Veðráttan

Volume

Veðráttan - 02.12.1975, Page 34

Veðráttan - 02.12.1975, Page 34
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1975 Alþjóðasamstarf. Alþjóðaveðurfræðistofnunin og breska veðurstofan unnu ötullega að þvi í samvinnu við Veðurstofuna, að útvega fjarskiptatölvu fyrir veðurskeyti. 1 sambandi við þessi mál sótti Hlynur Sigtryggsson fundi í London 3.-6. mars, Genf 17. mars og London og Brack- nell 9.-12. desember. Arnór Þórhallsson, þá starfsmaður Pósts- og símamálastjórnar, tók einnig þátt í fundinum 3.-6. mars. Hlynur sótti ennfremur óformlegan fund veðurstofustjóra í Vestur-Evrópu, sem hald- inn var í Róm 12. og 13. mars, og sjöunda allsherjarþing Alþjóðaveðurfræðistofnunar- innar í Genf 28. apríl til 23. mai. Flosi Hrafn Sigurðsson sótti nefndarfund á vegum NORDFORSK sem haldinn var í Gautaborg 3. og 4. apríl, og fjallaði um rannsóknir á loftborinni brennisteinsmengun og súrnun úrkomu. Markús Á. Einarsson sótti fund um fjarkönnun, sem einnig var haldinn á vegum NORDFORSK, í Osló 2. des. Ýmislegt. Áhaldadeild vann sem fyrr að ýmsum sérstökum mælingum og athugunum. Fram var haldið mælingum á loftborinni brennisteinsmengun og sýrustigi úrkomu á Rjúpnahæð og unnið var að vindmælingum í tengslum við fyrirhugaða mannvirkjagerð á nokkrum stöðum. Unnið var að vindathugunum fyrir Líffræðistofnun Háskólans og Málmblendi- félagið á Klafastöðum í Hvalfirði, fyrir Landsvirkjun á Skrauthólum á Kjalarnesi fyrir Hafnarmálastjórn í Grundarfirði, Flugmálastjóra að Syðra-Lóni á Langanesi og fram var haldið vindmælingum fyrir Vegagerð ríkisins í Hvalfirði. Fyrir Raflínunefnd var unnið að athugun og mati á hámarksvindhraða og isingarhættu á háspennulínuleið Akureyri-Krafla-Fljótsdalshérað og tóku veðurfræðingarnir Flosi Hrafn Sigurðsson, Adda Bára Sigfúsdóttir og Guðmundur Hafsteinsson saman skýrslu um það efni, sem fjölrituð var á vegum Raflínunefndar. JarOeðlisfræSideild. Á síðustu árum hefur orðið mikil fjölgun jarðskjálftamæla í landinu. Þrjár stofnanir reka nú stöðvar, auk Veðurstofunnar, Raunvísindastofnun og Orkustofnun. Þessi fjölgun er tengd auknum áhuga á gildi jarðskjálftamælinga vegna almannavarnasjónarmiða og mannvirkjagerðar. Til að samræma störf sin og forðast tviverknað gerðu fyrrnefndar stofnanir með sér samkomulag um ákveðna verkaskipt- ingu á þessu sviði. Hlutur Veðurstofunnar í þvi samstarfi er m. a. heildarúttekt á jarð- skjálftum í landinu, söfnun gagna um áhrif jarðskjálfta á mannvirki, mælingar og úr- vinnsla fjarlægra skjálfta og skýrslugerð þar að lútandi til alþjóðlegra stofnana. Raun- vísindastofnun sér að miklu leyti um þróun og viðhald mælanetsins, og rekur færanlegar stöðvar til könnunar á eldfjöllum og skjálftasvæðum. Orkustofnun rekur mælistöðvar, sem komið er upp vegna orkurannsókna eða til undirbúnings og/eða reksturs orkumann- virkja og kostar úrvinnslu gagna þar að lútandi. SUMMARY OF THE ANNUAL REPORT OF THE ICELANDIC METEOROLOGICAL OFFICE 1975 Fifty eight personnel positions were occupied during 1975 i>i the following divisions of the lce- landic Meteorological Office: administration, forecasting division, telecommunications, climatolo- gical division, instrumental division, geophysical division and aviation division. The number of weather stations was as follows: 1,2 synoptic stations, 1,0 climatotogical stations, S6 precipitation stations and 6 agrometeorological stations. Weather messages were sent from 1,5 Ice- landic ships. Upper air observations were made at Keflavík airport at 12 and 21, GMT. The total number of radiosonde observations ('RAOB) was 726 and wind observations (RAWIN) were 723 Eight seismological stations ivere operated. Weather reports and forecasts for Iceland and the surrounding sea banks were broadcast 10 times each day. Forecasts for the deep sea banks were transmitted in Icelandic and English 1, times in every 21, hours and a forecast for the Greenland banks two times. Forecasts with a 1,8 hour válidity period were issued once a day. Weather charts were presented by a meteorologist in the Icelandic Television every operatinál day. The monthly issues of VeOráttan were published for the monts March-December 1911,. Preliminary Seismogram Readings were issued weekly and sent to subscribers. (130)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.