. 6. og 13., 6° undir því þ. 9. og 10., 7° fyrir neðan það þ. 8., og 8° undir því þ. 7. og 12. Þ. 11. var 9% ° kaldara en í meðalári, og var sá dagur ásamt þ. 29. kaldastur að tiltölu í mánuðinum. Þ. 6. var grunn lægð yfir landinu, og var þá austan og norðaustan strekkingur með snjókomu á norðan og austanverðu landinu, en vestlæg átt syðra. Lægðin fór suðaustur og síðdegis varð vindur norðlægur og norðaustlægur um allt land. Hélst þessi átt til þ. 8., en vindur var lengst af fremur hægur, einkum um vestanvert landið, þó var hvasst við suðurströndina. Þ. 8. þokaðist hæðarhryggur austur yfir landið. Varð fremur hæg austlæg og suðaust- læg átt og snjóaði allvíða. Þ. 9. fór lægð austur skammt suður af landinu. Hvessti þá sunnanlands og víða snjóaði. Næstu 2 daga var fremur hægur vindur, áttin milli norðurs og austurs og viða éljagangur einkum norðanlands og austan. Þ. 12. gerði hvassviðri á austan sunnanlands og víða var nokkur snjókoma á Suður- og Vesturlandi. Við Vest- mannaeyjar var einnig hvasst þ. 13. Næstu daga voru lægðir suðvestur eða suður og suðaustur í haf i og var vindur þá austlægur og yfirleitt hægur, þó var rok við suður- ströndina þ. 17. Rigning eða skúrir voru með köflum, einkum sunnanlands og austan og stundum var þoka við austur- og norðurströndina. Hiti var í meðallagi þ. 14., 1%' fyrir ofan það þ. 15., en 3° hærri en í meðallagi þ. 16.—21. Þ. 20. og 21. var hægviðri um allt land og víða úrkomulaust, en þoka með köflum norðanlands og austan. Um kvöldið þ. 21. var komin suðaustlæg átt með rigningu sunnanlands og vestan og næstu daga f ór lægð norðaustur fyrir vestan land. Vindur varð suðlægur og suðvestlægur þ. 22. og rigndi víða, en siðdegis var skúraveður. Suðvestan og vestanátt og skúrir héldust þ. 23., en þ. 24. sner- ist vindur til suðausturs. Þá fór lægð norðaustur meðfram austurströnd Grænlands, og regnsvæði fór norðaustur yfir landið. Vindur varð suðvestlægur síðdegis og þ. 25. var suð- vestlæg og vestlæg átt um allt land og allvíða éljaveður. Um kvöldið fór annaö úrkomu- svæði austur yfir landið. Hiti var 4°—4%° fyrir ofan meðallag þ. 22. og 24., 3° yfir því þ. 23., 2° fyrir ofan það þ. 25. Þ. 26. var hann kominn niður fyrir meðallag á Suður- og Vesturlandi, en á Norður- og Austurlandi var hann dálitið ofan við meðallag. Þann dag var hæg breytileg átt, en snerist i hæga norðlæga átt með snjókomu um kvöldið. Þ. 27.— 29. var lægðardrag fyrir sunnan eða suðaustan land og austlæg eða norðaustlæg átt um allt land með éljaveðri á. norðan- og austanverðu landinu. Sunnanlands og austan var hvasst þ. 28. Þ. 29. og 30. var stormur og hriöarveður um allt land, en þ. 30. snerist vindur meira til austurs. Þá var lægð suður af landinu. Síðari hluta dagsins lægði sunnanlands en við norðurströndina var enn norðaustan eða norðan strekkingur og snjókoma. Hiti var 2% "-3° undir meðallagi þ. 27. og 30. og 7° undir þvi þ. 28. Þ. 29. var 9%° kaldara en venjulega. Loftvægi var 3.8 mb yfir meðallagi, frá 2.8 mb á Höfn i Hornafirði að 4.9 mb á Stykkishólmi. Hæst stóð loftvog 1034.3 mb á Galtarvita þ. 7. kl. 15, en lægst 983.0 mb á Höfn þ. 30. kl. 06. Hití var 1.0° undir meðallagi. Mildast að tiltölu var sunnanlands og sums staðar á Vesturlandi og vestanverðu Norðurlandi. Þar var hiti yfirleitt lítið eitt undir meðallagi og a stöku stað aðelns ofan við það. Á Norður- og Austurlandi var tiltölulega kaldast, (25)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.