Veðráttan

Ukioqatigiit

Veðráttan - 01.09.1975, Qupperneq 1

Veðráttan - 01.09.1975, Qupperneq 1
V E » BÁTTAN 1975 MÁKAttARYFIRLIT SAMIU A VEÐVItSTOFIJNZVI September TíOarfariG var kalt og frekar óhagstætt norðanlands, en hagstæðara á Suðurlandi. Heyskap lauk ekki fyrr en síðari hluta mánaðarins sums staðar sunnaniands og vestan. Heyfengur var meiri en í meðallagi, en hey voru talsvert hrakin á Suður- og Vestur- landi. Hins vegar var nýting heyja góð á norðaustanverðu landinu. Kartöfluuppskera var rýr.. Þ. 1. og 2. var lægð norðvestur af landinu. Vindur var milli suðvesturs og norð- vesturs, og voru allvíða skúrir eða súld með köflum. Þ. 3. gekk vindur til norðurs norðanlands og vestan, og um kvöldið var komin norðanátt um allt land og bjartviðri syðra, en norðanlands var dálitil rigning eða súld. Hiti var i rúmu meðallagi þ. 1., 1° undir því þ. 2., en þ. 3. var 1° hlýrra en í meðalári, og er sá dagur ásamt þ. 15. hlýj- astur að tiltölu í mánuðinum. Þ. 4. var hægviðri um allt land, yfirleitt úrkomulaust og viða léttskýjað, en næsta dag var lægð fyrir sunnan land, hæg austlæg átt um allt land og rigning á Suðausturlandi. Þ. 6. snerist vindur til suðurs og suðausturs á vest- anverðu landinu, en lægð nálgaðist þá suðvestan að. Regnsvæði fór norðaustur yfir landið þ. 7. og næstu nótt snerist vindur til suðvesturs á sunnanverðu landinu, en á Vestfjörðum og Norðurlandi var norðaustanátt með rigningu. Lægðardrag lá yfir landinu þ. 8. og þokaðist suður. Næstu nótt var það við suðurströndina og var komið suður fyrir land þ. 9. Vindur var þá milli norðurs og austurs og var víða rigning eða skúrir. Hiti var 2°—3° fyrir neðan meðallag þ. 4.-5. og 1° undir því þ. 6. og 8., en þ. 7. var hann í meðallagi. Næstu 5 daga var kalt í veðri, hiti 3M° undir meðallagi þ. 9., en 4%°—5%° lægri en í meðalári dagana 10.—13. og lægstur að tiltölu þ. 11.—12. Lægð fór austur fyrir sunnan land dagana 8.—10., og vindur snerist meira til austurs i bili, en þ. 10. var aftur norðaustanátt og víða rigning, en slydduél á stöku stað norðanlands. Þ. 11. var norðanátt og slydduél norðaustanlands, en sunnanlands var bjart veður. Næstu 2 daga var hægur vindur og víða léttskýjað en þó smáél sums staðar austanlands. Þ. 14. gekk vindur til suðausturs og hvessti, en þá nálgaðist lægð suðvestan að. Úrkomusvæði fór norðaustur yfir landið þ. 15. og síðan gerði hvassa suðvestanátt. Lægðin fór norðaustur fyrir vestan land, hún var komin norður fyrir land þ. 15. og var alldjúp. Vindur gekk til vesturs, og allviða var stormur eða rok, en lægði þó fljótlega. Þ. 16. siðdegis snerist vindur til suðausturs með rigningu, en lægð fór þá austur fyrir sunnan land. Þ. 17. var hún komin austur fyrir land. Þá var norðanátt og rigning á norðanverðu landinu en vestlæg átt með skúrum sunnanlands. Þ. 18. fór ný lægð norðaustur fyrir vestan land og olli hún suðaustanátt með rigningu á öllu landinu. Síðar snerist vindur til suðvesturs og suðurs með skúrum. Hélst suðlæg átt með skúraveðri framan af þ. 19., en um kvöldið var hæg austlæg eða suðaustlæg átt viðast hvar, en norðaustanátt á Vestfjörðum. Þessa 3 daga var hiti 2°— 2%° fyrir neðan meðallag. Eftir þ. 20. var kalt í veðri. Hiti var 3° undir meðallagi þ. 22. og 4° fyrir neðan það þ. 20. og 30., annars 5°—6° lægri en í meðalári og lægstur að tiltölu í mánuðinum dagana 25. og 29. Þ. 20. var hæg austlæg og norðaustlæg átt með rigningu og snjókomu á hálendi. Siðarihluta dags snerist vindur til norðurs í flestum lands- hlutum, við suðurströndina var þó hæg vestlæg átt. Þ. 21. nálgaðist lægð suðvestan að, og vindur varð suðaustlægur og austlægur. Regnsvæði fór norðaustur yfir landið um nóttina og næsta dag, og aðfaranótt þ. 23. var hæg austan- og suðaustanátt með skúr- um á sunnanverðu landinu, en austan og norðaustan strekkingur og rigning fyrir norðan. Þ. 23. var norðlæg átt og rigning eða slydda norðanlands, en bjart veður sunnanlands. Norðan- og norðaustanátt hélst þ. 24.-28. og var yfirleitt hæg. Snjó- koma var víða á norðan- og austanverðu landinu, en þurrt og oft bjart syðra. Síðari (65)

x

Veðráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.