Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.08.1975, Síða 1

Veðráttan - 01.08.1975, Síða 1
VEÐRÁTTAN 1975 MÁNAÐABYFIBLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI ÁgÚSt TíöarfariS var óvenju votviörasamt og sólarlitið á Suður- og Vesturlandi. Hey- skapartíð var þar mjög óhagstæð. Hinsvegar var góður þurrkur um norðan- og austan- vert landið og hirtust hey þar með ágætri verkun. Þ. 1. var lægð fyrir norðan land og vindur vestlægur með skúrum, en snerist fljótlega í norðvestanátt. Um nóttina nálgaðist lægð úr suðvestri, og vindur varð aust- lægur með rigningu. Lægðin fór norðaustur yfir landið þ. 2. og var vindátt lengst af breytileg og víða rigning eða súld. Um kvöldið var lægðin komin norðaustur fyrir land og var þá vestan eða norðvestanátt um allt land og viða úrkoma. Þ. 3. nálgaðist ný lægð suðvestan að og olli suðaustanátt með rigningu. Lægðin staðnæmdist skammt vestur af landinu þ. 4. Var þá hæg suðlæg og suðvestlæg átt sunnanlands en norð- austlæg átt norðanlands. Víða rigndi og norðanlands var þoka. Dagana 1.—3. var hiti 2°—2%° undir meðallagi og var kaldast að tiltölu í mánuðinum þ. 2. og 3. Þ. 4. og 5. var 1° kaldara en i meðalári, en þ. 6. var hiti í meðallagi. Þ. 5. og næstu daga voru lægðir suður í hafi og var þá eindregin austan og suðaustan átt á landinu. Rigning var víða og oft þoka við strendur. Stundum var nokkuð hvasst við suðurströndina, þ. 5. var þrumuveður á Reykjanesskaga og viðar og þ. 6. allviða austanlands. Þ. 8. var lægð skammt suðvestur af landinu og vindur snerist meira til suðausturs. Rigning var víða sunnanlands, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Þ. 9. fór lægðin norð- austur yfir landið. Var fyrst breytileg átt, en síðan suðvestlæg og vestlæg átt með skúraveðri allviða, en þó þurrt á norð-austanverðu landinu. Dagana 7.—13. var hiti ofan við meðailag, mest 2° þ. 7. og 8. Voru þeir tveir dagar, ásamt þ. 23. og 30. hlýj- astir að tiltölu í mánuðinum. Dagana 9.—13. var 1° hlýrra en í meðalári, en þ. 14. var hitinn í meðallagi. Þ. 10. og næstu daga var lægð suðvestur í hafi, og vindur snerist til suðausturs og síðan austurs. Fram til þ. 13. lá smálægð yfir landinu norð- austanverðu. Var því vindátt nokkuð breytileg í þeim landshluta. Þar var yfirleitt þurrt, en rigning eða súld oftast nær á Suður- og Vesturlandi. Þ. 14. var hæg austlæg átt um allt land og rigning eða skúrir allvíða. Þ. 15. var smálægð yfir landinu og vind- átt nokkuð breytileg með súld á Austfjörðum og Ströndum en bjart í innsveitum á Norðaustur- og Austurlandi. Dagana 16.—19. var oftast smálægð yfir landinu. Vindur var hægur og áttin breytileg, og alloft var þoka eða súld úti fyrir Norðvestur- og Aust- urlandi. Oft rigndi sunnanlands, en norðaustanlands var þurrt. Þ. 20. fór lægð austur fyrir sunnan land og vindur var austlægur og norðaustlægur um allt land. Birti þá tii sunnanlands, en rigndi norðanlands og austan. Þ. 21. þokaðist hæðarhryggur austur yfir landið. Var þá hægur vindur og viða bjart, en þoka úti fyrir Norðurlandi. Hiti var 1° undir meðallagi þ. 15. og 16., í meðallagi þ. 17.—19. og þ. 22., en þ. 20. og 21. var hann 1%°—2° fyrir neðan meðallag. Þ. 22. var lægð fyrir suðvestan land og vindur gekk til suðurs og suðausturs. Regnsvæði fór norðaustur yfir landið þ. 23., en eftir þvi fylgdi suðvestan átt. Brátt snerist aítur til suðausturs með rigningu, en þennan dag og næstu daga fór lægð norðaustur fyrir vestan land. Vindur var suðlægur og suð- austlægur þessa daga með rigningu víðast hvar og þ. 25. var nokkuð hvasst við suð- urströndina og viðar. Þ. 26. var lægðin vestur af landinu og var að grynnast. Vindur var hægur suðlægur og suðvestlægur með rigningu eða skúrum á vestanverðu landinu. Þ. 27. fór lægðin austur yfir landið. Vindátt var breytileg og viða rigndi. Þ. 28. var (57)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.