Veðráttan

Volume

Veðráttan - 01.06.1975, Page 1

Veðráttan - 01.06.1975, Page 1
VEÐRÁTTAN 1975 MÁNAIIAllYFIRLIT SAMIU A VEOVHSTOFVKÍNI Júní Tíöarfariö var óvenju kalt og óstöðugt. Gróðri fór hægt fram. Fyrstu 5 dagana var hæð yfir Grænlandi, vindátt var milli norðurs og austurs og mjög kalt í veðri. Hiti var 6°-7° fyrir neðan meðallag og kaldast að tiltölu í mánuðinum þ. 2. og 3. Nokkur snjókoma eða éljagangur var á Norður- og Austurlandi þ. 1. og 2., en þurrt og bjart sunnanlands. Aðfaranótt þ. 3. var smálægð við suðvesturströndina og skúrir eða él norðaustanlands. Þ. 4. og 5. voru skúrir og él norðanlands og einnig skúra- veður sums staðar sunnanlands fyrri daginn. Þ. 6. og næstu daga fór veður hlýnandi. Hiti var 4° undir meðallagi þ. 6., 2°-2%° undir því næstu 2 daga, en þ. 9.-11. var l°-2%° hlýrra en í meðalári, og var hlýjast að tiltölu í mánuðinum þ. 10. Þ. 6 var hæð norður af landinu og hæg austlæg átt með éljum eða súld norðanlands og austan. Lægð nálgaðist úr suðvestri og hvessti með rigningu suðaustanlands og sunnan um kvöldið. Næsta dag rigndi í flestum landshlutum og hvessti á norðaustan á Vestfjörðum. Lægðir voru suð- vestur eða suður af landinu þ. 8. og 9., vindur yfirleitt austlægur og hægur, nema nokkur strekkingur við suðurströndina. Úrkomusvæði fóru norður yfir landið þessa daga og einnig þ. 10. og 11., en þá var lægð suðvestur af landinu og vindur suðaustlægur þ. 10., en snerist til suðurs og suðvesturs þ. 11. Þ. 12. var lægðin komin norðaustur fyrir land og vindur gekk til norðvesturs með rigningu og súld norðanlands og hvassviðri við Suðaust- urland. Kólnaði þá allmikið. Hiti var 2°—4° fyrir neðan meðallag dagana 12.—20. Kaldast var 14,—16. og 19., hiti 3%°—4° undir meðallagi, en þ. 12.—13., 17,—18. og 20. var hann 2°—3° lægri en í meðalári. Þessa daga voru grunnar lægðir suður af landinu eða yfir því. Vindur var oftast hægur austlægur og norðaustlægur á norðanverðu landinu, en sunnanlands var breytileg átt og hægviðri lengst af. Þó var suðaustan- og austanátt þ. 17. og 18. Nokkur úrkoma var við og við þessa daga, og yfirleitt skýjað og sólarlítið. Þ. 21. var alldjúp lægð suður af Hvarfi, og vindur gekk til suðausturs. Um kvöldið var hvasst með rigningu suðvestanlands, og regnsvæði fór norðaustur yfir landið næsta dag. Víðast var frekar hægur vindur þ. 22., en þá gekk hann til suðvesturs og vesturs. Þessa 2 daga var hiti 1° yfir meðallagi. Þ. 23. var lægðin komin norðaustur að Jan Mayen. Vindur varð norðvestlægur og norðlægur og kólnaði í veðri. Hiti var 1° undir meðallagi þann dag, en næstu 3 daga var hann 2°—3° fyrir neðan meðallag og lægstur að tiltölu þ. 25. Þ. 24. var grunn lægð fyrir suðvestan land og vindur suðaustlægur með rigningu. Lægðin fór austur og suðaustur yfir landið næsta dag, var þá tviátta og viða úrkoma. Um kvöldið var lægðin komin suðaustur fyrir land, og norðan- og norðaustanátt um allt land. Þ. 26. var hæðarhryggur yfir landinu. Þá var hægviðri og lengst af þurrt, þó rigndi sunnanlands um kvöldið, en þá nálgaðist ný lægð suðvestan að. Þ. 27. fór regnsvæði norður yfir landið og síðar annað austur yfir það. Vindur snerist úr suðaustri til suðurs og síðan suðvesturs og norðvesturs. Þ. 28. gekk hann aftur til suðurs og suðausturs, en þá nálgaðist ný lægð suðvestan að. Hún fór norðaustur fyrir vestan land næsta dag, og regnsvæði fór norðaustur yfir landið. Vindur varð þá suðvestlægur með skúrum. Hélst sú átt út mánuðinn og var hvöss norðan og vestanlands þ. 29. Hiti var yfir meðallagi á austanverðu landinu fjóra síðustu daga mánaðarins, en frekar svalt var á Suður- og Vesturlandi. Á landinu í heild var hiti 1° yfir meðallagi þ. 27. og 28. í rúmu meðallagi þ. 29., en 1° lægri en í meðalári þ. 30. Loftvcegi var 2.1 mb yfir meðallagi, frá 1.4 mb í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli að 2.9 mb í Vopnafirði. Hæst stóð loftvog 1035.0 mb á Galtarvita þ. 1. kl. 12, en lægst 996.2 mb í Vestmannaeyjum þ. 17. kl. 21. Hiti var 2.2° undir meðallagi. Er þetta kaldasti júnímáinuður, sem komið hefur í Reykjavík frá 1922. Þá var meðalhiti 7.7°. Árið 1973 var meðalhiti í Reykjavík 8.1°, en nú var hann 7.9°. Á Akureyri var meðalhiti 7.1° árin 1946, 1973 og 1976, árið 1938 var meðalhiti þar 7.2°, en 5.9° árið 1952. Kaldast að tiltölu var é Norðvestur- og Norðurlandi, hiti víðast 2%°-3° fyrir neðan meðallag og á stöku stað (Hombjargsvita og Reykhólum) (41)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.