Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1975, Blaðsíða 33

Veðráttan - 02.12.1975, Blaðsíða 33
1975_____________________________VEÐRÁTTAN_________________________Arsyfirlit Veðurstöðvar. Athugunarmenn: I ársbyrjun hætti Margrét Magnúsdóttir veðurathugunum á Nauta- búi, en við tók Hulda Axelsdóttir. Guðbjartur Þórarinsson, vitavörður á Kambanesi hætti veðurathugunum í júlílok, en Sturlaugur Einarsson vitavörður tók við starfinu. Guð- bjartur hafði gert athuganir siðan 1968. 1 ágústmánuði lést Símon Pálsson, bóndi á Mýrum í Álftaveri, en hann hafði gert veðurathuganir síðan 1957, og leyst það starf vel af hendi. Við tók Sigurður Bárðarson, sem gert hefur veðurathuganir áður með Símoni. Þann 1. ágúst hætti Guðmundur P. Ólafsson veðurathugunum í Flatey, en Svanhildur Jónsdóttir tók við starf inu. Nýjar stöðvar og breytingar á eldri stöðvum: Þann 6. janúar hófust veðurathuganir í Krísuvík, en þar er um veðursfarsathuganir að ræða og þær gerðar ki. 09, 15 og 21. Athugunarmaður er Guðlaug Einarsdóttir. 1 Neskaupstað hófust veðurathuganir 16. júli. Þar eru gerðar veðurfarsathuganir kl. 09, 15 og 21. Athuganir annaðist Sigrún Þormóðs- dóttir til ágústloka, en þá tók Gunnar Ólafsson, frv. skólastjóri við. í júnílok hættu úrkomumælingar í Vegatungu. óreglulegar stöövar: Athuganir voru gerðar í Heiðmörk mánuðina maí til okt. og á Korpúlfsstöðum maí til september. Eftirlitsferðir,- Starfsmenn Veðurstofunnar heimsóttu eftirtaldar stöðvar á árinu: Akureyri (Vökuvelli), Arnarstapa, Elesastaði, Brekku, Búðardal, Eyrarbakka, Fagur- hólsmýri, Fornahvamm, Forsæti, Garð II, Grímsstaði, Gufuskála, Hamraenda, Heiðarbæ, Hjarðarfell, Húsavik, Hveravelli, Höfn, Irafoss, Keflavíkurflugvöll, Kvísker, Lækjar- bakka, Mánarbakka, Miðfell, Mosfell, Möðruvelli, Raufarhöfn, Reykjahlíð, Reykjanes- vita, Rjúpnahæð, Sigöldu, Skaftafell, Skoruvík, Stardal, Straumsvík, Stykkishólm, Tjörn, Vopnaf jörð, Þingvelli og Þorvaldsstaði. Athuganir á skipum: Á eftirtöldum skipum voru gerðar athuganir og skeyti send: Álafossi, Árna Friðrikssyni, öskju, Bakkafossi, Bjarna Benediktssyni, Bjarna Sæmunds- syni, Brúarfossi, Dettifossi, Dísarfelli, Fjallfossi, Freyfaxa, Goðafossi, Grundarfossi, Guð- steini, Hafþóri, Harðbak, Helgafelli, Hofsjökli, Hvassafelli, Hvítá, Ingólfi Arnarsyni, Ira- fossi, Júní, Lagarfossi, Langá, Laxfossi, Mai, Mánafossi, Múlafossi, Mælifelli, Reykjafossi, Selá, Selfossi, Skaftafelli, Skaftá, Skógarfossi, Sléttbak, Snorra Sturlusyni, Sólbak, Tungufossi, Úðafossi, Urriðafossi, Ver, Víkingi og Þormóði goða. Háloftaathuganir voru gerðar tvisvar á sólarhring á Keflavíkurflugvelli. Heildarfjöldi háloftaathugana varð 726. Veðurstofan starfrækti jaróskjálftamæla á eftirtöldum stöðum: í Reykjavík, Akur- eyri, Eyvindará, Hveravöllum, Kirkjubæjarklaustri og milli Selfjalls og Hafurseyjar. Á árinu hófst ennfremur rekstur mæla í Grímsey og á Hrauni á Skaga. Útvarp veðurfregna og útgáfustarfsemi. Útvarpstímar veðurfregna voru sem hér greinir: kl. 100, 4 30, 7 00, 815 (kl. 810 á sunnudögum), 10 10, 12 25,16 15 (16 55 á sunnudögum til 20. október) 18 45, 18 55 og 22 15. Kl. 18 45 var eingöngu útvarpað veðurathugunum á einstökum stöðvum, kl. 1 00 og 10 10 var bæði útvarpað veðurathugunum, almennri lýsingu og veðurspám, en á öðrum tímum var útvarpað almennri veðurlýsingu og veðurspá fyrir landið, miðin, Austurdjúp og Færeyjardjúp og kl. 1 00 og 12 25 einnig fyrir hafið sunnan og suðvestan við landið. Spá var gerð fyrir Jónsmið frá 7. maí. Auk þessara veðurfrétta var veðurspám fyrir djúpmið útvarpað á Jslensku og ensku í loftskeytalykli kl. 5 30, 11 30, 17 30 og 23 30 og veðurspá fyrir Grænlandsmið kl. 1130 og 23 30. Veðurspám, sem gilda tvo sólarhringa, var útvarpað kl. 18 55 og 2215. Veðurfréttir birtust í sjónvarpi alla daga sem sjónvarpað var, nema á aðfangadag og gamlársdag. Veðráttan. Prentuð voru mánaðaryfirlit frá mars til desember 1974. Mánaðaryfirlit fyrir fjórar veðurstöðvar voru unnin sérstaklega um hver mánaðamót og send áskrifendum. Á árinu voru gefin út 36 vottorð til notkunar í opinberum málum. Sem fyrr voru send út vikulega yfirlit yfir mælingar meiriháttar jarðskjálfta til al- þjóðlegra stofnana á því sviði. Á árinu hófst einnig í sambandi við Raunvísindastofnun útgáfa á mánaðarskýrslum um jarðskjálfta hérlendis, Skjálftabréfi. Þá sendi Veðurstof- an frá sér a árinu heildarskýrslur um jarðskjálfta hérlendis á árunum 1971-1972 (Seis- mological Bulletin, the Icelandic Stations). (129)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.