Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.05.1975, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.05.1975, Blaðsíða 1
VEÐ BÁTTAJÍ 1975 MÁNAIIARYFIKLIT SAMHI A VEDVRSTOFVNIVI Maí TÍOarfariO var óhagstætt gróðri. Sólríkt velt og oft góðviðri. Sauðburður gekk vel, en víða varð að gefa lambfé inni eða beita á túnin. Færð var góð. Fyrstu tvo dagana fór lægð austur fyrir sunnan land. Vindur var norðaustlægur en snerist til norðurs. Á norðanverðu landinu var éljaveður, en þurrt og víða bjart syðra. Hiti var 2° undir meðallagi. Um kvöldið þ. 2. gekk vindur til suðausturs og hlýnaði í veðri. Hiti var 2°—3%° fyrir ofan meðallag þ. 3., 5. og 6., en þ. 4. var 5%° hlýrra en í meðaléri og var sá dagur hlýjastur að tiltölu í mánuðinum. Þessa 4 daga voru lægðir suðvestur eða vestur af landinu. Vindur var suðaustlægur um stundarsakir þ. 3. og 5., en lengst af var suðvestlæg átt. Hvasst var á stöku stað þ. 1., 3. og 4., og þ. 5. var allviða stormur eða rok. Regnsvæði fór norðaustur yfir landið þ. 3., og siðan var súld á Suðvestur- og Vesturlandi. Þ. 4. og 5. fóru tvö regnsvæði norðaustur yfir landið. Síðdegis þ. 5. og þ. 6. var skúraveður sunnanlands og vestan. Þ. 7.-9. kólnaði nokkuð, fyrst á Vestur- og Suðurlandi, en síðar varð kalt um allt land. Hiti á landinu í heild var 1° yfir meðallagi þ. 7., í tæpu meðallagi þ. 8. og 3° fyrir neðan það þ. 9. Fyrri 2 dagana var grunn lægð vestur af landinu. Vindur var suðvestlægur og hægur og skúraveður eða rigning sunnanlands og vestan, en snerist til suðausturs með rigningu siðari hluta dags þ. 8. Þ. 9. fór lægðin austur yfir landið og varð norðaustan strekkingur og sums staðar hveisst með snjólcomu á norðanverðu landinu. Um kvöldið var komin norðanátt um allt land og hélst hún þ. 10. Éljaveður var um norðanvert landið. Þ. 11. varð áttin austlæg með snjókomu eða rigningu við suðurströndina. Þ. 12. var hæg austlæg átt um allt land og litilsháttar snjókoma á Suður- og Austurlandi. Þessa daga var mjög kalt í veðri, hiti 7% ° undir meðallagi þ. 10., 8° undir þvi þ. 11., sem var kaldasti dagur að tiltölu í mán- uðinum, en 6%° undir meðallagi þ. 12. Næstu daga hlýnaði, hiti var 3%° fyrir neðan meðallag þ. 13., í tæpu meðallagi þ. 14., en 2° hærri en í meðalári þ. 15. Vindur var hægur vestlægur þessa daga og stundum skúrir eða slydduél á vestanverðu landinu. Þ. 15. gekk vindur til suðurs með dálítilli úrkomu sunnanlands og vestan, en á Norðaustur- og Aust- urlandi var víða bjartviðri. Sunnanáttin hélst þ. 16. Víða voru lítilsháttar skúrir, og hiti var i meðallagi. Næstu 4 daga var frekar kalt, hiti lægstur að tiltölu þ. 18. og 19., 3° fyrir neðan meðallag, en þ. 17. og 20. var 1° kaldara en í meðalári. Þ. 17. var breytileg átt, en hæg norðaustlæg átt þ. 18. og 19. og lítilsháttar skúrir eða él á stöku stað. Þ. 20.— 23. var hæg breytileg átt og þurrt veður, en stundum þoka einkum við norður- og norð- austurströndina. Þessa daga var háþrýstisvæði yfir landinu. Loftvog fór þó lækkandi þ. 22.-24. en hækkaði svo aftur. Hiti var í meðallagi þ. 21., en 2°—2i4° fyrir ofan það þ. 22. og 23. Næstu 4 daga var hann 4° hærri en venjulega. Þessa daga voru lægðir fyrir vestan land, vindur suðaustlægur og suðlægur eða suðvestlægur og yfirleitt mjög hægur. Stund- um var lítilsháttar úrkoma sunnanlands og vestan, en norðaustanlands var þurrt og oft bjart veður. Síðustu 4 daga mánaðarins var hæð yfir landinu og vestur af þvi. Vindur var hægur og yfirleitt norðvestlægur eða norðlægur, en stundum austlægur við suður- ströndina. Yfirleitt var þurrt veður og oft bjart, en þoka með köflum norðanlands. Þó var allvíða nokkur úrkoma siðdegis þ. 31. enda var þá lægð suðaustur af landinu og norðaustan kaldi víðast hvar með snjókomu eða slyddu norðanlands og austan. Hiti var nálægt meðallagi þ. 28. og 29., þ. 30. var hann 1° undir meðallagi, en 2° fyrir neðan það þ. 31. Loftvægi var 5.5 mb yfir meðallagi, frá 3.6 mb á Hornbjargsvita að 7.1 mb í Vest- mannaeyjum. Hæst stóð loftvog 1042.8 mb á Keflavíkurflugvelli þ. 27. kl. 21, en lægst 989.5 mb á Reykjanesvita þ. 9. kl. 03. Hiti var 0.3° undir meðallagi. 1 innsveitum norðanlands og norðan til á Austurlandi og einnig sums staðar suðaustanlands var hiti yfirleitt lítið eitt ofan við meðallag, en hinsvegar var hann allt að 1° lægri en í meðalári á Suður- og Vesturlandi og eins í út- sveitum norðanlands. Úrkoma var 11% umfram meðallag. Hún var yfirleitt meiri en venjulega á Suð- vestur- og Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðiun. Þar var rúmlega tvöföld meðal- úrkoma á fáeinum stöðvum, en viðast var hún talsvert minni en það og sums staðar jafnvel dálitið innan við meðallag. Á Norður- og Austurlandi var lítil úrkoma og minnst (33)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.