Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.11.1975, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.11.1975, Blaðsíða 1
VEÐRATTAN 1975 MÁNABARYFIRLIT SAMIÐ A VEDCRSTOFCNNI Nóvember TiSarfarið var sæmilega hagstætt, en þó nokkuö úrkomusamt. Hagar voru yfir- ieitt góðir, en fé var víða tekið í hús síðari hluta mánaðarins. Snjólétt var lengst af og færð á vegum góð. Þ. 1. fór lægð norður skammt vestur af landinu. Vindur var suðaustlægur en snerist brátt til suðvesturs. Víða var skúraveður. Næsta dag hvessti á suðaustan vegna nýrrar lægðar suðvestur af landinu, og urkomusvæði fór norðaustur yíir landið. Lægð þessi var djúp og fór norðaustur yfir vestanvert landið. Víða var hvasst eða stormur á suð- austan og suðvestan með skúraveðri þ. 3., en lægði er á daginn leið. Þessa þrjá daga var hiti 3°, 2%° og 2° fyrir ofan meðallag. Þ. 4. lá lægðardrag yfir landinu. I>á var vindur breytilegur og hægur, og næsta dag var einnig hægviðri með skúrum eða slydduéljum og sums staðar snjókoma. Þessa tvo daga var 1° og 2° kaldara en í með- allagi. Þ. 6. hvessti aftur á sunnan og suðaustan, og regnsvæði fór norðaustur yfir landið. Lægð fór norður fyrir vestan land. Var sunnan og suðvestan strekkingur þ. 7. og 8., víða skúraveður og mikil rigning suðaustanlands. Þ. 9. var vindur vestanstæðari framan af, en snerist til suðurs síðdegis, og þ. 10. var suðaustanátt sunnanlands, og regnsvæði fór norður yfir landið. Síðari hluta dagsins var vindur víðast suðvestlægur með rigningu eða súld, en um nóttina gerði aftur sunnan og suðaustanátt og regn- svæði fór yfir landið þ. 11. Þ. 12. var lægð skammt vestur af landinu og suðlæg átt með rigningu allviða, en þ. 13. þokaðist lægð austur yfir norðanvert landið, og úrkomu- svæði fór austur yfir það. Hiti var í rúmu meðallagi þ. 6., en þ. 7. var hann 7%° fyrir ofan meðallag, og var sá dagur hlýjastur að tiltölu í mánuðinum. Næsta dag og einnig þ. 12. var 5%° hlýrra en venjulega, en þ. 9. og 13. var hiti 1%° ofan við meðallag. Þ. 10. og 11. var 4° og 6% ° hlýrra en í meðalári. Þ. 13. var hlýtt á Norður- og Austur- landi, en svalt vestanlands. Næstu viku var kalt i veðri, hiti 3° undir meðallagi þ. 14. en 5%° fyrir neðan það þ. 15. og 16., og voru þessir dagar kaldastir að tiltölu í mán- uðinum. Þ. 17. og 20. var 2%° kaldara en í meðalári, en 3%° og 4l/2° þ. 18. og 19. Aðfaranótt þ. 14. var lægð fyrir norðaustan land, og vindur snerist úr vestan og norð- vestan átt í norðrið. Var norðanátt með snjókomu norðanlands þ. 14. Næstu tvo daga þokaðist hæð austur yfir landið, vindátt var lengst af breytileg og hæg og litilsháttar él á stöku stað. Þ. 16. var þó norðanátt á austan- og sunnanverðu landinu, en hæg- viðri vestanlands. Þegar hæðin var komin austur fyrir land varð vindur suðlægur og suðvestlægur, og fór að snjóa eða rigna sunnanlands og vestan aðfaranótt þ. 17. Þ. 18. var vestan- og norðvestanátt með éljaveðri norðanlands, en síðdegis lá lægðardrag yfir landinu, og var þá hæg breytileg átt og sumsstaðar snjókoma. Þ. 19. voru lægðir fyrir suðaustan og austan land. Var þá hæg norðlæg átt um allt land og éljaveður á norðan- og austanverðu landinu. Næsta dag var grunn lægð fyrir sunnan land. Vindur varð suðaustlægur með úrkomu suðvestanlands, en í öðrum landshlutum var norðaust- læg átt og viða snjókoma. Þ. 21. hvessti talsvert suðvestanlands og norður af Vest- fjörðum, en næsta dag lægði. Var þá austlæg átt og rigning í flestum landshlutum. Þessa tvo daga var hlýtt í veðri, hiti 1%° fyrir ofan meðallag þ. 21., en 4%° hærri en venjulega þ. 22. Þ. 23. þokaðist lægðardrag austur yfir landið. Þá var norðaustlæg átt og slydda eða snjókoma á Vestur- og Norðurlandi, en suðvestlæg átt með skúrum suðaustanlands og austan. Síðdegis var norðlæg og norðvestlæg átt um allt land og snjókoma norðanlands. Þ. 24. var fyrst hæg austlæg eða norðlæg átt, en snerist til suðausturs með rigningu eða slyddu um hádegið. Siðdegis varð áttin suðvestlæg enda fór lægð norðaustur fyrir vestan land. Þ. 25. var ný lægð fyrir vestan land. Var þá víðast suðlæg átt og sumsstaðar él. Lægðin þokaðist suðaustur og gerði austan og norð- austan átt með snjókomu á Vestfjörðum næstu nótt, en þ. 26. var fremur hæg austlæg og norðaustlæg átt um allt land og éljaveður á norðanverðu landinu. Næsta dag gekk vindur meira til norðurs og hvessti á Vestfjörðum og Norðurlandi. Norðan og norð- austan átt með snjókomu á norðanverðu landinu hélst út mánuðinn og var stormur (81)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.