Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.10.1975, Blaðsíða 2

Veðráttan - 01.10.1975, Blaðsíða 2
Október VEÐRÁTTAN 1975 þá hæg austan- og síðar norðaustanátt og rigning sunnanlands og austan. Þ. 29. og 30. hélst hæg austlæg átt með dálitilli rigningu sums staðar, en þ. 31. hvessti á austan með rigningu við suðurströndina, en þá fór lægð austur fyrir sunnan land. Hiti var 1° undir meðallagi dagana 26.-29., þ. 30. var hann 3° fyrir neðan meðallag, en þ. 31. í meðallagi. LoftvægiÖ var 4.8 mb yfir meðallagi, frá 3.3 mb á Reykjanesvita að 5.7 mb á Raufarhöfn. Hæst stóð loftvog, 1029.1 mb á Kirkjubæjarklaustri þ. 10. kl. 03, en lægst 976.2 mb í Vestmannaeyjum þ. 4. kl. 22. Hiti var 0.9° yfir meðallagi. Hlýjast að tiltölu var sunnan- og suðvestanlands, einkum í innsveitum á vestanverðu Suðurlandi, hiti rúmlega 2° fyrir ofan meðallag. Svalast var við strendur norðanlands og austan, þar var hiti nálægt meðallagi og á fáeinum stöðvum lítið eitt neðan við meðallag. Úrkoma var 94% á öllu landinu, eða dálítið innan við meðallag. Mest að tiltölu var úrkoman suðaustanlands. Þar var hún meira en 50% fyrir ofan meðallag og á stöku stað nálgaðist hún tvöfalda meðalúrkomu. Við norður- og norðausturströndina var einnig meiri úrkoma en venjulega, en um miðbik Austurlands og i innsveitum norðanlands var hún viðast nokkuð innan við meðallag. Suðvestanlands og við Breiða- fjörð og sunnanverða Vestfirði var úrkoma minnst að tiltölu, sums staðar aðeins um hálf meðalúrkoma. Úrkomudagar voru færri en venjulega vestanlands og á Vestfjörð- um, en í öðrum landshlutum voru þeir víðast fleiri en í meðalári og einna flestir miðað við meðallag suðaustanlands og sums staðar norðanlands. Þoka var tíðari en venjulega. Um þoku var getið alla daga mánaðarins. Þ. 20. telja 29 stöðvar þoku, þ. 9. 23 stöðvar, þ. 24. og 28. 19 stöðvar, þ. 23. 18 stöðvar, þ. 10., 19. og 21. 17 stöðvar. Þ. 3., 11., 14., 18., 22., 25. og 30. var þoka á 10-14 stöðvum. Þ. 1., 2., 4., 5., 8., 12., 13., 15., 27., 29. og 31. var þoka á 5-9 stöðvum, en 5 daga telja 1-4 stöðvar þoku hvern dag. Þrumur heyrðust á Gjögri þ. 15. Vindar. Austanátt var langtíðust að tiltölu í mánuðinum, en suðaustan- og norð- austanvindar voru einnig fremur tíðir. Suðvestanátt var tiltölulega sjaldgæfust, en vestan-, norðvestan- og norðanáttir voru einnig sjaldnar en venjulega. Logn var sjaldan. Snjólag var 8%. Sunnanlands og vestan var jörð viðast alauð allan mánuðinn, og á norðanverðu landinu var snjólag minna en venjulega á flestum stöðvum, sem með- altal hefur verið reiknað fyrir. Á Grímsstöðum var þó snjólag talsvert meira en i meðalári. Snjódýpt var mæld á 15 stöðvum þá daga, sem jörð var talin alhvít. Mest meðalsnjó- dýpt, 17 cm, og mest snjódýpt í mánuðinum, 45 cm, þ. 1. var mæld á Sandhaugum. Þar var alhvitt 13 daga. 1 Sandbúðum var meðalsnjódýpt 13 cm og 12 cm á Mýri i Bárðar- Framh. á bls. 80. Stormar VEÐURH/ED VEDURHÆD 9 VINDSTIO VEDURHÆD ÍO VINDSTIQ 9 VINDSTIG VEDURHJED 10 VINDSTIQ EDA MEIRA EDA MEIRA EDA MEIRA ^ „,.,,„ -4 0 2 í Wini /orce g 10 s Wint loree g 10 Sí O •o íS ^ b. u • bt o » § „ E S • 4. 2 Vm. ESE 11. 18. í Vm. E-ESE 11. 5. 3 Æð. NE-11, Vm. ESE-E 10. 20. í 6. 2 21. í 8. 1 22. 4 Strm. SE-10, Vm. ESE-E 10. 10. 1 23. 4 Æð. NE 10, Fghm. E-ENE 11, 11. 3 Sdbð. SW 10. Vm. E-10. 12. 1 Sdbð. SW 10. 25. 2 13. 2 26. 1 14. 2 30. 1 17. 1 Vm. ESE 11. 31. 3 Vm. E 10. •) Number of stationa with wind force 5 9. (74)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.