Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.11.1975, Blaðsíða 2

Veðráttan - 01.11.1975, Blaðsíða 2
Nóvember VEÐRÁTTAN 1975 við suðurströndina, en lægði talsvert þ. 30. Hiti var 3° undir meðallagi þ. 23.-25. og 28.-29. Þ. 26. og 30. var hann 4° lægri en venjulega, en 5° fyrir neðan meðallag þ. 27. Loftvcegi var 1.6 mb. undir meðallagi, frá 0.7 mb. i Vestmannaeyjum að 2.6 mb. á Raufarhöfn. Hæst stóð loftvog 1027.1 mb. á Raufarhöfn þ. 21. kl. 06, en lægst 952.4 mb. í Stykkishólmi þ. 3. kl. 03. Hiti var 0.3° undir meðallagi. Mildast að tiltölu var í innsveitum á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Þar var hiti viðast lítið eitt ofan við meðallag. Einna kaldast að tiltölu var sumsstaðar vestanlands og á Vestfjörðum, hiti um 1° fyrir neðan meðaUag. Úrkoma var 29% umfram meðallag. Á Suður- og Vesturlandi og á nokkrum stöðv- um norðaustanlands var mikil úrkoma. Mest að tiltölu eða allt að tvöföld meðalúr- koma var allvíða sunnanlands og vestan. Norðanlands og austan var úrkoma minni en í meðalári, en hún var þó allsstaðar meiri en hálf meðalúrkoma og allvíða nálægt meðallagi. Úrkomudagar voru i meðallagi, eða lítið eitt ofan við það á 3 stöðvum austanlands, en annars staðar var fjöldi úrkomudaga meiri en í meðalári. Þoka var tíð á 2 stöðvum af þeim sem meðaltöl hafa sunnanletnds, en annarsstaðar voru þokudagar færri en í meðallagi. Um þoku var getið 24 daga í mánuðinum. Þ. 1. var þoka á 16 stöðvum, þ. 7., 10., 12., 17. og 22. á 6—9 stöðvum, en 18 daga var þoka á 1—4 stöðvum hvem dag. Þrumur heyrðust þ. 4. á Kirkjubæjarklaustri, og sama dag sáust rosaljós í Bjólu. Þ. 12. og 25. heyrðust þrumur í Skógum. Vindur. Sunnanátt var tiðust að tiltölu og þar næst norðanátt. Norðaustan og austan vindar voru hinsvegar sjaldnar en venja er til. Logn var sjaldan. Snjólag var 40%. Það var meira en venjulega sunnanlands og vestan og einnig sumsstaðar á Norðurlandi, hinsvegar var það innan við meðallag á Norður- og Austur- landi á flestum stöðvum sem meðaltal hefur verið reiknað fyrir. Snjódýpt var mæld á 66 stöðvum þá daga sem jörð var talin alhvit. Mest meðal- snjódýpt 36 cm og mest snjódýpt í mánuðinum 56 cm þ. 28.—30. mældist á Horn- bjargsvita. Þar var alhvítt 12 daga. I Stardal, Stóra-Botni, Stykkisiliólmi, Hvallátrum, Hlaðhamri, Hjaltabakka, Hólum í Hjaltadal, Reyðará, Sandhaugum, Garði, Dratthala- stöðum, Neskaupstað, Kvískerjum, Hveravöllum, Miðfelli og Þingvöllum var meðal- snjódýpt 10—14 cm en 49 stöðvar telja meðalsnjódýptina innan við 10 cm. Skaöar. Þ. 2. brotnuðu rúður í gróðurhúsinu í Krisuvík. Þ. 4. urðu nokkrir árekstr- ar í Reykjavík vegna hálku. Þ. 7. drukknaði maður er bát hvolfdi skammt frá Ólafs- fjarðarmúla. Þrem mönnum sem voru í bátnum auk hans var bjargað. 1 vatnsveðrinu þ. 7.-8. urðu stórfeUdar vegaskemmdir á Skeiðarársandi og í grennd við Kviá. Tals- vert var um skriðuföE úr kömbunum við Kviárjökul og í SkaftafeUi og SvinafelU. Þ. 24. slasaðist sjómaður á skipi út af Grindavík. Þ. 26. og næstu daga voru 3 menn veðurtepptir í skipbrotsmannaskýlinu í Héðinsfirði. Þ. 30. reið brotsjór yfir breska freigátu nálægt Hvalbak, og slösuðust fimm af áhöfninni. Framh. á bls. 88. Stormar VEOURHÆD 9 VINDSTIQ EDA MEIRA - ? •o ► M " to « i® » Q u. X • VEOURHÆD ÍO VINDSTIG EÐA MEIRA Wlnd force 5 10 VEÐURHÆD 9 VINDSTIG VEOURHÆÐ ÍO VINDSTIG EOA MEIRA EÐA MEIRA 3 ► Windforce^lO « 2, § O &. V, • 1. 2 Vm. E-SSE 10. 10. 3 Hbv. S 10, Sdbð. WSW-SW 11. 2. 16 Strm. SE 10, Hlm. E-SSE 10, n. 6 Hbv. S 10, Sdbð. SW 11. Sdbð. SE-SW 10, Sf. SE-S 10, 12. 3 DL SSE-S 11, Vm. ESE-S 11, 13. 4 Sdbð. SSW-S 10. Hvrv. SSE-SE 11, Krv. S-SW 14. 3 11. 21. 5 Vm. E-SSE 10. 3. 15 Gr. W 10, Sdbð. SW 11, Sd. SW 22. 2 Vm. SW-WSW U. 11, Mnbk. S-SSW 11, Vík S-SW 24. 1 10, Vm. SW-WSW 12, Hella SW 27. 1 -WSW 10, Krv. WNW-WSW 10. 28. 5 Vm. NNE-N 10. 4. 2 29. 6 Tgh. NNE 11, Höfn NNW-NNE 6. 2 Vm. ESE 10. 10, Vm. N-NNE 11. 7. 6 Sdbð. WSW-SSW 10. 30. 4 Tgh. NNE 11, Vm. N 10. 8. 5 Sdbð. SSW 10. *) Number ot stations with ioind force is 9. (82)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.