Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1975, Blaðsíða 35

Veðráttan - 02.12.1975, Blaðsíða 35
1975 VEÐRÁTTAN Arsyfirllt Desember viðauki SkaÖar, snjóflóð, hafís, jaröskjálftar. Skaöar. Þ. 2. valt vörubíll i ferjuskipinu Akraborg og skemmdi 2 bila. ACfaranött h. 5. fuku rúöur úr gróöurhúsum i Mosfellssveit. Aðfaranótt þ. 7. urðu miklar skemmdir á mannvirkjum i Neskaupstað og nálægum sveitum, járnplötur fuku, margar rúður brotnuðu og sjór skemmdi uppfylllngu hafnarbrautarinnar. Aðfaranótt þ. 10. skemmdust götur i vatnsveðri i Vestmanna- eyjum. Þ. 13. fuku jámplötur af húsum og oilu ýmsum skemmdum á Akureyri. Nokkrar skemmd- ir urðu einnig í Öngulsstaðahreppl, Dalvik og Sauðanesi vestan Siglufjarðar. Óveðrið þ. 13. og 14. olli mjög miklu tjóni á Suðureyri og í önundarfirði. Bryggjur skemmdust eða skoluðust burt, járnplötur fuku af húsum, gluggarúður brotnuðu og bilar skemmdust. Mikið tjón varð á ibúðarhúsi í önundarfirði, einnig skemmdust önnur hús. Raflína milli Mjólkár og Isafjarðar slcemmdist er 5 staurar brotnuðu i Bjarnardal. Þ. 13. fórst maður sem ók mjólkurbíl I Rakna- dalshlíð i Patreksfirði. Talið er að grjóthrun hafi valdið slysinu. Bryggja í Æðey brotnaði, tvö útihús í grennd við Sauðárkrók eyðilögðust, járnplötur fuku af hiöðu í grennd við Kambanes. Fólksbill fauk á íólksflutningabíl við Grænáshlíð á Keflavíkurflugvelll og fólklð sem í minni bílnum var slasaðist. Þ. 25. og næstu daga urðu miklir vatnavextir á Vesturlandi og vestan til á Norðurlandi. Miklar vegaskemmdir urðu í Borgarfjarðardölum þ. 26. og vegurinn lokaðist vlð Hvitárbakka. Miðfjarðará stiflaðist og flæddi yfir láglendið. Rafmagnsstaurar brotnuðu og veg- urinn lokaðist. Þ. 27. stifluðust Héraðsvötn svo að vegurlnn varð aðeins fær stærstu bílum. Sama dag kom mikið flóð í Vatnsdalsá. Um 40 hross stóöu i vatni allt að þvi i miðjar siður, er þeim var bjargað. SnjóflóO urðu seint 1 mánuðinum í Óshlíð, og vegurinn þar varð ófær. Hafis. Þ. 2., 3. og 4. bárust allmargar fréttir um ísrek á Halamiðum og miðum úti af Isa- fjarðardjúpi. Næst landinu var hann um 20 sjómílur frá Straumnesl. Rak ísinn hratt til lands. Þ. 14.—16., 19. og frá þ. 21. til mánaðarlolca komu margar ísfréttir. Isinn var í fyrstu úti af Vestfjörðum, og samkvæmt könnunarflugi þ. 16. voru ísspangir í mynni önundarfjarðar og Súg- andafjarðar og íshrafl á fjörum frá Gelti og inn fyrir Deildarhorn. Jakahrafl var 7—8 sjómílur frá Straumnesi. Meginisbrún með þéttleika 7—9/10 var 295°, 64 sjóm. írá Bjargtöngum, 47 sjó- mílur norðvestur af Blakk, 305°, 37 sjóm. frá Barða, 297°, 28 sjómílur frá Straumnesi og 37 sjómilur norður af Homi. Þ. 24. var ísinn samlcvæmt íréttum frá flugvél um 25—30 sjómilur norður af Siglunesi og Skaga, um 5 sjómílur norður af Horni og Straumnesl og þaðan lá ís- brúnin um 10 sjómílur út af Vestfjörðum, en um 66° norður sveigði hún í vesturátt. Þ. 23. fylltist Látravik af ís. Var hann á siglingaleiö úti af Hornl nokkra daga og siglingar erfiðar. Þ. 27. lokaðist siglingaleið frá Látravík að Óðinsboða. Þ. 29. rak ísinn frá landi, en talsvert var þó af rekís og dreifðir jalcar úti fyrir Vestfjörðum og Homströndum næstu daga. JarOskjálftar og eldgos. Þ. 3. og 4. fundust nokkrir smáir jarðskjálftar í Krisuvik og þ. 12. að Meðalfelli i Kjós. Engir þessara skjálfta vom það stórir að þeir kæmu fram á mælum Veð- urstofunnar. Þ. 15. urðu nokkrir skjálftar með upptök í Reykholtsdal I Borgarfirði. Var sá stærsti kl. 1505, 2.2 stig á Richterskvarða. Þ. 16. hófst hrina sem áttt upptök u. þ. b. 10 km NV af Grímsey. Margir skjálftanna fundust i Grímsey og Þeir stærstu einnig á Siglufirði og Húsavík. Stærstu skjálftarnir voru kl. 0357, 4.8 stig og 1013, 4.5 stig. Þ. 23. varð hrina skammt austan við Kleifarvatn og fundust stærstu skjálftamir viða um sunnan- og vestanvert landið, frá Rangárvöllum að Mýmm. Stærstu skjálftamir voru kl. 1540, 4.5 stlg, kl. 1606, 4.3 stig, kl. 1628, 4.4 stig og kl. 1636, 4.1 stig. Þ. 20. hófst mikil skjálftahrina samfara eldgosi í Leirhnjúk og jarðraski í Þingeyjarsýslum. Hraunrennsli stóð aðeins stutt. Slcjálftar og jarðrask urðu á sprungubelti, sem nær úr Mývatnssveit norður undir Kópasker. 1 mánaðarlok höfðu mælst á svæðinu 220 skjálftar að stærð 3.5 stig á Richterskvarða eða stærri. Voru 40 þeirra 4.0 stig eða stærri. Fyrstu skjálftamir áttu upptök 1 grennd við Leirhnjúk um svipað ieyti og gosið hófst þar, en virknin færðist nær strax norður um Gjástykki og i Keldu- hverfi, og var mest þar og í öxarfirði það sem eftlr var mánaðarins. Eftir upplýsingum frá Sig- urði jónssyni veðurathugunarmanni í Garði í Kelduhverfi fundust skjálftar svo til látlaust ailan tímann, allt frá smátitringi upp í stóra skjálfta, sem komu missterkt fram á hlnum ýmsu bæjum. Strax á öðrum degi varð vart vatnsborðslækkunar í gjá við Lyngás og sprungur fóru að myndast og vegir að síga. Stærstu skjálftarnir í mánuðinum voru þ. 24. kl. 0931, 4.6 stig og kl. 1741, 4.5 stig, þ. 25. kl. 0545, 4.5 stig og kl. 2205, 5.3 stig, þ. 26. kl. 0051, 4.6 stig og kl. 1824, 4.5 stig og þ. 29. kl. 1045, 4.7 stig. (131)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.