Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1975, Blaðsíða 1

Veðráttan - 02.12.1975, Blaðsíða 1
VEDRATTAN 1975 ÁBSVFIRLIT SAMI» A YEWrilSTOi txm Tíðarfarsyfirlit TíÖarfariö var fremur óhagstætt nema sumarið á norðan og austanverðu landinu, og einnig var haustið hagstætt um allt land. Loftvœgi var 0.3 mb yfir meðallagi frá 0.8 mb yfir meðallagi í Vestmannaeyjum að 0.3 undir því á Dalatanga. Hæst stóð loftvog, 1042.8 mb á Keflavikurflugvelli 27. mai kl. 21, en lægst 942.4 mb í Vestmannaeyjum 22. janúar kl. 13. Hiti var 0.7° undir meðallagi. Kaldast var við norðurströndina hiti um 1° undir meðal- lagi, en mildast sunnanlands og í innsveitum norðvestanlands, þar sem hiti var víða frá meðallagi að %° undir því. Árssveifla hitans var viðast 17°—19° í innsveitum norðanlands og austan, en 13°—16° á Vesturlandi og í innsveitum á Suðurlandi. Við suður- og norður- ströndina var árssveiflan yfirleitt 11°—13° en 9°—10° á ystu nesjum austan lands og i Vestmannaeyjum. Sjávarhiti var rösklega % ° undir meðallagi samkvæmt mælingum 6 stöðva. Úrkoma var 5% umfram meðallag. Hún var innan við meðallag austanlands, en ann- ars viðast meiri en venja er til, mest 40—50% umfram meðallag. Mest var ársúrkoma á Kvískerjum 4141 mm, og er það mesta ársúrkoma sem mælst hefur á islenskri veður- stöð. Minnst var úrkoma á Grímsstöðum 324 mm. Mesta sólarhringsúrkoma var 185.5 mm á Skaftafelli 8. nóvember. Sólarhringsúrkoma fór alls 5 sinnum yfir 100 mm og í 73 skipti var hún milli 50 og 100 mm. Sólskin. 1 Reykjavik voru sólskinsstundir 1156 eða 93 færri en í meðalári. Á Akureyri mældust 1257 stundir en það eru 295 stundir umfram meðallag og þar hefur ekkert ár verið jafn sólríkt frá upphafi mælinga 1928. Skrá um sólskinsstundir er á bls. 117. Veturinn (desember 1974—mars 1975) var óhagstæður einkum framan af. Hiti var 1.1° undir meðallagi. Kaldast var norðan og austantil á landinu, þar var hiti 1°—2° undir meðallagi. Sunnanlands var viða um %° kaldara en i meðalári. I 31 dag var hiti 5°—11° undir meðallagi og í 48 daga frá meðallagi að 4° undir því. 1 42 daga var 1°—6° hlýrra en í meðalári. Úrkoma var 93% af meðalúrkomu. Hún var meiri en í meðalári um meginhluta Norðurlands, víða um 50% umfram meðallag. 1 öðrum landshlutum var úr- koma viðast innan við meðallag, yfirleitt 70—90% af meðalúrkomu. Vorið (apríl—mai) var fremur óhagstætt. Hiti var 0.5° undir meðallagi. Kaldast var að tiltölu á sunnanverðum Austfjörðum en þar var rösklega 1° kaldara en i meðalári. Mildast var um miðbik Suðurlands og sums staðar i innsveitum á Norður og Austur- landi, en þar var hiti viðast frá meðallagi að %° undir 'þvi. 1 11 daga var hiti 5°—10° undir meðallagi og 22 daga var hann frá meðallagi að 4° undir því. 1 28 daga var 1°—6° hlýrra en i meðalári. Úrkoma var 5% innan við meðallag. Hún var meiri en í meðalári á flestum stöðvum frá Suðvesturlandi til Vestfjarða, en viðast undir meðallagi I öðrum landshlutum. Úrkoma var allvíða 40—70% af meðalúrkomu, en fór óviða meira en 30% umfram meðallag. Sumarið (júni—september) var óhagstætt sunnanlands og vestan nema í september en norðanlands og austan var mjög góð tið í júlí og ágúst. Hiti var 1.3° undir meðallagi. A öllum stöðvum var kaldara en í meðalári, þrátt fyrir hlýindi norðanlands og austan í júlí og ágúst. A örfáum stöðvum var vik hitans frá meðallagi innan við 1°, en víðast var 1°— 1%° kaldara en í meðalári og kaldast var 2° undir meðallagi. 1 16 daga var 5°— 7° kaldara en í meðalári og i 70 daga var hiti frá meðallagi að 4° undir því. I 36 daga var 1°—5° hlýrra en í meðalári. Úrkoma var 11% umfram meðallag. Frá Vestfjörð- um um Norðurland að sunnanverðum Austfjörðum var úrkoma yfirleitt minni en i meðalári nema í innsveitum á vestanverðu Norðurlandi. Víðast á þessu svæði var úr- koman 70-90% af meðalúrkomu. Á Suður- og Vesturlandi var úrkoman víðast frá meðallagi að 40% umfram meðallag. 1 Reykjavík skein sól 74 stundum skemur en í meðalári en á Akureyri voru sólskinsstundir 142 umfram meðallag. Haustið (október-nóvember) var hagstætt. Hiti var 0.3° yfir meðallagi. A Vestfjörðum og sums staðar með ströndum fram í öðrum landshlutum var hiti lítið eitt undir meðal- lagi, en viðast var á landinu var hann frá meðallagi að %° yfir því. 1 innsveitum á vestanverðu landinu var þó yfirleitt %°—1° hlýrra en í meðalári. Hiti var frá meðallagi að 6° undir þvi í 34 daga, en í 27 daga var 1°— 8° hlýrra en í meðalári. Úrkoma var 10% umfram meðallag. Hún var yfirleitt minni en í meðalári á Vestfjörðum, frá Skagafirði og austur yfir Eyjafjörð og ennfremur norðantil á Austfjörðum. Annars staðar var viðast meiri úrkoma en í meðalári. (97)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.